Fullgilding samnings um réttindi fatlaðra varðar okkur öll Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Alþingi hefur samþykkt að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður þar með 167. ríkið sem fullgildir samninginn. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi, en hagsmunasamtök fatlaðs fólks hafa kallað eftir fullgildingu samningsins allt frá undirritun hans árið 2007. En fullgildingin er ekki eingöngu mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur allt samfélagið. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er nefnilega merkilegur mannréttindasamningur. Hann felur ekki í sér nein ný réttindi til fatlaðs fólks. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt fatlað fólk hafi í orði kveðnu sömu mannréttindi og aðrir, hefur það ekki getað nýtt sér réttindi sín til fulls. Það sem Samningurinn gerir er að viðurkenna að mannréttindi fatlaðs fólks eru þau sömu og annarra og staðfesta um leið rétt fatlaðs fólks til að njóta mannréttinda.Áhersla á mannlega reisn og jafnrétti Allt of oft hefur verið litið á málefni fatlaðs fólks sem viðfangsefni velferðar- og heilbrigðiskerfa, sem þurfi að leysa með sérstökum aðgerðum. Þeirri hugsun þurfum við sem samfélag að losna undan. Fatlað fólk er alls konar og hefur, líkt og annað fólk, margbreytilegar þarfir og til þess þarf að horfa í allri stefnumótum og lagasetningu. Samningurinn getur leiðbeint okkur á þeirri vegferð. Í honum er kveðið á um almennar meginreglur sem veita leiðbeiningar um það hvernig eigi að framkvæma hann. Meðal þessara meginreglna eru bann við mismunun og ákvæði um aðgengi, jöfn tækifæri, virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenning á því að fatlað fólk sé hluti af mannlegum margbreytileika. Samningurinn leggur áherslu á virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnrétti karla og kvenna og síðast en ekki síst virðingu fyrir getu fatlaðra barna til að breytast og þroskast, sem og rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Til þess að uppfylla Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þarf að breyta ýmsu í íslenskri löggjöf. Nú þegar hafa sum lög tekið breytingum en margt er enn ógert. Til að mynda á eftir að setja lög um bann við mismunun, meðal annars á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Þá þarf að endurskoða lög um þjónustu við fatlað fólk og breyta lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Það er þó ekki nóg að breyta lögum sem með sértækum hætti fjalla um málefni fatlaðs fólks. Almenn löggjöf verður að taka mið af því að fólk er alls konar. Stór hluti af þeim skyldum sem lagðar eru á ríki samkvæmt samningnum verða því einungis framkvæmdar með fræðslu og vitundarvakningu. Til þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk og fullgilding hans verði raunverulegt tæki sem tryggir að mannréttindi fatlaðs fólks verði virt, þurfa allir sem koma að stefnumótun og lagasetningu í samfélaginu að tileinka sér sýn og boðskap samningsins. Fullgildingin er því mikilvægt skref sem ber að fagna. Þó er brýnt að muna að vinnunni við að skapa eitt samfélag fyrir alla þar sem allir fá notið sín er hvergi nærri lokið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður þar með 167. ríkið sem fullgildir samninginn. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi, en hagsmunasamtök fatlaðs fólks hafa kallað eftir fullgildingu samningsins allt frá undirritun hans árið 2007. En fullgildingin er ekki eingöngu mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur allt samfélagið. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er nefnilega merkilegur mannréttindasamningur. Hann felur ekki í sér nein ný réttindi til fatlaðs fólks. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt fatlað fólk hafi í orði kveðnu sömu mannréttindi og aðrir, hefur það ekki getað nýtt sér réttindi sín til fulls. Það sem Samningurinn gerir er að viðurkenna að mannréttindi fatlaðs fólks eru þau sömu og annarra og staðfesta um leið rétt fatlaðs fólks til að njóta mannréttinda.Áhersla á mannlega reisn og jafnrétti Allt of oft hefur verið litið á málefni fatlaðs fólks sem viðfangsefni velferðar- og heilbrigðiskerfa, sem þurfi að leysa með sérstökum aðgerðum. Þeirri hugsun þurfum við sem samfélag að losna undan. Fatlað fólk er alls konar og hefur, líkt og annað fólk, margbreytilegar þarfir og til þess þarf að horfa í allri stefnumótum og lagasetningu. Samningurinn getur leiðbeint okkur á þeirri vegferð. Í honum er kveðið á um almennar meginreglur sem veita leiðbeiningar um það hvernig eigi að framkvæma hann. Meðal þessara meginreglna eru bann við mismunun og ákvæði um aðgengi, jöfn tækifæri, virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenning á því að fatlað fólk sé hluti af mannlegum margbreytileika. Samningurinn leggur áherslu á virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnrétti karla og kvenna og síðast en ekki síst virðingu fyrir getu fatlaðra barna til að breytast og þroskast, sem og rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Til þess að uppfylla Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þarf að breyta ýmsu í íslenskri löggjöf. Nú þegar hafa sum lög tekið breytingum en margt er enn ógert. Til að mynda á eftir að setja lög um bann við mismunun, meðal annars á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Þá þarf að endurskoða lög um þjónustu við fatlað fólk og breyta lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Það er þó ekki nóg að breyta lögum sem með sértækum hætti fjalla um málefni fatlaðs fólks. Almenn löggjöf verður að taka mið af því að fólk er alls konar. Stór hluti af þeim skyldum sem lagðar eru á ríki samkvæmt samningnum verða því einungis framkvæmdar með fræðslu og vitundarvakningu. Til þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk og fullgilding hans verði raunverulegt tæki sem tryggir að mannréttindi fatlaðs fólks verði virt, þurfa allir sem koma að stefnumótun og lagasetningu í samfélaginu að tileinka sér sýn og boðskap samningsins. Fullgildingin er því mikilvægt skref sem ber að fagna. Þó er brýnt að muna að vinnunni við að skapa eitt samfélag fyrir alla þar sem allir fá notið sín er hvergi nærri lokið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun