Dortmund fór illa með Wolfsburg í kvöld er það sótti liðið heim á Volkswagen Arena. Lokatölur 1-5.
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Dortmund í kvöld. Raphael Guerreiro, Ousmane Dembele og Lukasz Piszczek komust einnig á blað.
Dortmund er því komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar. Í það minnsta þar til á morgun en þá mætast Bayern og Hertha Berlin sem eru bæði með fullt hús.
Úrslit:
Wolfsburg-Dortmund 1-5
Darmstadt - Hoffenheim 1-1
Freiburg-HSV 1-0
Ingolstadt-Frankfurt 0-2
Dortmund í banastuði
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
