Stórstjörnur og heimsfrumsýningar á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2016 16:30 Frá blaðamannafundinum í dag. mynd/riff Blaðamannafundur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, fór fram á Hlemmur Square um hádegisbilið í dag og fór þá fram kynning á helstu viðburðum hátíðarinnar í ár. Splunkunýjar myndir sem hafa hlotið verðlaun á virtustu kvikmyndahátíðum heims að undanförnu, glænýjar heimildarmyndir um málefni líðandi stundar, íslenskar og erlendar stuttmyndir og framsæknar myndir ungra leikstjóra standa gestum til boða á RIFF í ár. Margt kom frá á blaðamannafundinum í dag en hátíðin hefst þann 29. september næstkomandi með sýningu á Sundáhrifunum eftir Sólveigu Anspach sem hlaut verðlaun á Cannes í ár og stendur í ellefu daga. Meðal hinna fjölbreyttu umfjöllunarefna kvikmynda á hátíðinni í ár er miðaldra dýragarðsstarfsmaður sem vex á hali, fertugur syndur kranamaður sem verður ástfanginn af sundkennara og eltir hana til Íslands, neðanjarðarteknó í Tehran, sorgir og sigrar klappstýruliðs í Finnlandi og framtíð æxlunar mannsins. Miðasala er hafin á riff.is. Hátt í sjötíu myndir verða sýndar í aðalflokkum hátíðarinnar auk fjölda stuttmynda og sérsýninga , og koma þær frá 47 löndum . Hátíðin setur jafnan ríkan svip á menningarlíf í Reykjavík þegar hún stendur yfir, en þetta er í þrettánda sinn sem hátíðin er haldin. Í hópnum eru 4 heimsfrumsýningar, 4 Evrópufrumsýningar og 29 Norðurlandafrumsýningar og hafa margar myndirnar á hátíðinni í ár hlotið verðlaun á virtum kvikmyndahátíðum að undanförnu, meðal annars í Cannes, Feneyjum og Locarno. Að auki má nefna að frumsýningar verða á íslenskum myndum og myndum sem tengjast Íslandi á einhvern máta á hverjum degi í vikutíma á meðan á hátíðinni stendur. Flestar bíósýningar í ár fara fram í Bíó Paradís og verður upplýsingamiðstöð hátíðarinnar jafnframt þar, en einnig verða sýningar í Háskólabíói og Norræna húsinu. Heiðursgestir RIFF í ár eru þrír og eru þau öll afar virt fyrir störf sín í kvikmyndum, þó ólík séu. Darren Aronofsky , Deepa Mehta og Chloë Sevigny hafa öll verið tilnefnd til Óskarsverðlaunanna og hlotið margvísleg verðlaun á undanförnum árum og verður verkum þeirra gerð góð skil á hátíðinni. Einnig er hinn goðsagnakennd Alejandro Jodorowsky heiðursleikstjóri hátíðarinnar og verða tvær nýjustu myndir hans sýndar. Hann átti ekki heimangegnt á hátíðina af heilsufarsástæðum, en sonur hans, Brontis Jodorowsky, kemur í hans stað. Þema RIFF í ár er Hvers konar friður. Þemað er gegnumgangandi í vali á kvikmyndum á hátíðina í ár og tengist umfjöllunarefni margra þeirra vangaveltum um frið á einn eða annan hátt. Hópurinn sem stendur að RIFF.Sem dæmi má nefna glænýja heimildamynd, Stríðssýningin , þar sem átökin í Sýrlandi eru skoðuð innan frá, verðlaunamyndin Eldur á sjó sem fjallar um straum flóttamanna gegnum eyjuna Lampedusa og heimildamyndina Helvíti er tómt sem fjallar um umdeilda orkuvinnslu í Norður-Dakóta. Í tengslum við málefnið stendur RIFF ennfremur fyrir pallborðsumræðum á friðarmálþingi í október í samvinnu við Höfða, friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands , um hvort og hvernig kvikmyndir geti stuðlað að friði og tekur Darren Aronofsky þátt í pallborðinu. Í samstarfi við Alþjóðastofu Háskóla Íslands verður haldið námskeið í gerð einnar mínútu mynda um frið fyrir börn og unglingsstúlkur á námskeiðinu Stelpur filma! , sem nú er haldið í annað sinn, munu gera stuttmyndir tengdar þemanu. Flokkurinn Vitranir inniheldur margar forvitnilegar myndir í ár, en í þeim flokki eru fyrsta eða annað verk kvikmyndaleikstjóra. Meðal annars má nefna Risinn eftir Johannes Nyholm, Veraldarvana stúlkan eftir Marco Danieli, Guðleysi eftir Ralitzu Petrovu, Dýrafræði eftir Ivan I Tverdovsky, Wùlu eftir Daouda Coulibaly og Hættu að glápa á diskinn minn eftir Hana Jusic. Pólland hlýtur sérstakan sess á hátíðinni í ár, sýndar verða 15 nýjar pólskar kvik- og stuttmyndir og margir pólskir gestir heimsækja hátíðina auk þess sem skemmtilegir sérviðburðir tengdir Póllandi verða á dagskrá. Kvikmyndasafnið Dekalog eftir Krzysztof Kieślowski verður sýnt á hátíðinni en það er af mörgum talið eitt merkasta kvikmyndaverk okkar tíma. Einnig verður haldin umræðufundur á RIFF um framtíð pólskrar kvikmyndagerðar eftir að ný lög um ritskoðun voru sett þar í landi. Veitt verða verðlaun í fjórum flokkum á RIFF í ár. Ellefu kvikmyndir úr flokknum Vitranir keppa um Gullna lundann , aðalverðlaun RIFF. Dómnefndin er skipuð Grími Hákonarsyni leikstjóra, Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi og Jonasi Lindberg, listræns stjórnanda Kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg. Einnig verða veitt verðlaun í flokki leikinna íslenskra stuttmynda og í fyrsta sinn í flokki erlendra stuttmynda. Þá verður Gullna eggi veitt í kjölfar námskeiðsins Talent Lab , þar sem íslenskir kvikmyndargerðarnemar búa til stuttmyndir undir handleiðslu reyndra íslenskra kvikmyndargerðarmanna. Fjöldi skemmtilegra sérviðburða verða á hátíðinni í ár eins og verið hefur, þar á meðal hið rómaða sundbíó þar sem barnafígúran Greppikló og skrímslið Frankenstein munu hitta unga sem eldri gesti Sundhallararinnar fyrir meistaraspjöll með heiðursgestum hátíðarinnar og samstarfssýningar við bæði Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur . Þá fá börn sérstakan sess á hátíðinni með barnakvikmyndahátíð í Norræna húsinu þar sem sýndar verða spennandi stuttmyndir og myndir í fullri lengd fyrir alla aldurshópa og ýmis námskeið fyrir börn og ungt fólk. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Blaðamannafundur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, fór fram á Hlemmur Square um hádegisbilið í dag og fór þá fram kynning á helstu viðburðum hátíðarinnar í ár. Splunkunýjar myndir sem hafa hlotið verðlaun á virtustu kvikmyndahátíðum heims að undanförnu, glænýjar heimildarmyndir um málefni líðandi stundar, íslenskar og erlendar stuttmyndir og framsæknar myndir ungra leikstjóra standa gestum til boða á RIFF í ár. Margt kom frá á blaðamannafundinum í dag en hátíðin hefst þann 29. september næstkomandi með sýningu á Sundáhrifunum eftir Sólveigu Anspach sem hlaut verðlaun á Cannes í ár og stendur í ellefu daga. Meðal hinna fjölbreyttu umfjöllunarefna kvikmynda á hátíðinni í ár er miðaldra dýragarðsstarfsmaður sem vex á hali, fertugur syndur kranamaður sem verður ástfanginn af sundkennara og eltir hana til Íslands, neðanjarðarteknó í Tehran, sorgir og sigrar klappstýruliðs í Finnlandi og framtíð æxlunar mannsins. Miðasala er hafin á riff.is. Hátt í sjötíu myndir verða sýndar í aðalflokkum hátíðarinnar auk fjölda stuttmynda og sérsýninga , og koma þær frá 47 löndum . Hátíðin setur jafnan ríkan svip á menningarlíf í Reykjavík þegar hún stendur yfir, en þetta er í þrettánda sinn sem hátíðin er haldin. Í hópnum eru 4 heimsfrumsýningar, 4 Evrópufrumsýningar og 29 Norðurlandafrumsýningar og hafa margar myndirnar á hátíðinni í ár hlotið verðlaun á virtum kvikmyndahátíðum að undanförnu, meðal annars í Cannes, Feneyjum og Locarno. Að auki má nefna að frumsýningar verða á íslenskum myndum og myndum sem tengjast Íslandi á einhvern máta á hverjum degi í vikutíma á meðan á hátíðinni stendur. Flestar bíósýningar í ár fara fram í Bíó Paradís og verður upplýsingamiðstöð hátíðarinnar jafnframt þar, en einnig verða sýningar í Háskólabíói og Norræna húsinu. Heiðursgestir RIFF í ár eru þrír og eru þau öll afar virt fyrir störf sín í kvikmyndum, þó ólík séu. Darren Aronofsky , Deepa Mehta og Chloë Sevigny hafa öll verið tilnefnd til Óskarsverðlaunanna og hlotið margvísleg verðlaun á undanförnum árum og verður verkum þeirra gerð góð skil á hátíðinni. Einnig er hinn goðsagnakennd Alejandro Jodorowsky heiðursleikstjóri hátíðarinnar og verða tvær nýjustu myndir hans sýndar. Hann átti ekki heimangegnt á hátíðina af heilsufarsástæðum, en sonur hans, Brontis Jodorowsky, kemur í hans stað. Þema RIFF í ár er Hvers konar friður. Þemað er gegnumgangandi í vali á kvikmyndum á hátíðina í ár og tengist umfjöllunarefni margra þeirra vangaveltum um frið á einn eða annan hátt. Hópurinn sem stendur að RIFF.Sem dæmi má nefna glænýja heimildamynd, Stríðssýningin , þar sem átökin í Sýrlandi eru skoðuð innan frá, verðlaunamyndin Eldur á sjó sem fjallar um straum flóttamanna gegnum eyjuna Lampedusa og heimildamyndina Helvíti er tómt sem fjallar um umdeilda orkuvinnslu í Norður-Dakóta. Í tengslum við málefnið stendur RIFF ennfremur fyrir pallborðsumræðum á friðarmálþingi í október í samvinnu við Höfða, friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands , um hvort og hvernig kvikmyndir geti stuðlað að friði og tekur Darren Aronofsky þátt í pallborðinu. Í samstarfi við Alþjóðastofu Háskóla Íslands verður haldið námskeið í gerð einnar mínútu mynda um frið fyrir börn og unglingsstúlkur á námskeiðinu Stelpur filma! , sem nú er haldið í annað sinn, munu gera stuttmyndir tengdar þemanu. Flokkurinn Vitranir inniheldur margar forvitnilegar myndir í ár, en í þeim flokki eru fyrsta eða annað verk kvikmyndaleikstjóra. Meðal annars má nefna Risinn eftir Johannes Nyholm, Veraldarvana stúlkan eftir Marco Danieli, Guðleysi eftir Ralitzu Petrovu, Dýrafræði eftir Ivan I Tverdovsky, Wùlu eftir Daouda Coulibaly og Hættu að glápa á diskinn minn eftir Hana Jusic. Pólland hlýtur sérstakan sess á hátíðinni í ár, sýndar verða 15 nýjar pólskar kvik- og stuttmyndir og margir pólskir gestir heimsækja hátíðina auk þess sem skemmtilegir sérviðburðir tengdir Póllandi verða á dagskrá. Kvikmyndasafnið Dekalog eftir Krzysztof Kieślowski verður sýnt á hátíðinni en það er af mörgum talið eitt merkasta kvikmyndaverk okkar tíma. Einnig verður haldin umræðufundur á RIFF um framtíð pólskrar kvikmyndagerðar eftir að ný lög um ritskoðun voru sett þar í landi. Veitt verða verðlaun í fjórum flokkum á RIFF í ár. Ellefu kvikmyndir úr flokknum Vitranir keppa um Gullna lundann , aðalverðlaun RIFF. Dómnefndin er skipuð Grími Hákonarsyni leikstjóra, Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi og Jonasi Lindberg, listræns stjórnanda Kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg. Einnig verða veitt verðlaun í flokki leikinna íslenskra stuttmynda og í fyrsta sinn í flokki erlendra stuttmynda. Þá verður Gullna eggi veitt í kjölfar námskeiðsins Talent Lab , þar sem íslenskir kvikmyndargerðarnemar búa til stuttmyndir undir handleiðslu reyndra íslenskra kvikmyndargerðarmanna. Fjöldi skemmtilegra sérviðburða verða á hátíðinni í ár eins og verið hefur, þar á meðal hið rómaða sundbíó þar sem barnafígúran Greppikló og skrímslið Frankenstein munu hitta unga sem eldri gesti Sundhallararinnar fyrir meistaraspjöll með heiðursgestum hátíðarinnar og samstarfssýningar við bæði Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur . Þá fá börn sérstakan sess á hátíðinni með barnakvikmyndahátíð í Norræna húsinu þar sem sýndar verða spennandi stuttmyndir og myndir í fullri lengd fyrir alla aldurshópa og ýmis námskeið fyrir börn og ungt fólk.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira