Volkswagen með hreinustu dísilvélarnar Finnur Thorlacius skrifar 20. september 2016 08:47 Þú Volkswagen sæti gríðarháum sektum vegna díslvéla sinna menga þær minnst allra kannaðra dísilvéla. Volkswagen kom vel út úr nýafstaðinni könnun á mengun dísilvéla hjá bílaframleiðendum sem selja bíla sína í Evrópu. Könnunin var framkvæmd af Evrópsku Samgöngu- og Umhverfisnefndinni og skoðaði hún sérstaklega innihald nituroxíðs (NOx) í vélum sem uppfylla Euro 6 mengunarstaðla. Volkswagen selur að því er virðist hreinustu dísilvélar í Evrópu ef marka má niðurstöður könnunarinnar en alls voru 230 dísilbílar með í könnuninni. Allir framleiðendur voru reyndar yfir gefnum mörkum sem að Euro 6 staðallinn er gefinn upp fyrir, en Volkswagen innihélt “aðeins” tvöfalt magn nituroxíðs. Vélar frá Fiat og Suzuki innihéldu hins vegar fimmtánfalt magn nituroxíðs og voru efst á mengunarlistanum. Vélar frá Renault-Nissan komu næstverst út en Opel var í þriðja sæti. Undimerki Volkswagen, Seat, Skoda og Audi menguðu minnst á eftir Volkswagen merkinu sjálfu en einnig komu vélar frá BMW og Mazda vel út. Farið er að tala um dísilvélina sem “óhreina” í þessu sambandi og nefndin áætlar að 29 milljónir dísilbíla séu í umferð í Evrópu. Flestir eru í Frakklandi eða 5,5 milljónir en Þýskaland fylgir skammt á eftir með 5,3 milljónir dísilbíla. Stóra-Bretland er með 4,3 milljónir dísilbíla á götunum og Ítalía 3,1 milljón. Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent
Volkswagen kom vel út úr nýafstaðinni könnun á mengun dísilvéla hjá bílaframleiðendum sem selja bíla sína í Evrópu. Könnunin var framkvæmd af Evrópsku Samgöngu- og Umhverfisnefndinni og skoðaði hún sérstaklega innihald nituroxíðs (NOx) í vélum sem uppfylla Euro 6 mengunarstaðla. Volkswagen selur að því er virðist hreinustu dísilvélar í Evrópu ef marka má niðurstöður könnunarinnar en alls voru 230 dísilbílar með í könnuninni. Allir framleiðendur voru reyndar yfir gefnum mörkum sem að Euro 6 staðallinn er gefinn upp fyrir, en Volkswagen innihélt “aðeins” tvöfalt magn nituroxíðs. Vélar frá Fiat og Suzuki innihéldu hins vegar fimmtánfalt magn nituroxíðs og voru efst á mengunarlistanum. Vélar frá Renault-Nissan komu næstverst út en Opel var í þriðja sæti. Undimerki Volkswagen, Seat, Skoda og Audi menguðu minnst á eftir Volkswagen merkinu sjálfu en einnig komu vélar frá BMW og Mazda vel út. Farið er að tala um dísilvélina sem “óhreina” í þessu sambandi og nefndin áætlar að 29 milljónir dísilbíla séu í umferð í Evrópu. Flestir eru í Frakklandi eða 5,5 milljónir en Þýskaland fylgir skammt á eftir með 5,3 milljónir dísilbíla. Stóra-Bretland er með 4,3 milljónir dísilbíla á götunum og Ítalía 3,1 milljón.
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent