Lokaorrustan er í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2016 08:00 Breiðablik og Fjölnir mætast í sannkölluðum Evrópuslag á Kópavogsvelli. vísir/hanna Það ræðst í dag, laugardag, hvaða lið fara í Evrópukeppni á næsta ári og hvaða lið kveðja Pepsi-deildina þegar lokaumferðin verður spiluð í heild sinni. Þrír risastórir leikir eru á dagskrá auk bikarlyftingar í Hafnarfirði og verða allir fjórir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Það er bæting á meti frá því í síðustu umferð þegar þrír leikir voru í beinni á sama tíma. Hart er barist um Evrópusætin þar sem fjögur lið eygja von um að komast að enda regnbogans og finna 26 milljóna króna gullpottinn sem í boði er fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn eru í verstu stöðunni í fallbaráttunni en þrjú lið eiga tölfræðilega möguleika á að falla. Ólsarar eru ekki í góðri stöðu en Eyjamenn fóru langt með að bjarga sér í síðustu umferð þó ÍBV geti enn tölfræðilega fallið.grafík/fréttablaðiðStig er dauðadómur í KópavogiBreiðablik og Fjölnir eru einu liðin sem mætast innbyrðis í Evrópubaráttunni. Fjölnir er að kasta frá sér fyrsta Evrópusætinu í sögu félagsins en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og þarf á sigri að halda í Kópavoginum til að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Það hjálpar Fjölnismönnum að Blikar eru ekkert sérstakir á heimavelli. Þar eru þeir aðeins búnir að vinna fjóra af tíu leikjum sínum og ekki skora nema níu mörk. Aftur á móti eru Blikar aðeins búnir að tapa þremur leikjum á Kópavogsvelli. Bæði lið þurfa að sækja til sigurs því eitt stig á kjaft gæti orðið dauðadómur. Geri liðin jafntefli og Stjarnan og KR vinna sína leiki gegn liðum í fallbaráttunni ganga bæði lið svekkt af velli í Kópavogi í dag á meðan fagnað verður í Garðabæ og í vesturbæ Reykjavíkur. Breiðablik vann fyrri leik liðanna, 3-0, en Fjölnismönnum hefur gengið illa í stórum leikjum á tímabilinu og tapað síðustu tveimur. Evrópu- og fallleikir Stjarnan er í bestu stöðunni þegar kemur að Evrópubaráttunni. Liðið virtist ekki líklegt til neins fyrir nokkrum vikum þegar allt var í volli í Garðabænum en nú er liðið það næstheitasta í deildinni; búið að vinna þrjá leiki í röð á hárréttum tíma. Stjarnan fær Ólsara í heimsókn sem eru að berjast fyrir lífi sínu en Ólafsvíkingar verða án fjögurra byrjunarliðsmanna í Garðabænum í dag og munar um minna. Ólsarar verða með hugann við leikinn í Vesturbænum þar sem KR tekur á móti Fylki. Þar þurfa Fylkismenn ekkert minna en sigur til að halda sæti sínu í deildinni. Fylkir er tveimur stigum á eftir Ólsurum í baráttunni um áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni. Fylkir gæti ekki óskað sér verri mótherja en KR því lærisveinar Willums Þórs Þórssonar eru þeir heitustu í deildinni. KR er búið að vinna fjóra leiki í röð og stefnir hraðbyri á Evrópusæti. Vesturbæjarliðið þarf aðeins að treysta á að ein úrslit falli með þeim úr annaðhvort leik Stjörnunnar og Ólsara eða Breiðabliks og Fjölnis til að komast í Evrópu að því gefnu að KR vinni sinn leik. Eyjamenn geta andað rólega þó að tölfræðilega geti liðið enn fallið. ÍBV þarf að tapa fyrir FH í lokaumferðinni og Fylkir að vinna KR auk þess sem Árbæingar þurfa níu marka sveiflu til að senda ÍBV niður og það gerist bara ef Ólsarar vinna.grafík/fréttablaðiðBikarlyfting í Hafnarfirði FH er orðið meistari og lyftir nýjum Íslandsbikar eftir leikinn gegn ÍBV í Kaplakrika í dag. Búið er að skipta út bikurunum sem notast var við frá 1997-2016. Valur og ÍA mætast á Hlíðarenda og fallnir Þróttarar fá Víkinga í heimsókn. Víkingar geta bætt stigamet sitt með sigri ef þeir komast í 32 stig. Metið er 30 stig en Víkingar komust í Evrópu á þeim stigafjölda fyrir tveimur árum. Nú verða 38 stig það sem dugar væntanlega til að komast í Evrópukeppni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Það ræðst í dag, laugardag, hvaða lið fara í Evrópukeppni á næsta ári og hvaða lið kveðja Pepsi-deildina þegar lokaumferðin verður spiluð í heild sinni. Þrír risastórir leikir eru á dagskrá auk bikarlyftingar í Hafnarfirði og verða allir fjórir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Það er bæting á meti frá því í síðustu umferð þegar þrír leikir voru í beinni á sama tíma. Hart er barist um Evrópusætin þar sem fjögur lið eygja von um að komast að enda regnbogans og finna 26 milljóna króna gullpottinn sem í boði er fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn eru í verstu stöðunni í fallbaráttunni en þrjú lið eiga tölfræðilega möguleika á að falla. Ólsarar eru ekki í góðri stöðu en Eyjamenn fóru langt með að bjarga sér í síðustu umferð þó ÍBV geti enn tölfræðilega fallið.grafík/fréttablaðiðStig er dauðadómur í KópavogiBreiðablik og Fjölnir eru einu liðin sem mætast innbyrðis í Evrópubaráttunni. Fjölnir er að kasta frá sér fyrsta Evrópusætinu í sögu félagsins en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og þarf á sigri að halda í Kópavoginum til að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Það hjálpar Fjölnismönnum að Blikar eru ekkert sérstakir á heimavelli. Þar eru þeir aðeins búnir að vinna fjóra af tíu leikjum sínum og ekki skora nema níu mörk. Aftur á móti eru Blikar aðeins búnir að tapa þremur leikjum á Kópavogsvelli. Bæði lið þurfa að sækja til sigurs því eitt stig á kjaft gæti orðið dauðadómur. Geri liðin jafntefli og Stjarnan og KR vinna sína leiki gegn liðum í fallbaráttunni ganga bæði lið svekkt af velli í Kópavogi í dag á meðan fagnað verður í Garðabæ og í vesturbæ Reykjavíkur. Breiðablik vann fyrri leik liðanna, 3-0, en Fjölnismönnum hefur gengið illa í stórum leikjum á tímabilinu og tapað síðustu tveimur. Evrópu- og fallleikir Stjarnan er í bestu stöðunni þegar kemur að Evrópubaráttunni. Liðið virtist ekki líklegt til neins fyrir nokkrum vikum þegar allt var í volli í Garðabænum en nú er liðið það næstheitasta í deildinni; búið að vinna þrjá leiki í röð á hárréttum tíma. Stjarnan fær Ólsara í heimsókn sem eru að berjast fyrir lífi sínu en Ólafsvíkingar verða án fjögurra byrjunarliðsmanna í Garðabænum í dag og munar um minna. Ólsarar verða með hugann við leikinn í Vesturbænum þar sem KR tekur á móti Fylki. Þar þurfa Fylkismenn ekkert minna en sigur til að halda sæti sínu í deildinni. Fylkir er tveimur stigum á eftir Ólsurum í baráttunni um áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni. Fylkir gæti ekki óskað sér verri mótherja en KR því lærisveinar Willums Þórs Þórssonar eru þeir heitustu í deildinni. KR er búið að vinna fjóra leiki í röð og stefnir hraðbyri á Evrópusæti. Vesturbæjarliðið þarf aðeins að treysta á að ein úrslit falli með þeim úr annaðhvort leik Stjörnunnar og Ólsara eða Breiðabliks og Fjölnis til að komast í Evrópu að því gefnu að KR vinni sinn leik. Eyjamenn geta andað rólega þó að tölfræðilega geti liðið enn fallið. ÍBV þarf að tapa fyrir FH í lokaumferðinni og Fylkir að vinna KR auk þess sem Árbæingar þurfa níu marka sveiflu til að senda ÍBV niður og það gerist bara ef Ólsarar vinna.grafík/fréttablaðiðBikarlyfting í Hafnarfirði FH er orðið meistari og lyftir nýjum Íslandsbikar eftir leikinn gegn ÍBV í Kaplakrika í dag. Búið er að skipta út bikurunum sem notast var við frá 1997-2016. Valur og ÍA mætast á Hlíðarenda og fallnir Þróttarar fá Víkinga í heimsókn. Víkingar geta bætt stigamet sitt með sigri ef þeir komast í 32 stig. Metið er 30 stig en Víkingar komust í Evrópu á þeim stigafjölda fyrir tveimur árum. Nú verða 38 stig það sem dugar væntanlega til að komast í Evrópukeppni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira