Fylkir er hins vegar fallinn úr Pepsi-deildinni og leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð, rétt eins og Þróttur. Fylkir tapaði 3-0 fyrir KR en þar með batt félagið enda á sextán ára samfellda veru sína í efstu deild.
KR skaust upp í þriðja sæti deildarinnar þar sem að Breiðablik tapaði fyrir Fjölni, 3-0, á heimavelli. Blikar féllu niður í sjötta sæti deildarinnar, niður fyrir Val sem var búið að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppninni með því að vinna bikarkeppnian fyrr í sumar.
Fjölnir náði sínum besta árangri frá upphafi með því að hafna í fjórða sæti deildarinnar og því sigurinn á Blikum sætur, þó svo að liðið komst ekki í Evrópukeppnina.
ÍBV og Víkingur Ólafsvík björguðu bæði sæti sínum. ÍBV gerði jafntefli við Íslandsmeistara FH, 1-1, en Ólafsvíkingar steinlágu fyrir Stjörnunni, 4-1. En það kom ekki að sök vegna taps Fylkismanna.
Þá vann Víkingur Reykjavík 2-1 sigur á Þrótti, sem var fallið úr deildinni áður en leikir dagsins hófust.
Fylgst var með lokadeginum á Vísi og má sjá lýsinguna hér fyrir neðan.
BARÁTTAN UM EVRÓPUSÆTIÐ - LOKASTAÐA:
2. Stjarnan 39 stig (43-31)
3. KR 38 stig (29-20)
-----
4. Fjölnir 37 stig (42-25)
(5. Valur 35 stig (41-28))
6. Breiðablik 35 stig (27-20)
FALLBARÁTTAN - LOKASTAÐA:
9. ÍBV 23 stig (23-27)
10. Víkingur Ó 21 stig (23-38)
------
11. Fylkir 19 stig (25-40)
Í BEINNI Á STÖÐ 2 SPORT:
KR - Fylkir Stöð 2 Sport
FH - ÍBV Stöð 2 Sport 3
Stjarnan - Víkingur Ó Stöð 2 Sport 4
Breiðablik - Fjölnir Stöð 2 Sport 5