Internetið man María Bjarnadóttir skrifar 30. september 2016 07:00 Við fáum öll klæðskerasniðnar auglýsingar á internetinu. Við höfum látið fjölmörgum aðilum í té upplýsingar um staðsetningu, afmælisdag og hvaða lit við viljum helst á kaffivélinni sem hægt er að vinna með því að læka og deila myndinni, en við höfum líka samþykkt að aðilar eins og Facbook og Google fylgist með því á hvaða síður við förum og velji svo viðeigandi auglýsingar fyrir okkur út frá þeirri mynd sem netrápið gefur af okkur. Þegar við skoðum draumafrísferð til Afríku en kaupum hana ekki (af því að það er ekki endalaus heimild á þessu vísakorti) heldur Facebook, í samstarfi við ferðaskrifstofuna, áfram að auglýsa hana fyrir okkur, þangað til að við gefumst upp og splæsum bara á okkur. Ég nota netið mikið. Kaupi nánast allt til heimilisins, föt og gjafir í gegnum netið og fæ sent heim. Sparar tíma og réttlætir að hanga í símanum fyrir framan sjónvarpið á kvöldin. Hvað? Ég er að kaupa í matinn hérna (og lesa innblásturstilvísanir á Instagram-síðunni hjá Britney Spears. Á laugardagskvöldi). Þó að við séum að versla erum við gjaldmiðillinn. Allar upplýsingar um kauphegðun, áhugamál og hvaða tómstundir börnin stunda. Facebook er ekki ókeypis, sjáiði til. Ég vil bara biðja ykkur um að fara varlega. Núna, þegar þið eruð búin að gefa allar upplýsingar um ykkur, þarf miklu meira til að standa gegn því sem er verið að auglýsa. Því að það er verið að auglýsa nákvæmlega það sem þig langar í.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Við fáum öll klæðskerasniðnar auglýsingar á internetinu. Við höfum látið fjölmörgum aðilum í té upplýsingar um staðsetningu, afmælisdag og hvaða lit við viljum helst á kaffivélinni sem hægt er að vinna með því að læka og deila myndinni, en við höfum líka samþykkt að aðilar eins og Facbook og Google fylgist með því á hvaða síður við förum og velji svo viðeigandi auglýsingar fyrir okkur út frá þeirri mynd sem netrápið gefur af okkur. Þegar við skoðum draumafrísferð til Afríku en kaupum hana ekki (af því að það er ekki endalaus heimild á þessu vísakorti) heldur Facebook, í samstarfi við ferðaskrifstofuna, áfram að auglýsa hana fyrir okkur, þangað til að við gefumst upp og splæsum bara á okkur. Ég nota netið mikið. Kaupi nánast allt til heimilisins, föt og gjafir í gegnum netið og fæ sent heim. Sparar tíma og réttlætir að hanga í símanum fyrir framan sjónvarpið á kvöldin. Hvað? Ég er að kaupa í matinn hérna (og lesa innblásturstilvísanir á Instagram-síðunni hjá Britney Spears. Á laugardagskvöldi). Þó að við séum að versla erum við gjaldmiðillinn. Allar upplýsingar um kauphegðun, áhugamál og hvaða tómstundir börnin stunda. Facebook er ekki ókeypis, sjáiði til. Ég vil bara biðja ykkur um að fara varlega. Núna, þegar þið eruð búin að gefa allar upplýsingar um ykkur, þarf miklu meira til að standa gegn því sem er verið að auglýsa. Því að það er verið að auglýsa nákvæmlega það sem þig langar í.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun