Hugleiðing um flóttamenn Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Á hverjum degi fáum við fréttir af ömurlegum aðstæðum flóttafólks sem hefur flúið stríð, ofsóknir eða efnahagsástand í heimalandi sínu. Við sem búum við þær aðstæður að þurfa til dæmis ekki að flýja sprengjur og byssuskot til að komast heim til okkar föttum ekki alltaf hvað við höfum það gott og við ættum að vera oftar þakklát fyrir aðstæður okkar. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk þarf að flýja landið sitt. Heimili þess hefur kannski skemmst í sprengingum, búið er að eyðileggja skóla barnanna og innviðir samfélagsins og heilbrigðiskerfið eru að hruni komin. Þegar fólk býr við slíkar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á hefur það engan annan kost en að flýja. Stundum er um að ræða börn sem hafa misst foreldra sína og takast á við ferðalagið ein. Þau eru hrædd, jafnvel veik og fá litla aðstoð. Við getum ekki ímyndað okkur hvernig sú reynsla er. Fólkið hefur hins vegar enga tryggingu fyrir því að komast lifandi á áfangastað. Margir þeirra sem flýja yfir Miðjarðarhafið fara í lélegum bátum sem sumir sökkva. Fólk drukknar og þeir fáu sem ná að synda í land þurfa að ganga langar leiðir eftir aðstoð. Björgunarsveitir reyna að gera allt sem þær geta til að bjarga fólkinu og koma því í öruggt skjól. En þegar í land er komið þarf fólkið gjarnan að ganga í gegnum miklar raunir. Ofan á það bætist hungur, óvissa og jafnvel veikindi. Við getum aldrei almennilega sett okkur í þessi spor án þess að hafa upplifað þau sjálf. Og við myndum ekki vilja láta koma svona fram við okkur ef við þyrftum að flýja land. Við myndum vilja góða aðstoð frá þeim sem gætu hjálpað. Á Íslandi sendum við of mikið af flóttafólki úr landi sem hefur lagt svo mikið á sig til að komast lifandi á leiðarenda. Við getum gert svo miklu betur. Við getum boðið fleira fólk velkomið. Ef við viljum ekki láta koma svona fram við okkur, af hverju komum við svona fram við aðra?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á hverjum degi fáum við fréttir af ömurlegum aðstæðum flóttafólks sem hefur flúið stríð, ofsóknir eða efnahagsástand í heimalandi sínu. Við sem búum við þær aðstæður að þurfa til dæmis ekki að flýja sprengjur og byssuskot til að komast heim til okkar föttum ekki alltaf hvað við höfum það gott og við ættum að vera oftar þakklát fyrir aðstæður okkar. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk þarf að flýja landið sitt. Heimili þess hefur kannski skemmst í sprengingum, búið er að eyðileggja skóla barnanna og innviðir samfélagsins og heilbrigðiskerfið eru að hruni komin. Þegar fólk býr við slíkar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á hefur það engan annan kost en að flýja. Stundum er um að ræða börn sem hafa misst foreldra sína og takast á við ferðalagið ein. Þau eru hrædd, jafnvel veik og fá litla aðstoð. Við getum ekki ímyndað okkur hvernig sú reynsla er. Fólkið hefur hins vegar enga tryggingu fyrir því að komast lifandi á áfangastað. Margir þeirra sem flýja yfir Miðjarðarhafið fara í lélegum bátum sem sumir sökkva. Fólk drukknar og þeir fáu sem ná að synda í land þurfa að ganga langar leiðir eftir aðstoð. Björgunarsveitir reyna að gera allt sem þær geta til að bjarga fólkinu og koma því í öruggt skjól. En þegar í land er komið þarf fólkið gjarnan að ganga í gegnum miklar raunir. Ofan á það bætist hungur, óvissa og jafnvel veikindi. Við getum aldrei almennilega sett okkur í þessi spor án þess að hafa upplifað þau sjálf. Og við myndum ekki vilja láta koma svona fram við okkur ef við þyrftum að flýja land. Við myndum vilja góða aðstoð frá þeim sem gætu hjálpað. Á Íslandi sendum við of mikið af flóttafólki úr landi sem hefur lagt svo mikið á sig til að komast lifandi á leiðarenda. Við getum gert svo miklu betur. Við getum boðið fleira fólk velkomið. Ef við viljum ekki láta koma svona fram við okkur, af hverju komum við svona fram við aðra?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar