Við ætlum að skapa nýja gullöld íslenskra bókmennta Magnús Guðmundsson skrifar 5. október 2016 10:15 Valgerður Þóroddsdóttir segir að íslenskir útgefendur hafi vanrækt nýliðun íslenskra skálda og höfunda síðasta áratuginn. Visir/GVA Starf útgefandans á Íslandi hefur sjaldan þótt vera dans á rósum. Þrátt fyrir umtalsverðan bókmenntaáhuga þjóðarinnar þá er markaðurinn lítill, árstíðabundinn og erfiður. Það er því eftirtektarvert að ung kona skuli hafi afráðið að feta útgáfubrautina, en Valgerður Þóroddsdóttir, skáld og útgefandi, er í forsvari fyrir bókaforlagið Partus sem leggur nú á jólabókamiðin í fyrsta sinn.Gekk alltof vel Valgerður sem er alin upp í Bandaríkjunum fram til sautján ára aldurs er þó enginn nýgræðingur í útgáfustarfsemi enda upphafskona Meðgönguljóða sem komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2012. En Valgerður segir að forlagið Partus hafi í raun sprottið upp úr ljóðabókaseríunni Meðgönguljóð. „Þetta byrjaði sem samstarf milli mín, Sveinbjargar Bjarnadóttur og Kára Tulinius, en við Kári eigum fyrsta verkið í seríunni. Við höfðum verið að vinna saman að ljóðverki og vorum farin að líta í kringum okkur að útgefendum en datt bara ekkert í hug sem hentaði. Þessi sería óx upp úr þeim veruleika að það var ekkert pláss fyrir tilraunakennd eða styttri verk og því ákváðum við að láta verða af því að prófa þetta. Þegar við byrjuðum með Meðgönguljóð komum við í kjölfarið á Nýhil og þá var í raun ekkert að gerast. Þannig spratt þetta í rauninni af nauðsyn. Markmiðið var einfaldlega að vinna þetta eins mikið og hægt var sjálf til þess að halda niðri kostnaði og sjá svo hvernig þetta gengi. Síðan má eiginlega segja að þetta hafi gengið allt of vel því viðtökurnar voru svo góðar. Fljótlega tóku síðan handritin að flæða inn og eftir það varð ekki aftur snúið.“Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur kemur út í lok október.Bara lenti í þessuÞað er kostnaðarsamt að halda úti útgáfustarfsemi og Valgerður segir að framan af hafi þetta verið meira eins og dýrt áhugamál. „En ég er búin að vinna hörðum höndum að því að gera þetta sjálfbært, því að á einhverjum tímapunkti hefði ég annars gefist upp. Markmiðið var að það væru alltaf til peningar fyrir næstu útgáfu og þannig mætti halda þessu réttum megin við núllið. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst hugsjónastarfsemi. Fyrirkomulagið hefur líka verið þannig að ljóðskáldin sem gefa út hjá okkur fá ritstjóra og það er venjulega annað skáld sem tekur það að sér í sjálfboðavinnu. Skáldin eru sem sagt stundum að taka að sér handrit hvert hjá öðru og þetta getur reynst ákaflega hvetjandi. Það er svo auðvelt að upplifa sig út úr öllu en samt aðeins einu skrefi frá því að senda frá sér bók þannig að þessi hvatning er rosalega mikilvæg. Að skrifa getur verið einmanalegt starf og þess vegna er mikilvægt að skapa rými fyrir skáld og höfunda til þess að hittast, tala saman og deila því með öðrum sem maður er að fást við hverju sinni. Þannig að mjög stór hluti af því sem ég hef verið að fást við er að skapa þetta umhverfi og það hefur tekist mjög vel.“ Hamlandi hefð Valgerður segir að hún hafi alltaf lesið mikið og haft ákaflega mikinn áhuga á tungumálinu. „Þetta var alltaf minn styrkleiki en ég ímyndaði mér aldrei að ég ætti eftir að enda í ljóðlist. Mér fannst gaman að lesa og var að auki með smá þráhyggju fyrir tungumálinu en ég held að ég hafi ekki lært að lesa ljóð fyrr en ég var orðin svona sautján ára gömul. Ljóðlistin getur átt það til að virka fráhrindandi á fólk og það eru margir sem telja að þeir kunni í raun ekki að lesa ljóð. Ég skil það mjög vel og þetta er eitt af því sem við höfum verið að vinna að í útgáfunni; að útskýra fyrir fólki hvað ljóðlist getur verið hversdagsleg og stór hluti af daglegu lífi. Staðan á Íslandi er þó eflaust dálítið sérstök þar sem meðalmaðurinn er opnari fyrir ljóðlist og ég held að fleiri Íslendingar lesi ljóð en gengur og gerist í heiminum. En að sama skapi er mikið af þessum lesendum að halda sig mikið til við það hefðbundna og eru í raun ekki ýkja opnir fyrir nýjungum. Þannig að þessi sterka hefð á Íslandi getur óneitanlega verið soldið kæfandi fyrir þá sem vilja gera eitthvað nýtt í bókmenntum og þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Hluti af því er að við leitumst við að kynna til leiks þá sem eru með bakgrunn utan þessarar hefðar að einhverju leyti eins og til að mynda fólk sem á foreldra sem eru ekki fæddir á Íslandi. Fólk sem er með annað tungumál inni í sínum reynsluheimi nálgast því íslenskuna á aðeins nýjan hátt.“Greitt í liljum eftir Elías Knörr, Gáttatif eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur og Draumar á þvottasnúru eftir Þorvald S. Helgason eru þrjár ljóðabækur sem koma út á vegum Partusar í haust.Vanrækt nýliðun Partus er útgáfan sem í dag myndar regnhlífina yfir Meðgönguljóð, smásagnaseríuna og aðra útgáfustarfsemi. Nú í haust kemur fyrsta skáldsaga þessa unga forlags. „Já, í lok október kemur út skáldsaga eftir Arngunni Árnadóttur og það er hluti af þessari viðleitni okkar til þess að kynna nýjar raddir inn í bókmenntaheiminn. Það er jafn nauðsynlegt fyrir skáldsöguna og það er fyrir ljóðið og smásögurnar. Það má segja að ég sé að fara inn í jólabókaflóðið í fyrsta sinn með þessari útgáfu og ég er strax farin að finna fyrir því.“ Valgerður segir að hún stefni ótrauð að því að halda áfram að kynna til leiks unga og óþekkta höfunda á komandi árum. „Algjörlega. Það er áherslan enda er mikil þörf á því. Ef ég á að segja eins og er þá eru einhvern veginn allir sofandi á vaktinni hjá stóru forlögunum hvað þetta varðar. Það er ekki mikil spenna fyrir því að taka séns á einhverju nýju og það er eflaust vegna þess að það eru svo margir höfundar ennþá starfandi sem taka mikið pláss á litlum markaði. En nýliðun í bókmenntunum hefur verið mikið til vanrækt síðasta áratug að mínu mati og ég ímynda mér því alveg hiklaust að Partus sé að fara að skapa nýjustu gullöld íslenskra bókmennta,“ segir Valgerður og hlær. Menning Tengdar fréttir Ljóð eiga að vera jafn sjálfsögð og kaffibolli Valgerður Þóroddsdóttir er í forsvari fyrir ljóðaútgáfuna Meðgönguljóð en hún kynnti á dögunum fjögur ljóðskáld sem gefin verða út á næsta ári. 16. desember 2013 11:00 Staldrað við í ljóðinu Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir hefur skrifað alls kyns texta frá því hún var barn. Á morgun kemur út hennar fyrsta ljóðabók, Skýjafar. Ljóðin í henni mynda nokkurs konar ferðalag en skáldið vill að hver og einn túlki ljóðin á sinn hátt. 5. október 2016 14:45 Meðgönguljóð frumflytja nýja smásögu á Vísi Forlagið Meðgönguljóð færir út kvíarnar og hyggur á smásagna- og fræðiritaútgáfu. Ungskáldið Birkir Blær frumflytur hér smásöguna El Dorado. Liður í því að auka aðgengi almennings að bókmenntum í dagsins önn. 7. maí 2015 10:15 Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Meðgönguljóð fæðast "Okkur langaði að gera ljóð aðgengilegri," segir Sveinbjörg Bjarnadóttir bókaútgefandi. Hún er eigandi útgáfunnar Frú Stellu, sem sérhæfir sig í fagurbókmenntum. 21. nóvember 2012 12:35 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Starf útgefandans á Íslandi hefur sjaldan þótt vera dans á rósum. Þrátt fyrir umtalsverðan bókmenntaáhuga þjóðarinnar þá er markaðurinn lítill, árstíðabundinn og erfiður. Það er því eftirtektarvert að ung kona skuli hafi afráðið að feta útgáfubrautina, en Valgerður Þóroddsdóttir, skáld og útgefandi, er í forsvari fyrir bókaforlagið Partus sem leggur nú á jólabókamiðin í fyrsta sinn.Gekk alltof vel Valgerður sem er alin upp í Bandaríkjunum fram til sautján ára aldurs er þó enginn nýgræðingur í útgáfustarfsemi enda upphafskona Meðgönguljóða sem komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2012. En Valgerður segir að forlagið Partus hafi í raun sprottið upp úr ljóðabókaseríunni Meðgönguljóð. „Þetta byrjaði sem samstarf milli mín, Sveinbjargar Bjarnadóttur og Kára Tulinius, en við Kári eigum fyrsta verkið í seríunni. Við höfðum verið að vinna saman að ljóðverki og vorum farin að líta í kringum okkur að útgefendum en datt bara ekkert í hug sem hentaði. Þessi sería óx upp úr þeim veruleika að það var ekkert pláss fyrir tilraunakennd eða styttri verk og því ákváðum við að láta verða af því að prófa þetta. Þegar við byrjuðum með Meðgönguljóð komum við í kjölfarið á Nýhil og þá var í raun ekkert að gerast. Þannig spratt þetta í rauninni af nauðsyn. Markmiðið var einfaldlega að vinna þetta eins mikið og hægt var sjálf til þess að halda niðri kostnaði og sjá svo hvernig þetta gengi. Síðan má eiginlega segja að þetta hafi gengið allt of vel því viðtökurnar voru svo góðar. Fljótlega tóku síðan handritin að flæða inn og eftir það varð ekki aftur snúið.“Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur kemur út í lok október.Bara lenti í þessuÞað er kostnaðarsamt að halda úti útgáfustarfsemi og Valgerður segir að framan af hafi þetta verið meira eins og dýrt áhugamál. „En ég er búin að vinna hörðum höndum að því að gera þetta sjálfbært, því að á einhverjum tímapunkti hefði ég annars gefist upp. Markmiðið var að það væru alltaf til peningar fyrir næstu útgáfu og þannig mætti halda þessu réttum megin við núllið. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst hugsjónastarfsemi. Fyrirkomulagið hefur líka verið þannig að ljóðskáldin sem gefa út hjá okkur fá ritstjóra og það er venjulega annað skáld sem tekur það að sér í sjálfboðavinnu. Skáldin eru sem sagt stundum að taka að sér handrit hvert hjá öðru og þetta getur reynst ákaflega hvetjandi. Það er svo auðvelt að upplifa sig út úr öllu en samt aðeins einu skrefi frá því að senda frá sér bók þannig að þessi hvatning er rosalega mikilvæg. Að skrifa getur verið einmanalegt starf og þess vegna er mikilvægt að skapa rými fyrir skáld og höfunda til þess að hittast, tala saman og deila því með öðrum sem maður er að fást við hverju sinni. Þannig að mjög stór hluti af því sem ég hef verið að fást við er að skapa þetta umhverfi og það hefur tekist mjög vel.“ Hamlandi hefð Valgerður segir að hún hafi alltaf lesið mikið og haft ákaflega mikinn áhuga á tungumálinu. „Þetta var alltaf minn styrkleiki en ég ímyndaði mér aldrei að ég ætti eftir að enda í ljóðlist. Mér fannst gaman að lesa og var að auki með smá þráhyggju fyrir tungumálinu en ég held að ég hafi ekki lært að lesa ljóð fyrr en ég var orðin svona sautján ára gömul. Ljóðlistin getur átt það til að virka fráhrindandi á fólk og það eru margir sem telja að þeir kunni í raun ekki að lesa ljóð. Ég skil það mjög vel og þetta er eitt af því sem við höfum verið að vinna að í útgáfunni; að útskýra fyrir fólki hvað ljóðlist getur verið hversdagsleg og stór hluti af daglegu lífi. Staðan á Íslandi er þó eflaust dálítið sérstök þar sem meðalmaðurinn er opnari fyrir ljóðlist og ég held að fleiri Íslendingar lesi ljóð en gengur og gerist í heiminum. En að sama skapi er mikið af þessum lesendum að halda sig mikið til við það hefðbundna og eru í raun ekki ýkja opnir fyrir nýjungum. Þannig að þessi sterka hefð á Íslandi getur óneitanlega verið soldið kæfandi fyrir þá sem vilja gera eitthvað nýtt í bókmenntum og þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Hluti af því er að við leitumst við að kynna til leiks þá sem eru með bakgrunn utan þessarar hefðar að einhverju leyti eins og til að mynda fólk sem á foreldra sem eru ekki fæddir á Íslandi. Fólk sem er með annað tungumál inni í sínum reynsluheimi nálgast því íslenskuna á aðeins nýjan hátt.“Greitt í liljum eftir Elías Knörr, Gáttatif eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur og Draumar á þvottasnúru eftir Þorvald S. Helgason eru þrjár ljóðabækur sem koma út á vegum Partusar í haust.Vanrækt nýliðun Partus er útgáfan sem í dag myndar regnhlífina yfir Meðgönguljóð, smásagnaseríuna og aðra útgáfustarfsemi. Nú í haust kemur fyrsta skáldsaga þessa unga forlags. „Já, í lok október kemur út skáldsaga eftir Arngunni Árnadóttur og það er hluti af þessari viðleitni okkar til þess að kynna nýjar raddir inn í bókmenntaheiminn. Það er jafn nauðsynlegt fyrir skáldsöguna og það er fyrir ljóðið og smásögurnar. Það má segja að ég sé að fara inn í jólabókaflóðið í fyrsta sinn með þessari útgáfu og ég er strax farin að finna fyrir því.“ Valgerður segir að hún stefni ótrauð að því að halda áfram að kynna til leiks unga og óþekkta höfunda á komandi árum. „Algjörlega. Það er áherslan enda er mikil þörf á því. Ef ég á að segja eins og er þá eru einhvern veginn allir sofandi á vaktinni hjá stóru forlögunum hvað þetta varðar. Það er ekki mikil spenna fyrir því að taka séns á einhverju nýju og það er eflaust vegna þess að það eru svo margir höfundar ennþá starfandi sem taka mikið pláss á litlum markaði. En nýliðun í bókmenntunum hefur verið mikið til vanrækt síðasta áratug að mínu mati og ég ímynda mér því alveg hiklaust að Partus sé að fara að skapa nýjustu gullöld íslenskra bókmennta,“ segir Valgerður og hlær.
Menning Tengdar fréttir Ljóð eiga að vera jafn sjálfsögð og kaffibolli Valgerður Þóroddsdóttir er í forsvari fyrir ljóðaútgáfuna Meðgönguljóð en hún kynnti á dögunum fjögur ljóðskáld sem gefin verða út á næsta ári. 16. desember 2013 11:00 Staldrað við í ljóðinu Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir hefur skrifað alls kyns texta frá því hún var barn. Á morgun kemur út hennar fyrsta ljóðabók, Skýjafar. Ljóðin í henni mynda nokkurs konar ferðalag en skáldið vill að hver og einn túlki ljóðin á sinn hátt. 5. október 2016 14:45 Meðgönguljóð frumflytja nýja smásögu á Vísi Forlagið Meðgönguljóð færir út kvíarnar og hyggur á smásagna- og fræðiritaútgáfu. Ungskáldið Birkir Blær frumflytur hér smásöguna El Dorado. Liður í því að auka aðgengi almennings að bókmenntum í dagsins önn. 7. maí 2015 10:15 Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Meðgönguljóð fæðast "Okkur langaði að gera ljóð aðgengilegri," segir Sveinbjörg Bjarnadóttir bókaútgefandi. Hún er eigandi útgáfunnar Frú Stellu, sem sérhæfir sig í fagurbókmenntum. 21. nóvember 2012 12:35 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ljóð eiga að vera jafn sjálfsögð og kaffibolli Valgerður Þóroddsdóttir er í forsvari fyrir ljóðaútgáfuna Meðgönguljóð en hún kynnti á dögunum fjögur ljóðskáld sem gefin verða út á næsta ári. 16. desember 2013 11:00
Staldrað við í ljóðinu Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir hefur skrifað alls kyns texta frá því hún var barn. Á morgun kemur út hennar fyrsta ljóðabók, Skýjafar. Ljóðin í henni mynda nokkurs konar ferðalag en skáldið vill að hver og einn túlki ljóðin á sinn hátt. 5. október 2016 14:45
Meðgönguljóð frumflytja nýja smásögu á Vísi Forlagið Meðgönguljóð færir út kvíarnar og hyggur á smásagna- og fræðiritaútgáfu. Ungskáldið Birkir Blær frumflytur hér smásöguna El Dorado. Liður í því að auka aðgengi almennings að bókmenntum í dagsins önn. 7. maí 2015 10:15
Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38
Meðgönguljóð fæðast "Okkur langaði að gera ljóð aðgengilegri," segir Sveinbjörg Bjarnadóttir bókaútgefandi. Hún er eigandi útgáfunnar Frú Stellu, sem sérhæfir sig í fagurbókmenntum. 21. nóvember 2012 12:35