Mikill meirihluti Ungverja hafnar kvótaflóttafólki nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 2. október 2016 21:31 Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Nordicphotos/AFP Ungverjar kusu um það í dag hvort þjóðin skyldi veita fámennum hópi flóttamanna hæli í landinu. 98 prósent þeirra sem greiddu atkvæði í kosningunni vildu hafna því að hleypa flóttamönnum inn í landið. Ungverjaland hefur tekið harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur hingað til ekki veitt einum einasta flóttamanni hæli. Ungverjar innleiddu lög í júlí á síðasta ári sem gerðu ólöglega inngöngu í landið refsiverða. Þeir hafa jafnframt gripið til þess ráðs að reisa 175 kílómetra girðingu við landamæri Ungverjalands og Serbíu til þess að koma í veg fyrir að flóttamenn ættu greiða leið inn í landið. Stefna Ungverja í innflytjendamálum hefur bakað þjóðinni miklar óvinsældir innan Evrópusambandsins. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgar lýsti því til að mynda yfir fyrir skömmu að hann vildi að Ungverjar myndu yfirgefa ESB vegna stefnu sinnar.Viktor Orban eyddi milljörðum í herferð gegn innflytjendumAtkvæðagreiðslan er hugarfóstur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Aðdragandi hennar er sá að Evrópusambandið gerði Ungverjalandi, ásamt öðrum ríkjum ESB, skylt að veita tilteknum fjölda flóttamanna hæli í landinu, sem í daglegu tali eru kallaðir kvótaflóttamenn. Ungverjum var gert að taka á móti 1.294 kvótaflóttamönnum sem verður að teljast lítill fjöldi en íbúar í Ungverjalandi eru um 9,8 milljónir. Orbán tilkynnti í febrúar að þjóðin skyldi fá að greiða atkvæði um ákvörðunina. Orbán hefur ekki farið í felur með skoðanir sínar varðandi flóttamannamál en hann er mikill andstæðingur þess að veita flóttamönnum frá miðausturlöndum hæli í Evrópu. Ríkisstjórn Orbáns hefur alls eytt um 5,1 milljarði króna í „upplýsandi kosningaherferð“ sem átti að sannfæra þjóðina um að kjósa gegn kvótaflóttamönnunum. Á sunnudaginn var skrifaði Orbán pistil í dagblaðið Magyar Idok þar sem hann sagði að „stjórnlausir fólksflutningar í miklum mæli fælu í sér mikla ógn. Þeir leggðu hinn friðsæla og örugga evrópska lífsstíl í hættu.“Atkvæðagreiðslan mögulega ógild Þótt 98 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað kvótaflóttamönnum er ekki enn komið í ljós hvort kosningin sé gild. Til þess að hún teljist gild þarf kjörsókn að vera 50 prósent en heimildir frá innanbúðum ríkisstjórnarinnar herma að kjörsóknin hafi líklegast ekki verið meiri en 45 prósent. Viktor Orbán hefur þó lýst því yfir að niðurstöðurnar séu „yfirþyrmandi“ og að augljóst væri að Evrópusambandið gæti ekki þvingað þjóðina til þess að taka á móti flóttamönnum. Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59 Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar. 14. september 2016 06:45 Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki Fleiri hundruð flóttamanna hafa reynt að komast í gegnum eða yfir girðinguna á landamærunum. 16. september 2015 14:13 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ungverjar kusu um það í dag hvort þjóðin skyldi veita fámennum hópi flóttamanna hæli í landinu. 98 prósent þeirra sem greiddu atkvæði í kosningunni vildu hafna því að hleypa flóttamönnum inn í landið. Ungverjaland hefur tekið harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur hingað til ekki veitt einum einasta flóttamanni hæli. Ungverjar innleiddu lög í júlí á síðasta ári sem gerðu ólöglega inngöngu í landið refsiverða. Þeir hafa jafnframt gripið til þess ráðs að reisa 175 kílómetra girðingu við landamæri Ungverjalands og Serbíu til þess að koma í veg fyrir að flóttamenn ættu greiða leið inn í landið. Stefna Ungverja í innflytjendamálum hefur bakað þjóðinni miklar óvinsældir innan Evrópusambandsins. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgar lýsti því til að mynda yfir fyrir skömmu að hann vildi að Ungverjar myndu yfirgefa ESB vegna stefnu sinnar.Viktor Orban eyddi milljörðum í herferð gegn innflytjendumAtkvæðagreiðslan er hugarfóstur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Aðdragandi hennar er sá að Evrópusambandið gerði Ungverjalandi, ásamt öðrum ríkjum ESB, skylt að veita tilteknum fjölda flóttamanna hæli í landinu, sem í daglegu tali eru kallaðir kvótaflóttamenn. Ungverjum var gert að taka á móti 1.294 kvótaflóttamönnum sem verður að teljast lítill fjöldi en íbúar í Ungverjalandi eru um 9,8 milljónir. Orbán tilkynnti í febrúar að þjóðin skyldi fá að greiða atkvæði um ákvörðunina. Orbán hefur ekki farið í felur með skoðanir sínar varðandi flóttamannamál en hann er mikill andstæðingur þess að veita flóttamönnum frá miðausturlöndum hæli í Evrópu. Ríkisstjórn Orbáns hefur alls eytt um 5,1 milljarði króna í „upplýsandi kosningaherferð“ sem átti að sannfæra þjóðina um að kjósa gegn kvótaflóttamönnunum. Á sunnudaginn var skrifaði Orbán pistil í dagblaðið Magyar Idok þar sem hann sagði að „stjórnlausir fólksflutningar í miklum mæli fælu í sér mikla ógn. Þeir leggðu hinn friðsæla og örugga evrópska lífsstíl í hættu.“Atkvæðagreiðslan mögulega ógild Þótt 98 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað kvótaflóttamönnum er ekki enn komið í ljós hvort kosningin sé gild. Til þess að hún teljist gild þarf kjörsókn að vera 50 prósent en heimildir frá innanbúðum ríkisstjórnarinnar herma að kjörsóknin hafi líklegast ekki verið meiri en 45 prósent. Viktor Orbán hefur þó lýst því yfir að niðurstöðurnar séu „yfirþyrmandi“ og að augljóst væri að Evrópusambandið gæti ekki þvingað þjóðina til þess að taka á móti flóttamönnum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59 Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar. 14. september 2016 06:45 Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki Fleiri hundruð flóttamanna hafa reynt að komast í gegnum eða yfir girðinguna á landamærunum. 16. september 2015 14:13 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59
Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar. 14. september 2016 06:45
Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki Fleiri hundruð flóttamanna hafa reynt að komast í gegnum eða yfir girðinguna á landamærunum. 16. september 2015 14:13