Gefum þeim raunverulegt val um nám Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Þegar ungmenni velja nám að loknum grunnskóla liggur beinast við að fara hina hefðbundnu bóknámsleið. Ekki endilega vegna þess að áhugi flestra liggi á því sviði né heldur vegna þess að það eigi svo afskaplega vel við flesta, heldur vegna þess að þar hafa allar áherslur samfélagsins legið. Virðingin fyrir bóknámi er mikil og ekkert nema gott um það að segja. Sú virðing hefur hins vegar varpað skugga á aðra kosti, eins og starfsnám. Starfsnámið hefur því átt undir högg að sækja og námsframboð dregist saman.Hlutverk grunnskólans Í grunnskóla er meginhluti náms bóknám, þar sem kennsluformið er einfalt og beinn kostnaður liggur helst í námsbókunum sjálfum. Það er dýrara og flóknara að halda uppi verkgreinum. En grunnskólinn ætti að vera sá vettvangur sem ýtir undir fjölbreyttar leiðir í námi og tekur þannig mið af fjölbreytileika atvinnulífsins. Reyndin er að ungmenni finna sér ekki farveg, þau fá ekki stuðning í skólaumhverfinu til að efla sig innan síns áhugasviðs nema að mjög takmörkuðu leyti og skólarnir eru ekki allir í stakk búnir til að bregðast við. Viljann skortir ekki, heldur fjármagnið til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.Hvernig má gera betur? Stjórnvöld í nánum tengslum við atvinnulífið hafa gullið tækifæri til að taka á þessum vanda og styðja betur við menntastofnanir til framkvæmda og fjölbreytileika í námsframboði. Það skiptir öllu að við lok grunnskóla hafi ungmenni raunveruleg tækifæri til að velja þær námsbrautir sem styðja við áhugasvið og löngun til menntunar. Við þurfum að breyta núverandi kerfi, því aðeins þannig getum við vonast til að stemma stigu við brottfalli framhaldsskólanema. Allt of margir fara af stað í nám án þess að vita í raun hvert stefnir, því námið snertir ekki á þeirra áhugasviði og sterku hliðum. Ein lausnin gæti verið sú að strax við fyrsta námsár í framhaldsskóla fari ungmenni að stunda nám á þeim vettvangi sem hugur þeirra leitar til hvað varðar starfsval. Starfsnámið væri því raunverulegur kostur strax við upphaf framhaldsskólagöngu. Þessi ungmenni gætu sett sér framtíðarsýn sem byggir á getu og áhuga á að taka virkan þátt í samfélaginu út frá eigin styrkleikum og hæfni. Það falla ekki allir inn í bóknámsformið – og þurfa alls ekki að gera það.Tími til framkvæmda Umræðan hefur verið mikil og gagnleg en nú er komið að því að framkvæma og endurskapa. Við verðum að gera starfsmenntun hærra undir höfði og leita leiða til að ungmenni geti valið sig inn á áhugasviðið sitt við upphaf framhaldsskólagöngu. Strax, en ekki eftir eins til tveggja ára bóknámstímabil sem hefur þær afleiðingar að hópur ungmenna gefst upp vegna þess að þeim er ekki mætt út frá þeirra eigin styrkleikum. Þau fyllast vonleysi og uppgjöf. Ávinningur af breyttum áherslum er mikill fyrir einstaklingana, en ekki síður fyrir atvinnulífið og þær starfsgreinar sem við byggjum samfélag okkar á. Þegar skrefið er tekið til fulls og kerfið fær þann kjark sem þarf til breytinga þá fyrst getum við talað um að starfsnám fái þá viðurkenningu sem við viljum að allt nám njóti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Þegar ungmenni velja nám að loknum grunnskóla liggur beinast við að fara hina hefðbundnu bóknámsleið. Ekki endilega vegna þess að áhugi flestra liggi á því sviði né heldur vegna þess að það eigi svo afskaplega vel við flesta, heldur vegna þess að þar hafa allar áherslur samfélagsins legið. Virðingin fyrir bóknámi er mikil og ekkert nema gott um það að segja. Sú virðing hefur hins vegar varpað skugga á aðra kosti, eins og starfsnám. Starfsnámið hefur því átt undir högg að sækja og námsframboð dregist saman.Hlutverk grunnskólans Í grunnskóla er meginhluti náms bóknám, þar sem kennsluformið er einfalt og beinn kostnaður liggur helst í námsbókunum sjálfum. Það er dýrara og flóknara að halda uppi verkgreinum. En grunnskólinn ætti að vera sá vettvangur sem ýtir undir fjölbreyttar leiðir í námi og tekur þannig mið af fjölbreytileika atvinnulífsins. Reyndin er að ungmenni finna sér ekki farveg, þau fá ekki stuðning í skólaumhverfinu til að efla sig innan síns áhugasviðs nema að mjög takmörkuðu leyti og skólarnir eru ekki allir í stakk búnir til að bregðast við. Viljann skortir ekki, heldur fjármagnið til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.Hvernig má gera betur? Stjórnvöld í nánum tengslum við atvinnulífið hafa gullið tækifæri til að taka á þessum vanda og styðja betur við menntastofnanir til framkvæmda og fjölbreytileika í námsframboði. Það skiptir öllu að við lok grunnskóla hafi ungmenni raunveruleg tækifæri til að velja þær námsbrautir sem styðja við áhugasvið og löngun til menntunar. Við þurfum að breyta núverandi kerfi, því aðeins þannig getum við vonast til að stemma stigu við brottfalli framhaldsskólanema. Allt of margir fara af stað í nám án þess að vita í raun hvert stefnir, því námið snertir ekki á þeirra áhugasviði og sterku hliðum. Ein lausnin gæti verið sú að strax við fyrsta námsár í framhaldsskóla fari ungmenni að stunda nám á þeim vettvangi sem hugur þeirra leitar til hvað varðar starfsval. Starfsnámið væri því raunverulegur kostur strax við upphaf framhaldsskólagöngu. Þessi ungmenni gætu sett sér framtíðarsýn sem byggir á getu og áhuga á að taka virkan þátt í samfélaginu út frá eigin styrkleikum og hæfni. Það falla ekki allir inn í bóknámsformið – og þurfa alls ekki að gera það.Tími til framkvæmda Umræðan hefur verið mikil og gagnleg en nú er komið að því að framkvæma og endurskapa. Við verðum að gera starfsmenntun hærra undir höfði og leita leiða til að ungmenni geti valið sig inn á áhugasviðið sitt við upphaf framhaldsskólagöngu. Strax, en ekki eftir eins til tveggja ára bóknámstímabil sem hefur þær afleiðingar að hópur ungmenna gefst upp vegna þess að þeim er ekki mætt út frá þeirra eigin styrkleikum. Þau fyllast vonleysi og uppgjöf. Ávinningur af breyttum áherslum er mikill fyrir einstaklingana, en ekki síður fyrir atvinnulífið og þær starfsgreinar sem við byggjum samfélag okkar á. Þegar skrefið er tekið til fulls og kerfið fær þann kjark sem þarf til breytinga þá fyrst getum við talað um að starfsnám fái þá viðurkenningu sem við viljum að allt nám njóti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar