Lauma Brexit inn í Football Manager á lúmskan hátt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2016 16:23 Brexit er umdeilt, nú sem endranær. Vísir/EPA Framleiðendur knattspyrnuleiksins Football Manager hafa þurft að glíma við afleiðingar Brexit, væntanlegri úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu á ýmsa vegu. Það sama má segja um væntanlega spilara Football Manager 2017 sem kemur út í byrjun nóvember. Telja framleiðendurnir að það hafi verið ómögulegt að hunsa áhrif Brexit á breskt þjóðfélag í leiknum sjálfum og tóku þeir því ákvörðun að láta Brexit verða að raunveruleika. Leikurinn reyni að endurspegla knattspyrnuheiminn og því hafi ekki verið hægt að láta eins og Brexit hafi ekki gerst. Miles Jacobson, yfirmaður Sports Interactive, sem framleiðir leikinn segir að framleiðendurnir hafi velt því fyrir sér að láta Brexit gerast á einn ákveðinn hátt fyrir alla spilara leiksins. Þeim hafi þó ekki fundist það rétt og því hafi þeir ákveðið að búa til nokkra mismunandi möguleika.#FM17 | The various scenarios of #Brexit will be simulated in Football Manager 2017 https://t.co/qOWoDc0wUy pic.twitter.com/g3t8o8KrSg— Football Manager (@FootballManager) October 18, 2016 Brexit virkjast hjá öllum spilurum á fyrstu tveimur til tíu árunum í leiknum en spilarar munu þó ekki endilega fá sömu niðurstöðuna í hvert sinn. Nokkrar útgáfur af Brexit verða innbyggðar í leikinn og þar á meðal ein þar sem Skotland lýsir yfir sjálfstæði líkt og má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Mun þetta hafa mikil áhrif á þá sem vilja spila með bresk lið en fari allt á versta veg munu leikmenn leiksins utan Bretlands þurfa á atvinnuleyfi til þess að spila með liðum á Bretlandi. Önnur útgáfa líkir eftir svoköllluðu „mjúku“ Brexit þar sem dregið er úr áhrifum Brexit. Það er því ljóst að um talsverða breytingu er að ræða en Football Manager er einn af vinsælustu tölvuleikjum heims og er útgáfunnar beðið með eftirvæntingu hvert ár. Stutt er í að leikurinn komi út en hér að neðan má sjá myndband þar sem allar helstu nýjungar leiksins eru kynntar. Brexit Leikjavísir Tengdar fréttir Skotar leggja fram tillögu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon segist staðráðin í að láta Skota taka afstöðu til sjálfstæðis áður en Bretlands yfirgefur ESB. 13. október 2016 10:39 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Framleiðendur knattspyrnuleiksins Football Manager hafa þurft að glíma við afleiðingar Brexit, væntanlegri úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu á ýmsa vegu. Það sama má segja um væntanlega spilara Football Manager 2017 sem kemur út í byrjun nóvember. Telja framleiðendurnir að það hafi verið ómögulegt að hunsa áhrif Brexit á breskt þjóðfélag í leiknum sjálfum og tóku þeir því ákvörðun að láta Brexit verða að raunveruleika. Leikurinn reyni að endurspegla knattspyrnuheiminn og því hafi ekki verið hægt að láta eins og Brexit hafi ekki gerst. Miles Jacobson, yfirmaður Sports Interactive, sem framleiðir leikinn segir að framleiðendurnir hafi velt því fyrir sér að láta Brexit gerast á einn ákveðinn hátt fyrir alla spilara leiksins. Þeim hafi þó ekki fundist það rétt og því hafi þeir ákveðið að búa til nokkra mismunandi möguleika.#FM17 | The various scenarios of #Brexit will be simulated in Football Manager 2017 https://t.co/qOWoDc0wUy pic.twitter.com/g3t8o8KrSg— Football Manager (@FootballManager) October 18, 2016 Brexit virkjast hjá öllum spilurum á fyrstu tveimur til tíu árunum í leiknum en spilarar munu þó ekki endilega fá sömu niðurstöðuna í hvert sinn. Nokkrar útgáfur af Brexit verða innbyggðar í leikinn og þar á meðal ein þar sem Skotland lýsir yfir sjálfstæði líkt og má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Mun þetta hafa mikil áhrif á þá sem vilja spila með bresk lið en fari allt á versta veg munu leikmenn leiksins utan Bretlands þurfa á atvinnuleyfi til þess að spila með liðum á Bretlandi. Önnur útgáfa líkir eftir svoköllluðu „mjúku“ Brexit þar sem dregið er úr áhrifum Brexit. Það er því ljóst að um talsverða breytingu er að ræða en Football Manager er einn af vinsælustu tölvuleikjum heims og er útgáfunnar beðið með eftirvæntingu hvert ár. Stutt er í að leikurinn komi út en hér að neðan má sjá myndband þar sem allar helstu nýjungar leiksins eru kynntar.
Brexit Leikjavísir Tengdar fréttir Skotar leggja fram tillögu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon segist staðráðin í að láta Skota taka afstöðu til sjálfstæðis áður en Bretlands yfirgefur ESB. 13. október 2016 10:39 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Skotar leggja fram tillögu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon segist staðráðin í að láta Skota taka afstöðu til sjálfstæðis áður en Bretlands yfirgefur ESB. 13. október 2016 10:39