Hótaði því að láta myrða stuðningsmenn Inter Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. október 2016 22:15 Mauro Icardi með bókina sem hefur gert allt vitlaust. vísir/getty Þó svo fjölmargir stuðningsmenn Inter séu æfir út í leikmann liðsins, Mauro Icardi, þá mun hann halda fyrirliðabandinu hjá félaginu. Það staðfesti Inter í dag en mikil pressa var á félaginu að taka bandið af honum eftir mjög umdeildan kafla í ævisögu hans en bókin er nýkomin út. Þar rifjar Icardi upp atvik frá leiktíðinni 2014-15. Þá tapaði liðið á útivelli gegn Cagliari, 3-1. Eftir leikinn fór Icardi ásamt einum liðsfélaga sínum til þess að ræða við harðkjarna stuðningsmenn liðsins, Svokallaða Ultraz. Hann afhenti einum ungum stuðningsmanni treyjuna sína eftir spjallið en fékk hana svo aftur í bakið. Þá varð fjandinn laus. „Það var alger synd að einn Ultraz-gaurinn skildi taka treyjuna af krakkanum og kasta henni aftur í mig. Ég brjálaðist er hann gerði það. Mig langaði að kýla gaurinn sem kastaði treyjunni,“ skrifaði Icardi í bók sína og hélt áfram. „Ég fór að móðga manninn. Kallaði hann aumingja og öðrum illum nöfnum. Sagði hann ætti að skammast sín sem og allir aðrir sem voru þarna. Þá varð allt vitlaust. Er ég kom inn í klefann á eftir var tekið á móti mér sem hetju.“ Forráðamenn Inter höfðu áhyggjur af þessu og óttuðust að einhverjir stuðningsmannanna myndu reyna að sitja fyrir leikmanninum heima hjá honum. „Ég sagðist vera tilbúinn að mæta þeim öllum. Þeir vita kannski ekki að ég ólst upp í einu versta hverfi Suður-Ameríku þar sem morð var daglegt brauð. Hvað eru þeir margir? 100? 200? Skiptir engu máli. Ég mun bara koma með 100 glæpamenn frá Argentínu sem munu drepa þá á staðnum.“ Þessi kafli er augljóslega búinn að gera allt brjálað hjá stuðningsmönnunum og þeir eru vafalítið ekki kátir með að Icardi haldi fyrirliðabandinu. Hann mun þó þurfa að greiða sekt. Ítalski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Þó svo fjölmargir stuðningsmenn Inter séu æfir út í leikmann liðsins, Mauro Icardi, þá mun hann halda fyrirliðabandinu hjá félaginu. Það staðfesti Inter í dag en mikil pressa var á félaginu að taka bandið af honum eftir mjög umdeildan kafla í ævisögu hans en bókin er nýkomin út. Þar rifjar Icardi upp atvik frá leiktíðinni 2014-15. Þá tapaði liðið á útivelli gegn Cagliari, 3-1. Eftir leikinn fór Icardi ásamt einum liðsfélaga sínum til þess að ræða við harðkjarna stuðningsmenn liðsins, Svokallaða Ultraz. Hann afhenti einum ungum stuðningsmanni treyjuna sína eftir spjallið en fékk hana svo aftur í bakið. Þá varð fjandinn laus. „Það var alger synd að einn Ultraz-gaurinn skildi taka treyjuna af krakkanum og kasta henni aftur í mig. Ég brjálaðist er hann gerði það. Mig langaði að kýla gaurinn sem kastaði treyjunni,“ skrifaði Icardi í bók sína og hélt áfram. „Ég fór að móðga manninn. Kallaði hann aumingja og öðrum illum nöfnum. Sagði hann ætti að skammast sín sem og allir aðrir sem voru þarna. Þá varð allt vitlaust. Er ég kom inn í klefann á eftir var tekið á móti mér sem hetju.“ Forráðamenn Inter höfðu áhyggjur af þessu og óttuðust að einhverjir stuðningsmannanna myndu reyna að sitja fyrir leikmanninum heima hjá honum. „Ég sagðist vera tilbúinn að mæta þeim öllum. Þeir vita kannski ekki að ég ólst upp í einu versta hverfi Suður-Ameríku þar sem morð var daglegt brauð. Hvað eru þeir margir? 100? 200? Skiptir engu máli. Ég mun bara koma með 100 glæpamenn frá Argentínu sem munu drepa þá á staðnum.“ Þessi kafli er augljóslega búinn að gera allt brjálað hjá stuðningsmönnunum og þeir eru vafalítið ekki kátir með að Icardi haldi fyrirliðabandinu. Hann mun þó þurfa að greiða sekt.
Ítalski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira