

Kvíði - Ekkert smámál
Loksins geðheilbrigðisstefna
Í vor samþykkti Alþingi geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun á grundvelli þingsályktunar sem ég flutti. Þar er m.a. annars lagt til að framboð sálfræðiþjónustu í heilsugæslu verði aukið, komið verði á fót geðheilsuteymum, barna- og unglingageðdeild Landspítala verði styrkt og einnig að stuðningur við börn sem eiga foreldra með geðvanda verði aukinn.
Næstu skref
Geðheilbrigðisstefnan er mikilvægt skref en við í Samfylkingunni viljum gera miklu betur. Við ætlum að stórauka fjármagn til heilsugæslunnar svo að m.a. verði hægt að sinna geðheilbrigðisþjónustu betur með fjölbreyttum meðferðarúrræðum. Um þriðjungur þeirra sem leita til heilsugæslunnar glíma við tilfinningavanda.
Oft er lausnin sú að skrifa upp á geðlyf því skortur er á ódýrum meðferðarúrræðum. Andleg vanlíðan er ekki lúxusvandamál heldur veruleiki fjölmargra. Þá munum við setja fjármuni í að ráða sálfræðinga í alla framhaldsskóla sem veiti ókeypis þjónustu í samræmi við þingsályktun sem ég lagði fram en komst ekki á dagskrá þingsins. Við munum einnig vinna markvisst að því að stytta biðlista barna og fullorðinna eftir greiningu og tryggja viðeigandi þjónustu í kjölfarið. Tíminn sem beðið er eftir greiningu er erfiður og það er algjörlega óþolandi að fjöldinn allur af fólki búi við skert lífsgæði um mánaða og árabil vegna langra biðlista.
Með því að veita fólki ódýra og góða þjónustu snemma má koma í veg fyrir ýmsa líkamlega kvilla, brotthvarf úr skóla, fíknisjúkdóma og draga úr örorku. Áætlanir Samfylkingarinnar kosta peninga en í raun eru þetta smáaurar þegar litið er til þess samfélagslega ábata sem aukin vellíðan og hamingja fela í sér.
Skoðun

Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna
Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám!
Davíð Bergmann skrifar

Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi
Sævar Helgi Lárusson skrifar

Hvað er að frétta af humrinum?
Jónas Páll Jónasson skrifar

Þeir greiða sem njóta, eða hvað?
Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar

Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri
Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar

Sigrar og raunir íslenska hestsins
Elín Íris Fanndal skrifar

Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina
Heimir Már Pétursson skrifar

Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin
Kjartan Ágústsson skrifar

Hittumst á rauðum sokkum 1. maí
Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Mikilvægi orkuspáa
Ingvar Júlíus Baldursson skrifar

Þegar innflutningurinn ræður ríkjum
Anton Guðmundsson skrifar

Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann?
Steinar Björgvinsson skrifar

Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Konur og menntun
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki
Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar

Hanna Katrín og Co, koma til bjargar
Björn Ólafsson skrifar

Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu
Jóhann Helgi Stefánsson skrifar

Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg…
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg…
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er útlegð á innleið?
Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar

Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju
Þorkell J. Steindal skrifar

Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Skólarnir lokaðir - myglan vinnur
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Flokkur fólksins eða flokkun fólksins?
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi?
Sævar Þór Jónsson skrifar

Horfumst í augu
Kristín Thoroddsen skrifar