Steven Gerrard fékk flest atkvæði þegar áhorfendur Sky Sports gátu kosið á milli 50 leikmanna Liverpool og Manchester United um hver væri besti leikmaður liðanna frá upphafi.
Mikil spenna er fyrir leik Liverpool og Manchester United á Anfield annað kvöld. Sky Sports setti saman lista yfir 50 bestu leikmenn liðanna frá upphafi þar sem hvort lið átti 25 leikmenn. Hægt var að kjósa á heimasíðu Sky Sports og er óhætt að segja að niðurstöðurnar séu áhugaverðar.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool til margra ára, fékk flest atkvæði allra eða 49.000 talsins og fast á hæla honum kom Luis Suarez með yfir 40.000 atkvæði.
Cristiano Ronaldo og Paul Scholes koma í næstu sætum þar á eftir en athygli vekur að Ryan Giggs sem varð Englandsmeistari í alls þrettán skipti með United er aðeins í 5.sæti í könnuninni en hann var valinn rúmlega 30.000 sinnum af lesendum Sky Sports í þessari könnun.
Philippe Coutinho, Daniel Sturridge, Michael Carrick og Lucas Leiva eru einu leikmennirnir á listanum sem enn eru að spila með liðunum.
Athygli vekur að Jamie Carragher endar sjö sætum fyrir ofan félaga sinn Gary Neville en þeir hafa verið sérfræðingar hjá sjónvarpsstöðinni í nokkur ár og átt margar eftirminnilegar umræður um ensku deildina, ekki síst um liðin sem þeir léku með til fjölda ára.
Leikur Liverpool og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19:00 annað kvöld.
Gerrard valinn bestur framyfir Giggs og Ronaldo
Smári Jökull Jónsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn