Fram vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Gróttu í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.
Liðin mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins í fyrra þar sem Gróttustelpur höfðu betur og fóru á endanum alla leið og unnu Íslandsbikarinn eftir úrslitaeinvígi gegn Stjörnunni.
Leikurinn í dag var jafn allan tímann og skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Í hálfleik var staðan 10-9 fyrir gestina.
Í síðari hálfleiknum hélt spennan áfram. Fram komst í tveggja marka forystu í fyrsta sinn í stöðunni 16-14 og þann mun náði Grótta ekki að brúa.
Lokatölur urðu 20-19 og heldur Fram því toppsætinu en tapleikurinn var sá fjórði hjá Gróttu í vetur sem er komin í töluverð vandræði í neðri hluta deildarinnar.
Steinunn Björnsdóttir var markahæst heimastúlkna með 7 mörk og Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 4. Hjá Gróttu skoraði Sunna María Einarsdóttir 7 mörk og Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6.
Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 11 skot í marki Fram og Selma Þóra Jóhannsdóttir 15 skot í marki Gróttu.
Fram vann gegn meisturunum
Smári Jökull Jónsson skrifar

Mest lesið




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti


Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn



