Milos verður áfram í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. október 2016 08:00 Milos Milojevic verður áfram þjálfari Víkings. vísir/ernir Milos Milojevic, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, verður áfram í Víkinni, en hann hefur staðfest samning sinn við Fossvogsfélagið út næstu leiktíð. Orðrómar voru uppi um að Serbinn gæti verið á förum en nú er ljóst að hann verður áfram. Hann fékk samningstilboð frá heimalandi sínu en ákvað frekar að halda áfram störfum í Víkinni. Milos kom til Víkings sem leikmaður árið 2010 en gerðist aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar árið 2013. Saman komu þeir liðinu upp í Pepsi-deildina og í Evrópu í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið náði þriðja sæti sumarið 2014. Serbinn, sem er 34 ára gamall, tók einn við liðinu á miðju sumri í fyrra þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli á síðustu leiktíð og bætti svo stigamet félagsins í efstu deild í ár þegar það safnaði 32 stigum.Milos þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann eftir að Helgi Sigurðsson tók við Fylki.vísir/ernirStefnan sett hátt „Ég var með samning við Víking og vildi ekki ræða við nein félög áður en ég settist niður með stjórn Víkings og fór yfir næsta tímabil og hvað gekk upp og hvað ekki í sumar,“ segir Milos í samtali við Vísi. „Ég tel mig eiga ýmislegt eftir óklárað hjá Víkingi og því vildi ég ganga frá þessum málum áður en ég fer erlendis.“ Milos setti stefnuna á Evrópusæti á síðustu leiktíð sem gekk ekki upp en liðið hafnaði í sjöunda sæti. Hann heldur áfram að miða á skýin að eigin sögn og segist fá stuðning til þess. „Stefnan hjá mér verður alltaf sett eins hátt og mögulegt er. Ég hef fengið loforð stjórnar Víkings að ég fæ stuðning til þess að reyna að ná markmiðum mínum og félagsins,“ segir Milos sem missti aðstoðarþjálfarann sinn, Helga Sigurðsson, í Árbæinn í gær. „Helga verður sárt saknað og ekki síst vegna þess að hann er sannur Víkingur. Ég er samt stoltur þegar mínir samstarfsmenn og/eða leikmenn standa sig á öðrum stöðum þannig ég óska honum alls hins besta og vil bara þakka honum fyrir samstarfið. Það kemur samt maður í manns stað og enginn er ómissandi í þessum bransa,“ segir Milos. Milos segist vera að líta í kringum sig eftir nýjum aðstoðarmanni en hann er búinn að fá símtal frá nokkrum góðum þjálfurum sem vilja starfa með honum. „Þjálfarateymið verður líka stækkað því við erum að koma inn með styrktarþjálfara. Við verðum því fjórir í teyminu með mér, nýjum aðstoðarmanni og markvarðaþjálfaranum Hajrudin Cardaklija,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, verður áfram í Víkinni, en hann hefur staðfest samning sinn við Fossvogsfélagið út næstu leiktíð. Orðrómar voru uppi um að Serbinn gæti verið á förum en nú er ljóst að hann verður áfram. Hann fékk samningstilboð frá heimalandi sínu en ákvað frekar að halda áfram störfum í Víkinni. Milos kom til Víkings sem leikmaður árið 2010 en gerðist aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar árið 2013. Saman komu þeir liðinu upp í Pepsi-deildina og í Evrópu í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið náði þriðja sæti sumarið 2014. Serbinn, sem er 34 ára gamall, tók einn við liðinu á miðju sumri í fyrra þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli á síðustu leiktíð og bætti svo stigamet félagsins í efstu deild í ár þegar það safnaði 32 stigum.Milos þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann eftir að Helgi Sigurðsson tók við Fylki.vísir/ernirStefnan sett hátt „Ég var með samning við Víking og vildi ekki ræða við nein félög áður en ég settist niður með stjórn Víkings og fór yfir næsta tímabil og hvað gekk upp og hvað ekki í sumar,“ segir Milos í samtali við Vísi. „Ég tel mig eiga ýmislegt eftir óklárað hjá Víkingi og því vildi ég ganga frá þessum málum áður en ég fer erlendis.“ Milos setti stefnuna á Evrópusæti á síðustu leiktíð sem gekk ekki upp en liðið hafnaði í sjöunda sæti. Hann heldur áfram að miða á skýin að eigin sögn og segist fá stuðning til þess. „Stefnan hjá mér verður alltaf sett eins hátt og mögulegt er. Ég hef fengið loforð stjórnar Víkings að ég fæ stuðning til þess að reyna að ná markmiðum mínum og félagsins,“ segir Milos sem missti aðstoðarþjálfarann sinn, Helga Sigurðsson, í Árbæinn í gær. „Helga verður sárt saknað og ekki síst vegna þess að hann er sannur Víkingur. Ég er samt stoltur þegar mínir samstarfsmenn og/eða leikmenn standa sig á öðrum stöðum þannig ég óska honum alls hins besta og vil bara þakka honum fyrir samstarfið. Það kemur samt maður í manns stað og enginn er ómissandi í þessum bransa,“ segir Milos. Milos segist vera að líta í kringum sig eftir nýjum aðstoðarmanni en hann er búinn að fá símtal frá nokkrum góðum þjálfurum sem vilja starfa með honum. „Þjálfarateymið verður líka stækkað því við erum að koma inn með styrktarþjálfara. Við verðum því fjórir í teyminu með mér, nýjum aðstoðarmanni og markvarðaþjálfaranum Hajrudin Cardaklija,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59
Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45