Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson gerðist aðstoðarmaður Milosar Milojevic á miðju sumri í fyrra en kveður nú Víkina fyrir Árbæinn. vísir/ernir „Ég er rosalega stoltur af því að Fylkir treysti mér fyrir þessu verkefni,“ segir Helgi Sigurðsson í samtali við Vísi en hann var í morgun ráðinn þjálfari Árbæjarliðsins til næstu þriggja ára eins og Vísir greindi frá. Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í haust eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild. Helgi segir að tveir dagar séu síðan Fylkismenn höfðu fyrst samband en þeir virtust heillast af því sem Víkingurinn sagði á símafundi þar sem hann var staddur erlendis. „Maður var með nokkra menn á línunni. Ég sagði mínar skoðanir og hvað ég vildi gera,“ segir Helgi sem hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Víkingi og Fram undanfarin ár. „Ég er metnaðarfullur maður og það minnkaði ekkert eftir árangurinn í sumar með þriðja flokkinn,“ segir Helgi sem gerði 3. flokk Víkings að Íslandsmeisturum. „Ég var aðstoðarþjálfari hjá Ólafi Þórðarsyni og núna síðast með Milos undanfarið eitt og hálft ár. Mig var farið að kitla í að taka næsta skref í þessu og standa á eigin fótum.“Áður komið liðum upp Helgi þekkir það ágætlega að koma liðum upp úr næst efstu deild en það gerði hann sem leikmaður Fram árið 2006 og Víkings 2010. Nú þarf hann að koma Fylkismönnum upp af hliðarlínunni. „Fyrst og fremst er markmiðið að koma Fylki aftur upp í Pepsi-deildina. Félagið er 50 ára á næsta ári og því mun ég gera allt sem ég get til að gera sumarið skemmtilegt,“ segir Helgi. „Númer eitt, tvö og þrjú þarf maður að hafa gott lið til þess að ná árangri og þetta Fylkislið er gott. Þarna eru spennandi leikmenn með mikla reynslu sem hafa spilað lengi saman. Ef ég næ að búa til gott lið upp úr þessum hópi verðum við til alls líklegir.“ Helgi er staddur erlendis með fjölskyldunni í sumarfríi eftir langt og strangt sumar í Víkinni en lítið verður úr fríinu núna þar sem hann þarf að fara að skoða leikmannamálin. „Það verður eitthvað lítið úr þessu fríi. Maður getur samt alltaf verið í fríi en maður fær ekki alltaf svona tækifæri. Ég á skilningsríka fjölskyldu þannig þetta verður allt í lagi,“ segir Helgi Sigurðsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Ég er rosalega stoltur af því að Fylkir treysti mér fyrir þessu verkefni,“ segir Helgi Sigurðsson í samtali við Vísi en hann var í morgun ráðinn þjálfari Árbæjarliðsins til næstu þriggja ára eins og Vísir greindi frá. Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í haust eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild. Helgi segir að tveir dagar séu síðan Fylkismenn höfðu fyrst samband en þeir virtust heillast af því sem Víkingurinn sagði á símafundi þar sem hann var staddur erlendis. „Maður var með nokkra menn á línunni. Ég sagði mínar skoðanir og hvað ég vildi gera,“ segir Helgi sem hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Víkingi og Fram undanfarin ár. „Ég er metnaðarfullur maður og það minnkaði ekkert eftir árangurinn í sumar með þriðja flokkinn,“ segir Helgi sem gerði 3. flokk Víkings að Íslandsmeisturum. „Ég var aðstoðarþjálfari hjá Ólafi Þórðarsyni og núna síðast með Milos undanfarið eitt og hálft ár. Mig var farið að kitla í að taka næsta skref í þessu og standa á eigin fótum.“Áður komið liðum upp Helgi þekkir það ágætlega að koma liðum upp úr næst efstu deild en það gerði hann sem leikmaður Fram árið 2006 og Víkings 2010. Nú þarf hann að koma Fylkismönnum upp af hliðarlínunni. „Fyrst og fremst er markmiðið að koma Fylki aftur upp í Pepsi-deildina. Félagið er 50 ára á næsta ári og því mun ég gera allt sem ég get til að gera sumarið skemmtilegt,“ segir Helgi. „Númer eitt, tvö og þrjú þarf maður að hafa gott lið til þess að ná árangri og þetta Fylkislið er gott. Þarna eru spennandi leikmenn með mikla reynslu sem hafa spilað lengi saman. Ef ég næ að búa til gott lið upp úr þessum hópi verðum við til alls líklegir.“ Helgi er staddur erlendis með fjölskyldunni í sumarfríi eftir langt og strangt sumar í Víkinni en lítið verður úr fríinu núna þar sem hann þarf að fara að skoða leikmannamálin. „Það verður eitthvað lítið úr þessu fríi. Maður getur samt alltaf verið í fríi en maður fær ekki alltaf svona tækifæri. Ég á skilningsríka fjölskyldu þannig þetta verður allt í lagi,“ segir Helgi Sigurðsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti