Taílandskonungur alvarlega veikur Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. október 2016 07:00 Konur bíða fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Taílandskonungur er sagður berjast fyrir lífi sínu . Nordicphotos/AFP Bhumibol Aduljadei, hinn 88 ára gamli konungur Taílands, hefur verið alvarlega veikur undanfarið og eru Taílendingar farnir að búa sig undir dauða hans. Hann hefur verið konungur síðan 1946, eða í heil sjötíu ár, lengur en nokkur annar núlifandi þjóðhöfðingi í veröldinni. Fyrir nokkrum dögum var í fyrsta sinn skýrt frá því opinberlega að konungurinn hefði verið á sjúkrahúsi meira eða minna allt árið. Á laugardaginn þurfti hann að fara í blóðskilun vegna nýrnabilunar. Upplýsingar frá konungshöllinni eru samt enn af skornum skammti þannig að hvorki almenningur né fjölmiðlar vita mikið um raunverulegt heilsufarsástand konungsins. Konungurinn nýtur mikilla vinsælda í Taílandi og þar varðar hreinlega við lög að hallmæla honum. Hann hefur með vissum hætti tryggt stöðugleika í landinu alla sína löngu stjórnartíð þrátt fyrir tíðar byltingar og ólgu í stjórnmálum. Arftaki hans verður sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, sem er 64 ára gamall en nýtur engan veginn sömu vinsælda og faðir hans. Hann þykir frekar óútreiknanlegur. Einhverjir vonast til þess að Bhumibol konungur hafi séð til þess að í stað krónprinsins muni Sirindhorn, dóttir konungsins og systir prinsins, taka við. Sá núlifandi þjóðhöfðingi, sem kemst næst Bhumibol Taílandskonungi hvað varðar lengd valdatíma, er Elísabet Bretadrottning sem tók við völdum árið 1952. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Bhumibol Aduljadei, hinn 88 ára gamli konungur Taílands, hefur verið alvarlega veikur undanfarið og eru Taílendingar farnir að búa sig undir dauða hans. Hann hefur verið konungur síðan 1946, eða í heil sjötíu ár, lengur en nokkur annar núlifandi þjóðhöfðingi í veröldinni. Fyrir nokkrum dögum var í fyrsta sinn skýrt frá því opinberlega að konungurinn hefði verið á sjúkrahúsi meira eða minna allt árið. Á laugardaginn þurfti hann að fara í blóðskilun vegna nýrnabilunar. Upplýsingar frá konungshöllinni eru samt enn af skornum skammti þannig að hvorki almenningur né fjölmiðlar vita mikið um raunverulegt heilsufarsástand konungsins. Konungurinn nýtur mikilla vinsælda í Taílandi og þar varðar hreinlega við lög að hallmæla honum. Hann hefur með vissum hætti tryggt stöðugleika í landinu alla sína löngu stjórnartíð þrátt fyrir tíðar byltingar og ólgu í stjórnmálum. Arftaki hans verður sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, sem er 64 ára gamall en nýtur engan veginn sömu vinsælda og faðir hans. Hann þykir frekar óútreiknanlegur. Einhverjir vonast til þess að Bhumibol konungur hafi séð til þess að í stað krónprinsins muni Sirindhorn, dóttir konungsins og systir prinsins, taka við. Sá núlifandi þjóðhöfðingi, sem kemst næst Bhumibol Taílandskonungi hvað varðar lengd valdatíma, er Elísabet Bretadrottning sem tók við völdum árið 1952. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira