Toyota og Suzuki tilkynna samstarf Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2016 15:39 Tveir japanskir bílaframleiðendur bindast böndum. Forstjórar Toyota og Suzuki tilkynntu í dag um samstarf við þróun nýrra bíla sinna. Með því spara bæði fyrirtækin þróunarkostnað og verða samkeppnishæfari við aðra bílaframleiðendur. Þróunarsamstarf meðal bílaframleiðenda hefur aukist mjög á síðustu árum til að ná samkeppnisforskoti. Toyota er ekki þekkt fyrir að eiga í miklu samstarfi við aðra bílaframleiðendur, en er þó að þróa sportbíl með BMW og á auk þess í miklu samstarfi við Daihatsu gegnum eignarhald á fyrirtækinu. Toyota hefur reyndar viðurkennt að á mörgum sviðum sé fyrirtækið á eftir í þróun tæknibúnaðar og nefnir þar öryggismál, sparneytni og mengunarmál, afþreyingarkerfi, sjálfakandi bíla og vetnisvæðingu. Toyota ætlar að vinna að bótum á þessum sviðum með Suzuki og dreifa kostnaðinum við það með því samstarfi. Það var að frumkvæði Suzuki sem af þessu samstarfi fyrirtækjanna tveggja varð. Toyota hefur einnig hug á að þeirri tækni sem Suzuki býr að við smíð mjög smárra bíla fyrir Indlands- og Japansmarkað. Suzuki dró sig af bílamarkaði í Bandaríkjunum árið 2013 og einbeitti sér í meira mæli að smíði minni bíla og hefur lagt mesta áherslu á að hafa þá ódýra og því ekki lagt mikla áherslu á nýjustu tækni í bílum sínum. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Forstjórar Toyota og Suzuki tilkynntu í dag um samstarf við þróun nýrra bíla sinna. Með því spara bæði fyrirtækin þróunarkostnað og verða samkeppnishæfari við aðra bílaframleiðendur. Þróunarsamstarf meðal bílaframleiðenda hefur aukist mjög á síðustu árum til að ná samkeppnisforskoti. Toyota er ekki þekkt fyrir að eiga í miklu samstarfi við aðra bílaframleiðendur, en er þó að þróa sportbíl með BMW og á auk þess í miklu samstarfi við Daihatsu gegnum eignarhald á fyrirtækinu. Toyota hefur reyndar viðurkennt að á mörgum sviðum sé fyrirtækið á eftir í þróun tæknibúnaðar og nefnir þar öryggismál, sparneytni og mengunarmál, afþreyingarkerfi, sjálfakandi bíla og vetnisvæðingu. Toyota ætlar að vinna að bótum á þessum sviðum með Suzuki og dreifa kostnaðinum við það með því samstarfi. Það var að frumkvæði Suzuki sem af þessu samstarfi fyrirtækjanna tveggja varð. Toyota hefur einnig hug á að þeirri tækni sem Suzuki býr að við smíð mjög smárra bíla fyrir Indlands- og Japansmarkað. Suzuki dró sig af bílamarkaði í Bandaríkjunum árið 2013 og einbeitti sér í meira mæli að smíði minni bíla og hefur lagt mesta áherslu á að hafa þá ódýra og því ekki lagt mikla áherslu á nýjustu tækni í bílum sínum.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent