40 erlendir þjálfarar hafa sótt um þjálfarastöðuna hjá KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2016 18:45 Kristinn Kjærnested, formaður Knattspyrnudeildar KR, er enn að leita að þjálfara fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla í fótbolta. Mikill áhugi er á þjálfarastöðu KR meðal erlendra þjálfara. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Kristinn í dag og fór yfir stöðu mála þegar kemur að leitinni að þjálfara KR sumarið 2017. Erlendir þjálfarar og umboðsmenn þeirra virðast vera áhugasamari en áður um störf hér á landi, „Það er nýjung myndi ég segja og ég held að árangur landsliðsins spili þar stóra rullu,“ sagði Kristinn Kjærnested í viðtali við Gaupa. Eru KR-ingar að skoða þann möguleika á að vera með erlendan þjálfara hjá liðinu á komandi tímabili? „Já við erum að skoða alla möguleika. Það eru mörg nöfn að koma inn á borð bæði beint frá umboðsmönnum og svo eins frá þjálfurunum sjálfum sem eru að sækja um störf. Ég gæti ímyndað mér það að þessar umsóknir væru svona 40 til 50 talsins,“ sagði Kristinn en eru þetta þekktir einstaklingar. „Þeir eru það nefnilega. Margir þeirra eru mjög þekktir en sumir þeirra eru nokkuð dýrir. Einn var að biðja um 700 þúsund krónur á mánuði en það var því miður í evrum,“ sagði Kristinn. Er það raunhæfur kostur fyrir íslensk félög að ráða erlenda þjálfara? „Ég held að það geti verið það í mörgum tilfellum. Síðan koma inn á borðið nöfn sem átta sig ekki alveg á því hvernig umhverfið hérna er. Þetta er bara eins og með erlenda leikmenn,“ sagði Kristinn. „Það þarf bara að skoða þetta og það kæmi mér ekkert á óvart að erlendum þjálfurum á Íslandi myndi fjölga á næstu árum,“ sagði Kristinn. Það er hægt að sjá alla frétt Guðjóns Guðmundssonar með viðtalinu við Kristinn í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Kristinn Kjærnested, formaður Knattspyrnudeildar KR, er enn að leita að þjálfara fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla í fótbolta. Mikill áhugi er á þjálfarastöðu KR meðal erlendra þjálfara. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Kristinn í dag og fór yfir stöðu mála þegar kemur að leitinni að þjálfara KR sumarið 2017. Erlendir þjálfarar og umboðsmenn þeirra virðast vera áhugasamari en áður um störf hér á landi, „Það er nýjung myndi ég segja og ég held að árangur landsliðsins spili þar stóra rullu,“ sagði Kristinn Kjærnested í viðtali við Gaupa. Eru KR-ingar að skoða þann möguleika á að vera með erlendan þjálfara hjá liðinu á komandi tímabili? „Já við erum að skoða alla möguleika. Það eru mörg nöfn að koma inn á borð bæði beint frá umboðsmönnum og svo eins frá þjálfurunum sjálfum sem eru að sækja um störf. Ég gæti ímyndað mér það að þessar umsóknir væru svona 40 til 50 talsins,“ sagði Kristinn en eru þetta þekktir einstaklingar. „Þeir eru það nefnilega. Margir þeirra eru mjög þekktir en sumir þeirra eru nokkuð dýrir. Einn var að biðja um 700 þúsund krónur á mánuði en það var því miður í evrum,“ sagði Kristinn. Er það raunhæfur kostur fyrir íslensk félög að ráða erlenda þjálfara? „Ég held að það geti verið það í mörgum tilfellum. Síðan koma inn á borðið nöfn sem átta sig ekki alveg á því hvernig umhverfið hérna er. Þetta er bara eins og með erlenda leikmenn,“ sagði Kristinn. „Það þarf bara að skoða þetta og það kæmi mér ekkert á óvart að erlendum þjálfurum á Íslandi myndi fjölga á næstu árum,“ sagði Kristinn. Það er hægt að sjá alla frétt Guðjóns Guðmundssonar með viðtalinu við Kristinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira