Aserar enn ósigraðir og sjaldséð mark hjá San Marinó | Öll úrslit kvöldsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2016 20:45 Aserbaíjdan náði í óvænt stig í Tékklandi í undankeppni HM og er enn taplaust eftir þrjá leiki. Danir töpuðu heima gegn Svartfellingum og Skotar steinlágu í Slóvakíu. Enn á ný kom Robert Lewandowski Pólverjum til bjargar. Spilað var í þremur riðlum í undankeppni Evrópuþjóðanna fyrir HM 2018 í Rússlandi í kvöld. Nokkuð var um óvænt úrslit og San Marino menn höfðu aldrei þessu vant tilefni til að fagna þótt þjóðin hefði steinlegið. Kvöld smáþjóðanna Í C-riðli unnu Þjóðverjar 2-0 sigur á Norður-Írlandi eins og Vísir hefur áður greint frá í kvöld. Stigalausir Norðmenn komust yfir gegn smáþjóðinni San Marinó en þöng sló á Ullevaal-leikvanginn í Ósló þegar gestirnir jöfnuðu metin. Mattia Stefanelli skoraði markið sjaldséða á 54. mínútu og ætlaði allt um koll að keyra hjá leikmönnum og þjálfurum gestaliðsins. Norðmenn björguðu sér þó fyrir rest með þremur mörkum og nældu í sín fyrstu stig í undankeppninni. Í Tékklandi sættust heimamenn og Aserar á skiptan hlut. Tékkar hafa enn ekki skoraði í leikjunum þremur og virðast í tómu basli. Gestirnir frá Aserbaídjan eru spútniklið undankeppninnar til þessa en liðið hefur sjö stig eftir þrjá leiki, hafa enn ekki tapað leik. Þjóðverjar hafa níu stig á toppi riðilsins, Aserar sjö stig, Norður-Írar fjögur, Norðmenn þrjú stig, Tékkar tvö og San Marinó ekkert, en hafa þó skorað mark. Basl á Dönum Í E-riðli gerðu Kasakar og Rúmenar markalaust jafntefli í Kasakstan en Pólverjar lentu í basli með Armena sem enn á ný grófu sína gröf sjálfir. Rautt spjald á 30. mínútu settu plön Armena úr jafnvægi en þetta er annar leikurinn í röð sem liðið fær rautt spjald í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir allt stefndi í 1-1 jafntefli þegar markamaskínan Robert Lewandowski kom boltanum í netið undir lokin og tryggði þeim pólsku mikilvægan sigur. Dönum gengur allt í óhag í undankeppninni og lágu 1-0 á heimavelli gegn Svartfellingum á Parken. Fatos Beciraj skoraði eina markið á 32. mínútu en vörn Dana hefði allt eins getað verið skipað leikmönnum úr utandeildinni, svo illa stóðu þeir að varnarleiknum í aðdraganda marksins. Svartfellingar hafa sjö stig á toppi riðilsins eins og Pólverjar en þeir fyrrnefndu hafa betri markatölu. Rúmenar hafa fimm stig en liðin eru öll taplaus. Danir hafa þrjú stig, Kasakar tvö og Armenar eru stigalausir. Skotar steinlágu í Slóvakíu Bleikklæddir Skotar sáu ekki til sólar í heimsókn sinni til Slóvakíu og töpuðu 3-0. Englendingar voru heppnir að ná í eitt stig í Ljubliana gegn Slóveníu og geta þakkað Joe Hart, markverði sínum, að leikurinn tapaðist ekki. Nánar um það hér. Þá unnu Litháar 2-0 sigur á Möltu með tveimur mörkum seint í leiknum, hið síðara úr vítaspyrnu. Englendingar eru á toppi riðilsins með sjö stig, Litháar og Slóvenar hafa fimm en allar þjóðirnar eru taplausar. Skotar hafa fjögur stig, Slóvakar þrjú og Malverjar eru stigalausir. Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM 2018 í kvöld: C-riðill Þýskaland 2-0 Norður Írland 1-0 Julian Draxler (13.), 2-0 Sami Khedira (17.) Noregur 4-1 San Marinó 1-0 Sjálfsmark (11.), 1-1 Mattia Stefanelli (54.), 2-1 Adama Diomande (77.), 3-1 Martin Samuelsen (82.), 4-1 Joshua King (83.) Tékkland 0-0 Aserbaísjan E-riðill Kasakstan 0-0 Rúmenía Pólland 2-1 Armenía 1-0 Sjálfsmark (48.), 1-1 Marcos Pizzelli (50.), 2-1 Robert Lewandowski (90.) Danmörk 0-1 Svartfjallaland 0-1 Fatos Beciraj (32.) F-riðill Slóvakía 3-0 Skotland 1-0 Róbert Mak (18.), 2-0 Róbert Mak (56.), 3-0 Adam Nemec (68.) Slóvenía 0-0 England Litháen 2-0 Malta 1-0 Fiodor Cernych (76.), 2-0 Arvydas Novikovas (84.) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Aserbaíjdan náði í óvænt stig í Tékklandi í undankeppni HM og er enn taplaust eftir þrjá leiki. Danir töpuðu heima gegn Svartfellingum og Skotar steinlágu í Slóvakíu. Enn á ný kom Robert Lewandowski Pólverjum til bjargar. Spilað var í þremur riðlum í undankeppni Evrópuþjóðanna fyrir HM 2018 í Rússlandi í kvöld. Nokkuð var um óvænt úrslit og San Marino menn höfðu aldrei þessu vant tilefni til að fagna þótt þjóðin hefði steinlegið. Kvöld smáþjóðanna Í C-riðli unnu Þjóðverjar 2-0 sigur á Norður-Írlandi eins og Vísir hefur áður greint frá í kvöld. Stigalausir Norðmenn komust yfir gegn smáþjóðinni San Marinó en þöng sló á Ullevaal-leikvanginn í Ósló þegar gestirnir jöfnuðu metin. Mattia Stefanelli skoraði markið sjaldséða á 54. mínútu og ætlaði allt um koll að keyra hjá leikmönnum og þjálfurum gestaliðsins. Norðmenn björguðu sér þó fyrir rest með þremur mörkum og nældu í sín fyrstu stig í undankeppninni. Í Tékklandi sættust heimamenn og Aserar á skiptan hlut. Tékkar hafa enn ekki skoraði í leikjunum þremur og virðast í tómu basli. Gestirnir frá Aserbaídjan eru spútniklið undankeppninnar til þessa en liðið hefur sjö stig eftir þrjá leiki, hafa enn ekki tapað leik. Þjóðverjar hafa níu stig á toppi riðilsins, Aserar sjö stig, Norður-Írar fjögur, Norðmenn þrjú stig, Tékkar tvö og San Marinó ekkert, en hafa þó skorað mark. Basl á Dönum Í E-riðli gerðu Kasakar og Rúmenar markalaust jafntefli í Kasakstan en Pólverjar lentu í basli með Armena sem enn á ný grófu sína gröf sjálfir. Rautt spjald á 30. mínútu settu plön Armena úr jafnvægi en þetta er annar leikurinn í röð sem liðið fær rautt spjald í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir allt stefndi í 1-1 jafntefli þegar markamaskínan Robert Lewandowski kom boltanum í netið undir lokin og tryggði þeim pólsku mikilvægan sigur. Dönum gengur allt í óhag í undankeppninni og lágu 1-0 á heimavelli gegn Svartfellingum á Parken. Fatos Beciraj skoraði eina markið á 32. mínútu en vörn Dana hefði allt eins getað verið skipað leikmönnum úr utandeildinni, svo illa stóðu þeir að varnarleiknum í aðdraganda marksins. Svartfellingar hafa sjö stig á toppi riðilsins eins og Pólverjar en þeir fyrrnefndu hafa betri markatölu. Rúmenar hafa fimm stig en liðin eru öll taplaus. Danir hafa þrjú stig, Kasakar tvö og Armenar eru stigalausir. Skotar steinlágu í Slóvakíu Bleikklæddir Skotar sáu ekki til sólar í heimsókn sinni til Slóvakíu og töpuðu 3-0. Englendingar voru heppnir að ná í eitt stig í Ljubliana gegn Slóveníu og geta þakkað Joe Hart, markverði sínum, að leikurinn tapaðist ekki. Nánar um það hér. Þá unnu Litháar 2-0 sigur á Möltu með tveimur mörkum seint í leiknum, hið síðara úr vítaspyrnu. Englendingar eru á toppi riðilsins með sjö stig, Litháar og Slóvenar hafa fimm en allar þjóðirnar eru taplausar. Skotar hafa fjögur stig, Slóvakar þrjú og Malverjar eru stigalausir. Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM 2018 í kvöld: C-riðill Þýskaland 2-0 Norður Írland 1-0 Julian Draxler (13.), 2-0 Sami Khedira (17.) Noregur 4-1 San Marinó 1-0 Sjálfsmark (11.), 1-1 Mattia Stefanelli (54.), 2-1 Adama Diomande (77.), 3-1 Martin Samuelsen (82.), 4-1 Joshua King (83.) Tékkland 0-0 Aserbaísjan E-riðill Kasakstan 0-0 Rúmenía Pólland 2-1 Armenía 1-0 Sjálfsmark (48.), 1-1 Marcos Pizzelli (50.), 2-1 Robert Lewandowski (90.) Danmörk 0-1 Svartfjallaland 0-1 Fatos Beciraj (32.) F-riðill Slóvakía 3-0 Skotland 1-0 Róbert Mak (18.), 2-0 Róbert Mak (56.), 3-0 Adam Nemec (68.) Slóvenía 0-0 England Litháen 2-0 Malta 1-0 Fiodor Cernych (76.), 2-0 Arvydas Novikovas (84.)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti