Tesla hættir smíði aflminnstu 60D útgáfu Model X Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 09:42 Tesla Model X. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að hætta framleiðslu aflminnstu og skammdrægustu útgáfu Model X bíls síns með 60D rafhlöðunum og verður nú sú aflminnsta af 75D-gerð. Það hækkar verulega verð ódýrustu útgáfu bílsins og er lægsta verðið nú 85.500 dollarar í stað 74.000 dollara áður. Líklega liggur dræm sala 60D útgáfunnar að baki þeirri ákvörðun að hætta framleiðslunni. Áfram verður þó hægt að kaupa Model S bílinn með 60D rafhlöðunum og kostar sá bíll 66.000 dollara og virðist næg eftirspurn vera í þá útgáfu hans og er hann ódýrasti bíll sem kaupa má frá Tesla. Tesla, eins og margur annar bílaframleiðandinn, vill selja fleiri bíla en það gerir nú og fækka þeim útgáfum bíla sinna sem seljast treglega og leggja fremur áherslu á þá bílgerðir sem seljast vel. Því er þetta kunnuglegt mynstur og ætti ekki að vekja furðu margra. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að hætta framleiðslu aflminnstu og skammdrægustu útgáfu Model X bíls síns með 60D rafhlöðunum og verður nú sú aflminnsta af 75D-gerð. Það hækkar verulega verð ódýrustu útgáfu bílsins og er lægsta verðið nú 85.500 dollarar í stað 74.000 dollara áður. Líklega liggur dræm sala 60D útgáfunnar að baki þeirri ákvörðun að hætta framleiðslunni. Áfram verður þó hægt að kaupa Model S bílinn með 60D rafhlöðunum og kostar sá bíll 66.000 dollara og virðist næg eftirspurn vera í þá útgáfu hans og er hann ódýrasti bíll sem kaupa má frá Tesla. Tesla, eins og margur annar bílaframleiðandinn, vill selja fleiri bíla en það gerir nú og fækka þeim útgáfum bíla sinna sem seljast treglega og leggja fremur áherslu á þá bílgerðir sem seljast vel. Því er þetta kunnuglegt mynstur og ætti ekki að vekja furðu margra.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent