Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 21:30 Aron Elís Þrándarson. Vísir/Stefán Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. Strákarnir þurfa að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum á morgun í lokaleik sínum í undankeppninni en sigur myndi tryggja liðinu efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í tólf liða úrslitakeppninni í júní 2017. Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra mark íslenska liðsins í sigrinum mikilvæga á Skotum á miðvikudaginn var. Hann hefur spilað alla níu leiki liðsins í undankeppninni til þessa. „Stemmningin er bara gríðarlega góð. Við erum búnir að bíða eftir þessu í langan tíma. Við stefndum að þessu fyrir keppnina og hingað erum við komnir,“ sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali við Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann 365, á æfingu liðsins í dag. Úkraínska liðið á ekki möguleika á því að komast áfram og er því bara að spila upp á heiðurinn á Laugardalsvellinum á morgun. Við hverju býst íslenska landsliðið af liði Úkraínu á morgun? „Við horfðum á þá í fyrradag og þeir eru mjög góðir. Þeir eru sérstaklega góðir með boltann. Þeir eru búnir að yngja upp í liðinu en þeir eru að fara koma hingað og gefa okkur hörkuleik. Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna,“ sagði Aron Elís. „Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að klára þetta. Við erum alltof nálægt þessu til að fara að klúðra þessu. Þetta er ekkert flókið, við ætlum bara að koma hingað á morgun og vinna þetta," sagði Aron Elís en hvað þarf íslenska liðið þá að gera? „Við þurfum að halda í okkar skipulag, ekki vera of æstir í að fara að sækja markið strax og vera bara rólegir því þá held ég að þetta komi bara,“ sagði Aron Elís. „Við verðum bara þolinmóðir og spilum okkar leik. Við ætlum ekkert að breyta því og vonandi bara klárum við þetta,“ sagði Aron. Úrslitakeppni í Póllandi næsta sumar gæti opnað margar dyr fyrir íslensku strákana. „Þetta er þvílíkur gluggi fyrir alla í liðinu. Það eru margir í liðinu sem eru að spila á Íslandi og þetta er því gríðarlega stór gluggi fyrir þá að komast á þetta lokamót. Við settum það markmið fyrir keppnina að komast til Póllands og við erum svo nálægt því núna,“ sagði Aron Elís Þrándarson en það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.Viðtalið við Aron Elís Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. Strákarnir þurfa að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum á morgun í lokaleik sínum í undankeppninni en sigur myndi tryggja liðinu efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í tólf liða úrslitakeppninni í júní 2017. Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra mark íslenska liðsins í sigrinum mikilvæga á Skotum á miðvikudaginn var. Hann hefur spilað alla níu leiki liðsins í undankeppninni til þessa. „Stemmningin er bara gríðarlega góð. Við erum búnir að bíða eftir þessu í langan tíma. Við stefndum að þessu fyrir keppnina og hingað erum við komnir,“ sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali við Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann 365, á æfingu liðsins í dag. Úkraínska liðið á ekki möguleika á því að komast áfram og er því bara að spila upp á heiðurinn á Laugardalsvellinum á morgun. Við hverju býst íslenska landsliðið af liði Úkraínu á morgun? „Við horfðum á þá í fyrradag og þeir eru mjög góðir. Þeir eru sérstaklega góðir með boltann. Þeir eru búnir að yngja upp í liðinu en þeir eru að fara koma hingað og gefa okkur hörkuleik. Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna,“ sagði Aron Elís. „Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að klára þetta. Við erum alltof nálægt þessu til að fara að klúðra þessu. Þetta er ekkert flókið, við ætlum bara að koma hingað á morgun og vinna þetta," sagði Aron Elís en hvað þarf íslenska liðið þá að gera? „Við þurfum að halda í okkar skipulag, ekki vera of æstir í að fara að sækja markið strax og vera bara rólegir því þá held ég að þetta komi bara,“ sagði Aron Elís. „Við verðum bara þolinmóðir og spilum okkar leik. Við ætlum ekkert að breyta því og vonandi bara klárum við þetta,“ sagði Aron. Úrslitakeppni í Póllandi næsta sumar gæti opnað margar dyr fyrir íslensku strákana. „Þetta er þvílíkur gluggi fyrir alla í liðinu. Það eru margir í liðinu sem eru að spila á Íslandi og þetta er því gríðarlega stór gluggi fyrir þá að komast á þetta lokamót. Við settum það markmið fyrir keppnina að komast til Póllands og við erum svo nálægt því núna,“ sagði Aron Elís Þrándarson en það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.Viðtalið við Aron Elís
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Sjá meira