Kvikmyndin Guðleysi fékk aðal verðlaunin á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2016 12:30 Frá lokahóf RIFF. Lokahóf RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fór fram í Hvalasafninu á laugardagskvöldið. Þá var hátíðinni formlega slitið og verðlaun veitt í keppnisflokkum hátíðarinnar. Myndin Guðleysi / Bezbog / Godless (BUL/DEN/FRA) í leikstjórn Ralitza Petrova hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Myndin var hluti af keppnisflokknum Vitranir / New Visions þar sem ellefu myndir kepptu um verðlaunin. Flokkinn skipuðu ellefu myndir sem eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar. Að auki hlaut myndin Risinn / Jätten / The Giant (SWE/DEN) í leikstjórn Johannes Nyholm úr flokknum Vitranir / New Visions sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Myndin Eyjarnar og hvalirnir / The Islands and the Whales (FRO/SCO) í leikstjórn Mike Day var sigurmynd flokksins Önnur Framtíð / A Different Tomorrow. Í þeim flokki mátti finna tólf áhrifamiklar heimildamyndir sem eiga það sameiginlegt að fjalla um mannréttinda- og umhverfismál. Myndin Ungar / Cubs (ICE/USA) í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin. Í ár voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í flokki erlendra stuttmynda og var það myndin Heima / Home (UK/KOS) í leikstjórn Daniel Mulloy sem hlaut þau. Myndin Herra Gaga / Mr. Gaga (ISR/SWE/GER/NED) í leikstjórn Tomer Heyman hlaut áhorfendaverðlaun RIFF og kemur hún úr heimildamyndaflokki hátíðarinnar. Kosið var um áhorfendaverðlaunin á vefsíðunni Mbl.is og kepptu þar myndir úr heimildamyndaflokki og Fyrir opnu hafi / Open Seas flokki hátíðarinnar. Loks hlaut myndin Hertoginn / The Duke (USA) í leikstjórn Max Barbakow Gullna eggið, viðurkenningarverðlaun fyrir unga leikstjóra. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Lokahóf RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fór fram í Hvalasafninu á laugardagskvöldið. Þá var hátíðinni formlega slitið og verðlaun veitt í keppnisflokkum hátíðarinnar. Myndin Guðleysi / Bezbog / Godless (BUL/DEN/FRA) í leikstjórn Ralitza Petrova hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Myndin var hluti af keppnisflokknum Vitranir / New Visions þar sem ellefu myndir kepptu um verðlaunin. Flokkinn skipuðu ellefu myndir sem eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar. Að auki hlaut myndin Risinn / Jätten / The Giant (SWE/DEN) í leikstjórn Johannes Nyholm úr flokknum Vitranir / New Visions sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Myndin Eyjarnar og hvalirnir / The Islands and the Whales (FRO/SCO) í leikstjórn Mike Day var sigurmynd flokksins Önnur Framtíð / A Different Tomorrow. Í þeim flokki mátti finna tólf áhrifamiklar heimildamyndir sem eiga það sameiginlegt að fjalla um mannréttinda- og umhverfismál. Myndin Ungar / Cubs (ICE/USA) í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin. Í ár voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í flokki erlendra stuttmynda og var það myndin Heima / Home (UK/KOS) í leikstjórn Daniel Mulloy sem hlaut þau. Myndin Herra Gaga / Mr. Gaga (ISR/SWE/GER/NED) í leikstjórn Tomer Heyman hlaut áhorfendaverðlaun RIFF og kemur hún úr heimildamyndaflokki hátíðarinnar. Kosið var um áhorfendaverðlaunin á vefsíðunni Mbl.is og kepptu þar myndir úr heimildamyndaflokki og Fyrir opnu hafi / Open Seas flokki hátíðarinnar. Loks hlaut myndin Hertoginn / The Duke (USA) í leikstjórn Max Barbakow Gullna eggið, viðurkenningarverðlaun fyrir unga leikstjóra.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira