Frá orðum til athafna – Í okkar valdi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Það er hryllilegt að horfa á fréttir af blóðugum börnum á flótta og vanmáttartilfinningin og reiðin togast á innra með manni. Skyndilausnin er að loka augunum, „það er hvort eð er ekkert sem ég get gert“ eða hvað? Á fyrstu dögum 71. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í september funduðu leiðtogar heims til að ræða um vanda flóttamanna og farandfólks en samkvæmt upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna voru flóttamenn í heiminum 21,3 milljónir talsins árið 2015 og farandfólk 243,7 milljónir alls. Í lok fundar hétu leiðtogarnir fyrir hönd þjóða sinna að taka á móti fleiri flóttamönnum og setja meiri pening í málaflokkinn en niðurstaðan var þó ekki bindandi. Fyrir ári samþykktu leiðtogarnir ný heimsmarkið um sjálfbæra þróun til þess að eyða fátækt, tryggja velmegun, mannréttindi og jafnrétti um allan heim með hliðsjón af umhverfi okkar. Í áætluninni sem er til 15 ára er sérstök áhersla lögð á aðgerðir til að bæta stöðu þeirra allra fátækustu. Í desember komu svo veraldarleiðtogar saman í París og samþykktu rammasamning um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsíus á þessari öld og taka á afleiðingum loftslagsbreytinga. Orð eru til alls fyrst og það er grundvallaratriði að þjóðir heims komi sér saman um hvernig takast skuli á við þær miklu áskoranir sem við jarðarbúar stöndum frammi fyrir allir sem einn. Við lifum í flóknum heimi en áskoranirnar hanga saman þar sem uppskerubrestur verður vegna öfga í veðri. Hungur og fólksflutningar er afleiðing uppskerubrests, áttök verða vegna skorts á gæðum og loks flýr fólk frá átakasvæðum til að halda lífi. En það er ekki nóg að álykta og komast að samkomulagi um markmið. Það þarf að grípa til aðgerða til þess að ná þeim. Og þá vandast málið því hagsmunir okkar jarðarbúa eiga það til að stangast á. Og hvað getum við þá gert, ég og þú, hér og nú, til að binda enda á ófrið, fátækt og misrétti? Við getum byrjað á því að hætta að loka augunum, hlusta, vera gagnrýnin og virk í samfélaginu. Við getum unnið á okkar eigin fordómum, lagt á okkur að kynnast þeim sem eru okkur framandi og þrýst á stjórnvöld hér á Íslandi sem svo beita sínum þrýstingi hér heima og á alþjóðavettvangi um að fólk og samfélög sem eru aflögufær láti af græðgi því eins og Gandhi sagði þá fullnægir jörðin þörfum okkar allra en ekki græðgi allra. Við getum og eigum að hafa áhrif. Margt smátt gerir eitt stórt!Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hryllilegt að horfa á fréttir af blóðugum börnum á flótta og vanmáttartilfinningin og reiðin togast á innra með manni. Skyndilausnin er að loka augunum, „það er hvort eð er ekkert sem ég get gert“ eða hvað? Á fyrstu dögum 71. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í september funduðu leiðtogar heims til að ræða um vanda flóttamanna og farandfólks en samkvæmt upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna voru flóttamenn í heiminum 21,3 milljónir talsins árið 2015 og farandfólk 243,7 milljónir alls. Í lok fundar hétu leiðtogarnir fyrir hönd þjóða sinna að taka á móti fleiri flóttamönnum og setja meiri pening í málaflokkinn en niðurstaðan var þó ekki bindandi. Fyrir ári samþykktu leiðtogarnir ný heimsmarkið um sjálfbæra þróun til þess að eyða fátækt, tryggja velmegun, mannréttindi og jafnrétti um allan heim með hliðsjón af umhverfi okkar. Í áætluninni sem er til 15 ára er sérstök áhersla lögð á aðgerðir til að bæta stöðu þeirra allra fátækustu. Í desember komu svo veraldarleiðtogar saman í París og samþykktu rammasamning um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsíus á þessari öld og taka á afleiðingum loftslagsbreytinga. Orð eru til alls fyrst og það er grundvallaratriði að þjóðir heims komi sér saman um hvernig takast skuli á við þær miklu áskoranir sem við jarðarbúar stöndum frammi fyrir allir sem einn. Við lifum í flóknum heimi en áskoranirnar hanga saman þar sem uppskerubrestur verður vegna öfga í veðri. Hungur og fólksflutningar er afleiðing uppskerubrests, áttök verða vegna skorts á gæðum og loks flýr fólk frá átakasvæðum til að halda lífi. En það er ekki nóg að álykta og komast að samkomulagi um markmið. Það þarf að grípa til aðgerða til þess að ná þeim. Og þá vandast málið því hagsmunir okkar jarðarbúa eiga það til að stangast á. Og hvað getum við þá gert, ég og þú, hér og nú, til að binda enda á ófrið, fátækt og misrétti? Við getum byrjað á því að hætta að loka augunum, hlusta, vera gagnrýnin og virk í samfélaginu. Við getum unnið á okkar eigin fordómum, lagt á okkur að kynnast þeim sem eru okkur framandi og þrýst á stjórnvöld hér á Íslandi sem svo beita sínum þrýstingi hér heima og á alþjóðavettvangi um að fólk og samfélög sem eru aflögufær láti af græðgi því eins og Gandhi sagði þá fullnægir jörðin þörfum okkar allra en ekki græðgi allra. Við getum og eigum að hafa áhrif. Margt smátt gerir eitt stórt!Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar