Dregið verður í riðla 22. nóvember næstkomandi en málin eru farin að skýrast aðeins betur eftir fréttir dagsins. Körfuknattleikssamband Íslands segir frá þessu á Fésbókarsíðu sinni.
Ísrael hefur nefnilega samið við Litháen um að Litháen verði þeirra meðskipuleggjendur í riðlinum sem fer fram í Ísrael, líkt og við Íslendingar erum meðskipuleggjendur með vinum okkar Finnum.
Það þýðir bara eitt, Ísland verður með Spáni, Frakklandi eða Serbíu í riðli úr efsta styrkleikaflokki.
Miðasalan á leiki íslenska liðsins hefur gengið vel en KKÍ bendir á það að það er enn hægt að nálgast miða á tix.is.