Nýr úr AMG smiðju Mercedes-Benz Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 10:50 Mercedes Benz AMG E63 er skruggukerra. Nýr Mercedes-AMG E 63 verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í næsta mánuði. Þessi hraðskreiði lúxusbíll er með 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og hann býr yfir ógnarkrafti. Hægt er að fá hann í tveimur útfærslum. Venjulega gerðin skilar alls 563 hestöflum og togið er 553 Nm. Bíllinn er 3,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið svo hér er á ferð alls enginn letingi. Í svaklegri S útfærslunni er bíllinn hins vegar enn aflmeiri. Þar er að finna 603 hestöfl undir húddinu og togið er 627 Nm. Í þessari útfærslu er lúxuskerran aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið. Þetta er hraðskreiðasta gerðin af E-Class sem nokkru sinni hefur litið dagsins ljós. Bíllinn er hátæknivæddur eins og nýjasta kynslóð E-Class og með mikinn lúxus innanborðs. Í boði er 4MATIC fjórhjóladrifið frá þýska lúxusbílaframleiðandanum í Stuttgart. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent
Nýr Mercedes-AMG E 63 verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í næsta mánuði. Þessi hraðskreiði lúxusbíll er með 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og hann býr yfir ógnarkrafti. Hægt er að fá hann í tveimur útfærslum. Venjulega gerðin skilar alls 563 hestöflum og togið er 553 Nm. Bíllinn er 3,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið svo hér er á ferð alls enginn letingi. Í svaklegri S útfærslunni er bíllinn hins vegar enn aflmeiri. Þar er að finna 603 hestöfl undir húddinu og togið er 627 Nm. Í þessari útfærslu er lúxuskerran aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið. Þetta er hraðskreiðasta gerðin af E-Class sem nokkru sinni hefur litið dagsins ljós. Bíllinn er hátæknivæddur eins og nýjasta kynslóð E-Class og með mikinn lúxus innanborðs. Í boði er 4MATIC fjórhjóladrifið frá þýska lúxusbílaframleiðandanum í Stuttgart.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent