Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn á Sanya Ladies Open mótinu í Kína í morgun.
Ólafía Þórunn var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en er á samtals fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo dagana.
Hún spilaði á tveimur höggum yfir pari í dag en mestu munaði um að hún fékk fjóra skolla í röð frá tíundu holu til þeirrar þrettándu.
Hún fékk fugl á fjórtándu holu en hefði þurft annan á síðustu þremur holunum en það tókst ekki.
60 efstu keppendurnir komust áfram í gegnum niðurskurðinn en Ólafía Þórunn hafnaði í 63.-78. sæti.
