Morgundagurinn Bergur Ebbi skrifar 28. október 2016 07:00 Það eru kosningar á morgun. Spennandi kosningar. Þetta eru ekki eins og kosningarnar sem ég man eftir úr æsku minni. 1995, 1999, 2003, 2007. Fjögurra ára kjörtímabil og landsfaðir með hendur á stýrinu, tíu mínútur í tvö (eða það héldu allavega margir). Bogi Ágústs að lesa upp úrslit, snakk í skálum en samt engin rosaleg spenna. Þetta var ágætt tímabil þó ég sakni þess ekkert endilega. Lýðræðið hafði sinn gang þá og það gerir það enn. Ég er einn af þeim (og kannski fer okkur fækkandi) sem hafa enn mikla trú á lýðræðinu. Sumir segja að áhugaleysi og vantraust fólks á stjórnmálum sé grafalvarlegt vandamál. Ég er ekki blindur á varúðarmerkin. Nokkrum dögum fyrir kosningar eru mest lesnu fréttirnar á vefmiðlum ekki um kosningamál heldur um innréttingar í heimahúsum og hvort 500 gramma skyrdolla innihaldi raunverulega 500 grömm. Stjórnmál vekja minni athygli og sú athygli er oftast neikvæð. Stjórnmálafólki er ekki treyst jafn vel og áður. Hugmyndin um landsföður eða siðferðislega tilsögn af hálfu stjórnmálafólks er nánast óhugsandi. Flokkslínur byggðar á stéttabaráttu 20. aldar eru ógreinilegri. Flokkar og fylkingar munu í auknum mæli myndast um einstök málefni, sum popúlísk, eða í tengslum við persónur. Stjórnmál hafa breyst og þau verða aldrei eins og þau voru fyrir tuttugu árum. Þetta er ekki tímabundið skeið sem við siglum nú í gegnum. Vantraust – og upp að vissu marki sinnuleysi – gagnvart stofnunum ríkisins, er komið til að vera.Skúffukaka handa afmælisbarni En samt hef ég trú á lýðræðinu. Ég sé þessar breytingar ekki sem endalok sanngjarns þjóðskipulags. Í mínum huga eru þessi varúðarmerki tákn um jákvæðar breytingar. Stjórnmál eru ekki lengur í höndum stjórnmálafólks. Fólk er að ræða saman alls staðar. Í sérhverju skúmaskoti er verið að plotta og vinna málefnum farveg. Það eru tíu messenger-flipar opnir á hverjum bás í sérhverri skrifstofu. Kaffistofuspjall, Snap-chat-spjall, koddaspjall, Redditt, Slack, WhatsApp, Google Docs. Komment skilin eftir hér og þar. Nokkrir prófílar í gangi. Tröllast á þessum, sleikja þennan upp, halda þessum góðum. Árveknisátök, boð á viðburði, samstöðufundur um fórnarlömb stríðs, friðarganga, drusluganga. Samfélag border-collie eiganda boðar til fundar. Mættu, hlustaðu. Þinnar athygli er krafist. Það hefur aldrei verið jafn létt að stofna hagsmunagrúbbur og sé sannfæringin til staðar og vinna lögð af hendi þá hafa þær áhrif. Kim Jong-un yrði brjálaður ef hann ætti að stjórna þessu landi. Hann hefði kastað sér í gólfið eins og pirrað tíu ára afmælisbarn ef hann hefði þurft að díla við Beauty Tips. #FreeTheNipple hefði fengið hann til að troða í sig skúffuköku og #ÉgErEkkiTabú hefði sett hann í oföndun. Reyndar þarf ekki uppskáldað dæmi af norður-kóreskum einræðisherra til að gera sér í hugarlund hvernig hægt er að missa kúlið við að stjórna þessu landi. Afmælisbörn í skúffukökurússi eru víða.Ég er bjartsýnn, ekki hengja mig Það þarf ekki að vera merki um sinnuleysi þó stjórnmálaflokkum hafi ekki tekist að einoka fjölmiðlaumræðu í aðdraganda kosninga. Það er einnig merki um að flokkar og atvinnustjórnmálafólk hefur ekki lengur frumkvæðið í stóru málunum. Málefni hefjast meðal fólksins og það er frekar hlutverk stjórnmálafólks að hlusta og leiða þau til lykta. Ég tel að margt jákvætt hafi gerst í íslenskri stjórnmálamenningu frá árunum eftir hrun. Stundum er ekki vinsælt að líta svona björtum augum á menninguna. Það er lítið mál að telja til skandala og ósanngirni á flestum sviðum stjórnmálalífsins en slíkar upptalningar horfa þó alltaf framhjá heildarmyndinni. Heildarmyndin er sú að kosningar á fjögurra ára fresti eru bara lítið brot af stjórnmálaþátttöku almennings, og þess vegna er ekki skrítið þó spennan og virðingin fyrir kjördegi sé ekki jafn mikil og fyrir tuttugu árum. Fréttirnar sem við heyrum frá degi til dags um hneykslun og skömm og ofbeldi og einelti eða fituprósentu Ungfrú Ísland keppenda eru þrátt fyrir allt samtal um siðferði og rétta breytni. Það tekur á að fylgjast með umræðunni og eflaust er margt heimskulegt sagt. En ég myndi í öllum tilfellum taka það ástand fram yfir að virðulegur landsfaðir legði mér línurnar um hvað væri siðferðislega rétt. Það er tímasóun að pirrast yfir því að enginn stjórnmálaflokkur hafi nákvæmlega sömu sýn og maður sjálfur. Sá tími er liðinn. Upp er runninn tími þar sem stór hluti fólks kýs strategískt – þar sem stór hluti kjósenda hagar sér og hugsar eins og manneskja í stjórnmálum. Það munu margir gera á morgun jafnt sem hina 1460 daga kjörtímabilsins.Heildarmyndin Ég geri enga kröfu um að fólk í stjórnmálum hafi sterka framtíðarsýn. Slíka sýn er hægt að finna svo miklu víðar og hún á í eðli sínu að vera frjálsari en það sem stjórnmálafólk getur boðið upp á. Ef horft er tuttugu ár fram í tímann þarf að huga að miklu fleiru en hagstjórn og lagasetningu. Það sem er á valdsviði hefðbundinna stjórnmála er aðeins lítið brot af því sem samfélög eru byggð úr. Stjórnmálafólk og flokkar þeirra eru aðeins mósaík-flís í heildarmyndinni. Ég tel enga ástæðu til annars en að virða hin hefðbundnu stjórnmál og virkja lýðræðið og kjósa á morgun. Einnig minni ég á, að takmarkaður áhugi á kosningum eða deyfð yfir stefnumálum framboða þarf ekki að þýða að lýðræðið sé skaddað. Heildarmyndin, eins og hún er í dag, er svo miklu, miklu stærri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Það eru kosningar á morgun. Spennandi kosningar. Þetta eru ekki eins og kosningarnar sem ég man eftir úr æsku minni. 1995, 1999, 2003, 2007. Fjögurra ára kjörtímabil og landsfaðir með hendur á stýrinu, tíu mínútur í tvö (eða það héldu allavega margir). Bogi Ágústs að lesa upp úrslit, snakk í skálum en samt engin rosaleg spenna. Þetta var ágætt tímabil þó ég sakni þess ekkert endilega. Lýðræðið hafði sinn gang þá og það gerir það enn. Ég er einn af þeim (og kannski fer okkur fækkandi) sem hafa enn mikla trú á lýðræðinu. Sumir segja að áhugaleysi og vantraust fólks á stjórnmálum sé grafalvarlegt vandamál. Ég er ekki blindur á varúðarmerkin. Nokkrum dögum fyrir kosningar eru mest lesnu fréttirnar á vefmiðlum ekki um kosningamál heldur um innréttingar í heimahúsum og hvort 500 gramma skyrdolla innihaldi raunverulega 500 grömm. Stjórnmál vekja minni athygli og sú athygli er oftast neikvæð. Stjórnmálafólki er ekki treyst jafn vel og áður. Hugmyndin um landsföður eða siðferðislega tilsögn af hálfu stjórnmálafólks er nánast óhugsandi. Flokkslínur byggðar á stéttabaráttu 20. aldar eru ógreinilegri. Flokkar og fylkingar munu í auknum mæli myndast um einstök málefni, sum popúlísk, eða í tengslum við persónur. Stjórnmál hafa breyst og þau verða aldrei eins og þau voru fyrir tuttugu árum. Þetta er ekki tímabundið skeið sem við siglum nú í gegnum. Vantraust – og upp að vissu marki sinnuleysi – gagnvart stofnunum ríkisins, er komið til að vera.Skúffukaka handa afmælisbarni En samt hef ég trú á lýðræðinu. Ég sé þessar breytingar ekki sem endalok sanngjarns þjóðskipulags. Í mínum huga eru þessi varúðarmerki tákn um jákvæðar breytingar. Stjórnmál eru ekki lengur í höndum stjórnmálafólks. Fólk er að ræða saman alls staðar. Í sérhverju skúmaskoti er verið að plotta og vinna málefnum farveg. Það eru tíu messenger-flipar opnir á hverjum bás í sérhverri skrifstofu. Kaffistofuspjall, Snap-chat-spjall, koddaspjall, Redditt, Slack, WhatsApp, Google Docs. Komment skilin eftir hér og þar. Nokkrir prófílar í gangi. Tröllast á þessum, sleikja þennan upp, halda þessum góðum. Árveknisátök, boð á viðburði, samstöðufundur um fórnarlömb stríðs, friðarganga, drusluganga. Samfélag border-collie eiganda boðar til fundar. Mættu, hlustaðu. Þinnar athygli er krafist. Það hefur aldrei verið jafn létt að stofna hagsmunagrúbbur og sé sannfæringin til staðar og vinna lögð af hendi þá hafa þær áhrif. Kim Jong-un yrði brjálaður ef hann ætti að stjórna þessu landi. Hann hefði kastað sér í gólfið eins og pirrað tíu ára afmælisbarn ef hann hefði þurft að díla við Beauty Tips. #FreeTheNipple hefði fengið hann til að troða í sig skúffuköku og #ÉgErEkkiTabú hefði sett hann í oföndun. Reyndar þarf ekki uppskáldað dæmi af norður-kóreskum einræðisherra til að gera sér í hugarlund hvernig hægt er að missa kúlið við að stjórna þessu landi. Afmælisbörn í skúffukökurússi eru víða.Ég er bjartsýnn, ekki hengja mig Það þarf ekki að vera merki um sinnuleysi þó stjórnmálaflokkum hafi ekki tekist að einoka fjölmiðlaumræðu í aðdraganda kosninga. Það er einnig merki um að flokkar og atvinnustjórnmálafólk hefur ekki lengur frumkvæðið í stóru málunum. Málefni hefjast meðal fólksins og það er frekar hlutverk stjórnmálafólks að hlusta og leiða þau til lykta. Ég tel að margt jákvætt hafi gerst í íslenskri stjórnmálamenningu frá árunum eftir hrun. Stundum er ekki vinsælt að líta svona björtum augum á menninguna. Það er lítið mál að telja til skandala og ósanngirni á flestum sviðum stjórnmálalífsins en slíkar upptalningar horfa þó alltaf framhjá heildarmyndinni. Heildarmyndin er sú að kosningar á fjögurra ára fresti eru bara lítið brot af stjórnmálaþátttöku almennings, og þess vegna er ekki skrítið þó spennan og virðingin fyrir kjördegi sé ekki jafn mikil og fyrir tuttugu árum. Fréttirnar sem við heyrum frá degi til dags um hneykslun og skömm og ofbeldi og einelti eða fituprósentu Ungfrú Ísland keppenda eru þrátt fyrir allt samtal um siðferði og rétta breytni. Það tekur á að fylgjast með umræðunni og eflaust er margt heimskulegt sagt. En ég myndi í öllum tilfellum taka það ástand fram yfir að virðulegur landsfaðir legði mér línurnar um hvað væri siðferðislega rétt. Það er tímasóun að pirrast yfir því að enginn stjórnmálaflokkur hafi nákvæmlega sömu sýn og maður sjálfur. Sá tími er liðinn. Upp er runninn tími þar sem stór hluti fólks kýs strategískt – þar sem stór hluti kjósenda hagar sér og hugsar eins og manneskja í stjórnmálum. Það munu margir gera á morgun jafnt sem hina 1460 daga kjörtímabilsins.Heildarmyndin Ég geri enga kröfu um að fólk í stjórnmálum hafi sterka framtíðarsýn. Slíka sýn er hægt að finna svo miklu víðar og hún á í eðli sínu að vera frjálsari en það sem stjórnmálafólk getur boðið upp á. Ef horft er tuttugu ár fram í tímann þarf að huga að miklu fleiru en hagstjórn og lagasetningu. Það sem er á valdsviði hefðbundinna stjórnmála er aðeins lítið brot af því sem samfélög eru byggð úr. Stjórnmálafólk og flokkar þeirra eru aðeins mósaík-flís í heildarmyndinni. Ég tel enga ástæðu til annars en að virða hin hefðbundnu stjórnmál og virkja lýðræðið og kjósa á morgun. Einnig minni ég á, að takmarkaður áhugi á kosningum eða deyfð yfir stefnumálum framboða þarf ekki að þýða að lýðræðið sé skaddað. Heildarmyndin, eins og hún er í dag, er svo miklu, miklu stærri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun