Forgangsröðum í þágu menntunar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 24. október 2016 13:50 Síðastliðna daga hefur mikið verið rætt um bága stöðu háskólanna undir yfirskriftinni Háskólar í hættu. Meðal þess sem fram hefur komið er að framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum er um það bil helmingi lægri en framlög á hvern nemanda í sambærilegum háskólum á Norðurlöndunum. Þessi munur gerir það að verkum að íslensku skólarnir ná ekki að endurnýja tæki og þróa kennsluhætti jafn hratt og hægt er að gera annars staðar á Norðurlöndunum. Það er óásættanlegt því ábyrgð háskólanna felst m.a. í því að undirbúa nemendur sem hefja störf á síbreytilegum atvinnumarkaði að námi loknu, þeir nemendur þurfa að hafa aðgang að nýjasta tæknibúnaði og þekkja nýjustu vísindi hvert á sínu sviði. Skortur á fjármunum veldur því að kennt er í stærri hópum og kennarar fá minna svigrúm til þess að þróa kennsluhætti og það námsframboð sem boðið er upp á. Allt bitnar þetta á gæðum námsins sem íslenskir háskólar bjóða upp á. Það er einnig ákaflega sorglegt að sama umræða á sér stað á vettvangi framhalds- og grunnskólanna, breytingar á starfsmati og hagræðingaraðgerðir í kjölfar kreppunar hafa orðið til þess að viðvarandi skortur er á fjármagni í grunn- og framhaldsskólum, tæki eru ekki endurnýjuð, stoðþjónustu við nemendur er ábótavant og hætt er við því að við þessar aðstæður verði þróun nýrra námsaðferða ófullnægjandi. Það hefur lengi ríkt þverpólítísk sátt um að fjárfesting í menntakerfinu sé jákvæð fjárfesting fyrir samfélagið sem borgar sig margfalt til baka. Ég skora því á alla flokka sem nú eru í framboði til Alþingis að heita því að gera markvisst átak eftir kosningar í því að efla öll menntakerfi landsins. Setja þarf fram aðgerðaráætlun og gera ráð fyrir auknum fjármunum þar sem þeirra er mest þörf. Skólakerfi á Íslandi ætti að byggja á einstaklingsmiðaðri nálgun og fjölbreyttu námsúrvali þar sem nemendur hafa tækifæri til að þroskast og njóta framúrskarandi menntunar á þeim sviðum sem þeir kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Síðastliðna daga hefur mikið verið rætt um bága stöðu háskólanna undir yfirskriftinni Háskólar í hættu. Meðal þess sem fram hefur komið er að framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum er um það bil helmingi lægri en framlög á hvern nemanda í sambærilegum háskólum á Norðurlöndunum. Þessi munur gerir það að verkum að íslensku skólarnir ná ekki að endurnýja tæki og þróa kennsluhætti jafn hratt og hægt er að gera annars staðar á Norðurlöndunum. Það er óásættanlegt því ábyrgð háskólanna felst m.a. í því að undirbúa nemendur sem hefja störf á síbreytilegum atvinnumarkaði að námi loknu, þeir nemendur þurfa að hafa aðgang að nýjasta tæknibúnaði og þekkja nýjustu vísindi hvert á sínu sviði. Skortur á fjármunum veldur því að kennt er í stærri hópum og kennarar fá minna svigrúm til þess að þróa kennsluhætti og það námsframboð sem boðið er upp á. Allt bitnar þetta á gæðum námsins sem íslenskir háskólar bjóða upp á. Það er einnig ákaflega sorglegt að sama umræða á sér stað á vettvangi framhalds- og grunnskólanna, breytingar á starfsmati og hagræðingaraðgerðir í kjölfar kreppunar hafa orðið til þess að viðvarandi skortur er á fjármagni í grunn- og framhaldsskólum, tæki eru ekki endurnýjuð, stoðþjónustu við nemendur er ábótavant og hætt er við því að við þessar aðstæður verði þróun nýrra námsaðferða ófullnægjandi. Það hefur lengi ríkt þverpólítísk sátt um að fjárfesting í menntakerfinu sé jákvæð fjárfesting fyrir samfélagið sem borgar sig margfalt til baka. Ég skora því á alla flokka sem nú eru í framboði til Alþingis að heita því að gera markvisst átak eftir kosningar í því að efla öll menntakerfi landsins. Setja þarf fram aðgerðaráætlun og gera ráð fyrir auknum fjármunum þar sem þeirra er mest þörf. Skólakerfi á Íslandi ætti að byggja á einstaklingsmiðaðri nálgun og fjölbreyttu námsúrvali þar sem nemendur hafa tækifæri til að þroskast og njóta framúrskarandi menntunar á þeim sviðum sem þeir kjósa.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar