Dagný: Mikilvægt að vinna síðasta leik ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 11:37 Dagný Brynjarsdóttir. Mynd/Youtube-síða KSÍ Dagný Brynjarsdóttir var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. Dagný var með fyrirliðaband íslenska liðsins í fjarveru Margrétar Láru Viðarsdóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. „Við stefndum á sigur í dag og það var mikilvægt að vinna síðasta leik ársins. Við erum búnar spila vel á þessu ári. Við höfðum heldur ekki unnið síðan að við töpuðum á móti Skotum og það var því mikilvægt að enda mótið á sigri,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Við vorum með yfirburði allan tímann og héldum boltanum vel og vorum að skapa okkur færi. Við hefðum þurft að vera aðeins betri í kringum vítateiginn því við vorum að fá mikið af hálffærum. Við náðum einhvern veginn ekki að klára færin okkar en það er eitthvað sem við getum unnið í,“ sagði Dagný. „Ég viðurkenni það alveg að það var frekar pirrandi að þær voru í jörðinni allan tímann. Það tók allt langan tíma hjá þeim hvort sem það voru innköst, aukaspyrnur eða þegar markvörðurinn var með boltann. Svo lágu þær líka í grasinu við minnstu snertingu. Það er mikilvægt að halda einbeitingu á móti svona andstæðingum. Það getur oft verið erfitt en mér fannst við gera það vel í dag,“ sagði Dagný. „Þær lágu aftarlega og voru að tefja en við náðum að setja eitt mark. Það var nóg. Það var líka gott fyrir okkur að halda hreinu því við höfðum ekki náð því hér úti í Kína. Það var því gott að enda þetta á sigri og að halda hreinu,“ sagði Dagný. „Mótið var fínt hjá okkur. Auðvitað hefðum við vilja vinna Dani sem var leikur sem var í okkar höndum. Við vorum að prófa nýtt leikkerfi og allir í hópnum fengu stórt hlutverk. Við vorum saman hér í tíu daga sem var mjög mikilvægt fyrir hópinn. Þetta er búin að vera mikil reynsla,“ sagði Dagný. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Freyr: Frammistaðan langt frá okkar besta "Ég er bara óánægður að tapa, þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:26 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Glódís: Vorum orkulausar í síðari hálfleiknum „Við erum mjög svekktar. Mér fannst við betri í þessum leik og í fyrri hálfleik eigum við leikinn, þær fá tvær sóknir og skora eitt mark,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:44 Vel tekið á móti stelpunum okkar í skóla í Chongqing | Eins og Justin Bieber væri mættur á svæðið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. 21. október 2016 13:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. Dagný var með fyrirliðaband íslenska liðsins í fjarveru Margrétar Láru Viðarsdóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. „Við stefndum á sigur í dag og það var mikilvægt að vinna síðasta leik ársins. Við erum búnar spila vel á þessu ári. Við höfðum heldur ekki unnið síðan að við töpuðum á móti Skotum og það var því mikilvægt að enda mótið á sigri,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Við vorum með yfirburði allan tímann og héldum boltanum vel og vorum að skapa okkur færi. Við hefðum þurft að vera aðeins betri í kringum vítateiginn því við vorum að fá mikið af hálffærum. Við náðum einhvern veginn ekki að klára færin okkar en það er eitthvað sem við getum unnið í,“ sagði Dagný. „Ég viðurkenni það alveg að það var frekar pirrandi að þær voru í jörðinni allan tímann. Það tók allt langan tíma hjá þeim hvort sem það voru innköst, aukaspyrnur eða þegar markvörðurinn var með boltann. Svo lágu þær líka í grasinu við minnstu snertingu. Það er mikilvægt að halda einbeitingu á móti svona andstæðingum. Það getur oft verið erfitt en mér fannst við gera það vel í dag,“ sagði Dagný. „Þær lágu aftarlega og voru að tefja en við náðum að setja eitt mark. Það var nóg. Það var líka gott fyrir okkur að halda hreinu því við höfðum ekki náð því hér úti í Kína. Það var því gott að enda þetta á sigri og að halda hreinu,“ sagði Dagný. „Mótið var fínt hjá okkur. Auðvitað hefðum við vilja vinna Dani sem var leikur sem var í okkar höndum. Við vorum að prófa nýtt leikkerfi og allir í hópnum fengu stórt hlutverk. Við vorum saman hér í tíu daga sem var mjög mikilvægt fyrir hópinn. Þetta er búin að vera mikil reynsla,“ sagði Dagný.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Freyr: Frammistaðan langt frá okkar besta "Ég er bara óánægður að tapa, þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:26 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Glódís: Vorum orkulausar í síðari hálfleiknum „Við erum mjög svekktar. Mér fannst við betri í þessum leik og í fyrri hálfleik eigum við leikinn, þær fá tvær sóknir og skora eitt mark,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:44 Vel tekið á móti stelpunum okkar í skóla í Chongqing | Eins og Justin Bieber væri mættur á svæðið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. 21. október 2016 13:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30
Freyr: Frammistaðan langt frá okkar besta "Ég er bara óánægður að tapa, þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:26
Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04
Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23
Glódís: Vorum orkulausar í síðari hálfleiknum „Við erum mjög svekktar. Mér fannst við betri í þessum leik og í fyrri hálfleik eigum við leikinn, þær fá tvær sóknir og skora eitt mark,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag. 22. október 2016 15:44
Vel tekið á móti stelpunum okkar í skóla í Chongqing | Eins og Justin Bieber væri mættur á svæðið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. 21. október 2016 13:00