Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 11:23 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Mynd/Youtube-síða KSÍ Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Það var mjög mikilvægt að enda þetta á sigri sérstaklega í ljós þessi hvernig leikurinn var. Það hefði verið ótrúlega pirrandi að fara heim með jafntefli eða tap. Það var því gott að ná sigri,“ sagði Freyr í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Þær voru bara fínar í leiknum. Stelpurnar spiluðu boltanum vel á milli sín og komust í fullt af góðum færum. Við þurfum síðan að fara að hugsa um það núna að við erum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir á síðasta þriðjungnum. Við höfum áður lent í þeim fasa eða fyrir tveimur árum síðan. Við leiðréttum það og það er eitthvað sem er í gangi núna,“ sagði Freyr. „Við erum án Hörpu (Þorsteinsdóttur) og Margrét (Lára Viðarsdóttir) er ekki á fullum krafti með okkur. Við erum því búin að missa þessa tvo fremstu leikmenn í burtu þótt að Margrét sé að reyna. Við reyndum að fá eins mikið út úr henni og við gátum á þessu móti. Við þurfum að aðlaga okkur og þetta mót fór aðeins í það,“ sagði Freyr. „Það er ótrúlega mikilvægt að vera búnar að hlaupa aðeins og lenda á nokkrum veggjum núna áður en við förum inn í nýtt ár. Ég er virkilega ánægður með þetta mót hjá okkur,“ sagði Freyr. „Það komu alveg frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti. Þetta var góð æfing og góðu ári er lokið. Ég er hrikalega sáttur,“ sagði Freyr. „Þetta mót var mikil upplifun og skemmtun. Ætli ég verði ekki að koma líka inn með orðin hiti og raki. Það er frábært að upplifa það að spila við þannig aðstæður,“ sagði Freyr. Það er sjá að finna allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Það var mjög mikilvægt að enda þetta á sigri sérstaklega í ljós þessi hvernig leikurinn var. Það hefði verið ótrúlega pirrandi að fara heim með jafntefli eða tap. Það var því gott að ná sigri,“ sagði Freyr í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Þær voru bara fínar í leiknum. Stelpurnar spiluðu boltanum vel á milli sín og komust í fullt af góðum færum. Við þurfum síðan að fara að hugsa um það núna að við erum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir á síðasta þriðjungnum. Við höfum áður lent í þeim fasa eða fyrir tveimur árum síðan. Við leiðréttum það og það er eitthvað sem er í gangi núna,“ sagði Freyr. „Við erum án Hörpu (Þorsteinsdóttur) og Margrét (Lára Viðarsdóttir) er ekki á fullum krafti með okkur. Við erum því búin að missa þessa tvo fremstu leikmenn í burtu þótt að Margrét sé að reyna. Við reyndum að fá eins mikið út úr henni og við gátum á þessu móti. Við þurfum að aðlaga okkur og þetta mót fór aðeins í það,“ sagði Freyr. „Það er ótrúlega mikilvægt að vera búnar að hlaupa aðeins og lenda á nokkrum veggjum núna áður en við förum inn í nýtt ár. Ég er virkilega ánægður með þetta mót hjá okkur,“ sagði Freyr. „Það komu alveg frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti. Þetta var góð æfing og góðu ári er lokið. Ég er hrikalega sáttur,“ sagði Freyr. „Þetta mót var mikil upplifun og skemmtun. Ætli ég verði ekki að koma líka inn með orðin hiti og raki. Það er frábært að upplifa það að spila við þannig aðstæður,“ sagði Freyr. Það er sjá að finna allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30
Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04