Bakþankar Norðmanna kosta Vegagerðina 600 milljónir króna Svavar Hávarðsson skrifar 24. október 2016 07:00 Smíði ferjunnar mun hefjast innan tíðar að öllu óbreyttu. mynd/vegagerðin Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. Áhrif þessa eru þau að kostnaður við smíðina verður nokkru hærri en áætlað var út frá lægstu tilboðum en tefur verkið ekki. Lægstu tilboðin hljóðuðu upp á 2,6 til 2,7 milljarða króna en það tilboð sem nú er talið vænlegast er upp á 3,2 milljarða króna. Upphaflega voru tilboð í nýja ferju opnuð um miðjan september og voru þau lægstu heilum 800 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var um 3,5 milljarðar króna. Norska fyrirtækið Moskenesstraumen AS átti annað af lægstu tilboðunum en dró það til baka án þess að gefa fyrir því sérstakar ástæður. Annars vegar lutu tilboðin að smíði ferjunnar eingöngu en hins vegar að smíði hennar og rekstri til tólf ára. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru öll tilboð um smíði og rekstur óaðgengileg og þau hafa verið lögð til hliðar. Vegagerðin staðfestir að litið sé til tilboðs pólsks fyrirtækis – skipasmíðastöðvarinnar Crist SA – sem var það fimmta lægsta. Kínverskt fyrirtæki átti mun lægra tilboð – áþekkt því norska – en þegar tekinn hafði verið með í reikninginn fjarlægðarkostnaður, eftirlit og að koma skipinu til Íslands þá voru önnur tilboð hagstæðari. Munurinn á tilboði pólska fyrirtækisins og því lægsta er um 600 milljónir króna. Þegar það lá fyrir að norska fyrirtækið, sem átti hagstæðasta tilboðið, hafði fallið frá því á síðustu stundu var farin ferð út til að skoða pólsku skipasmíðastöðina til að meta tilboð fyrirtækisins til fullnustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. Áhrif þessa eru þau að kostnaður við smíðina verður nokkru hærri en áætlað var út frá lægstu tilboðum en tefur verkið ekki. Lægstu tilboðin hljóðuðu upp á 2,6 til 2,7 milljarða króna en það tilboð sem nú er talið vænlegast er upp á 3,2 milljarða króna. Upphaflega voru tilboð í nýja ferju opnuð um miðjan september og voru þau lægstu heilum 800 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var um 3,5 milljarðar króna. Norska fyrirtækið Moskenesstraumen AS átti annað af lægstu tilboðunum en dró það til baka án þess að gefa fyrir því sérstakar ástæður. Annars vegar lutu tilboðin að smíði ferjunnar eingöngu en hins vegar að smíði hennar og rekstri til tólf ára. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru öll tilboð um smíði og rekstur óaðgengileg og þau hafa verið lögð til hliðar. Vegagerðin staðfestir að litið sé til tilboðs pólsks fyrirtækis – skipasmíðastöðvarinnar Crist SA – sem var það fimmta lægsta. Kínverskt fyrirtæki átti mun lægra tilboð – áþekkt því norska – en þegar tekinn hafði verið með í reikninginn fjarlægðarkostnaður, eftirlit og að koma skipinu til Íslands þá voru önnur tilboð hagstæðari. Munurinn á tilboði pólska fyrirtækisins og því lægsta er um 600 milljónir króna. Þegar það lá fyrir að norska fyrirtækið, sem átti hagstæðasta tilboðið, hafði fallið frá því á síðustu stundu var farin ferð út til að skoða pólsku skipasmíðastöðina til að meta tilboð fyrirtækisins til fullnustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18
Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45
Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45