Starfsfólk keppninnar færði henni þau skilaboð á föstudaginn, en í gær fundaði hún með eigenda keppninnar. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Arna að um misskilning á milli eigenda og starfsfólks hefði verið að ræða. Nú segir hún það ekki vera rétt heldur hafi henni verið skipað að segja það.
Sjá einnig: Misskilningur í Las Vegas: Arna Ýr ætlar að keppa
„Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því,“ skrifaði Arna á Facebook í morgun.
Þar segist hún ætla að standa uppi fyrir sjálfri sér, öllum konum og íslensku þjóðinni.
„Ég ætla ekki að láta segja mér að ég hafi of mikla fitu utan á mér til þess að vera flott upp á sviði. Ég er hætt. Ég ætla ekki upp á svið í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International.“
Arna segist nú vera farin af hótelinu og að hún hafi skilið eftir skilaboð til eigandans. Í því sagði Arna að ef hann ætlaði að halda alþjóðlega fegurðarsamkeppni þyrfti hann að geta séð alþjóðlega fegurð.
„P.s. Hælarnir lagðir á hilluna!“