Vel tekið á móti stelpunum okkar í skóla í Chongqing | Eins og Justin Bieber væri mættur á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2016 13:00 Myndir/KSÍ/Hilmar Þór Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. Íslensku stelpurnar gerðu jafntefli við Kína í gær en í dag fóru þær í skemmtilega heimsókn í skóla í Chongqing en það er borgin þar sem æfingamótið fer fram. Á heimasíðu Knattspyrnusambandsins segir að enginn hafi von á því sem tók við leikmönnum. „Á skólalóðinu voru yfir 1000 krakkar með íslenska og kínverska fána og mætti halda að sjálfur Justin Bieber væri mættur á svæðið, slíkur var æsingurinn,“ segir í frétt á heimasíðunni. Dóra María Lárusdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir heimsóttu skólann ásamt starfsfólki KSÍ og fengu allir blóm við komuna. Síðan var gengið á gervigrasvöll skólans þar sem lið skólans var kynnt og í ræðuhöldum var meðal annars talað um að mikið væri lagt upp úr því að hafa öflugt fótboltalið í skólanum. Stelpurnar okkar spiluðu svo við krakkana og sýndu kínversku ungmennin flotta takta á vellinum. Eftir leikinn voru teknar ótal myndir og eiginhandaráritanir gefnar en á stundum ætlaði allt um koll að keyra sökum æsings krakkana. Allir fengu þó að lokum mynd og áritun og þökkuðu krakkarnir fyrir sig með því að gefa öllum myndir sem þau sjálf höfðu gert. Það er hægt að finna skemmtilegar myndir Hilmars Þórs Guðmundssonar Norðfjörð inn á Facebook-síðu KSÍ en einnig hér fyrir neðan.Mynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar Þór Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. Íslensku stelpurnar gerðu jafntefli við Kína í gær en í dag fóru þær í skemmtilega heimsókn í skóla í Chongqing en það er borgin þar sem æfingamótið fer fram. Á heimasíðu Knattspyrnusambandsins segir að enginn hafi von á því sem tók við leikmönnum. „Á skólalóðinu voru yfir 1000 krakkar með íslenska og kínverska fána og mætti halda að sjálfur Justin Bieber væri mættur á svæðið, slíkur var æsingurinn,“ segir í frétt á heimasíðunni. Dóra María Lárusdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir heimsóttu skólann ásamt starfsfólki KSÍ og fengu allir blóm við komuna. Síðan var gengið á gervigrasvöll skólans þar sem lið skólans var kynnt og í ræðuhöldum var meðal annars talað um að mikið væri lagt upp úr því að hafa öflugt fótboltalið í skólanum. Stelpurnar okkar spiluðu svo við krakkana og sýndu kínversku ungmennin flotta takta á vellinum. Eftir leikinn voru teknar ótal myndir og eiginhandaráritanir gefnar en á stundum ætlaði allt um koll að keyra sökum æsings krakkana. Allir fengu þó að lokum mynd og áritun og þökkuðu krakkarnir fyrir sig með því að gefa öllum myndir sem þau sjálf höfðu gert. Það er hægt að finna skemmtilegar myndir Hilmars Þórs Guðmundssonar Norðfjörð inn á Facebook-síðu KSÍ en einnig hér fyrir neðan.Mynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar Þór
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira