Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2016 16:37 Pálmi Haraldsson í hérðasdómi í dag. Vísir/GVA Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu sem snýst um sex milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem einnig var í eigu Pálma. Lánið var notað til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited en fyrir dómi í dag sagði Pálmi að hann hefði í raun litið svo á að hann væri að selja eignina frá sér. Pálmi sagði að Glitnir hafi verið mjög ákafur í að fá hlutabréfin til sín til að bæta tryggingastöðu sína gagnvart Fons. Við upphaf skýrslutökunnar var Pálmi beðinn um að lýsa aðdraganda lánveitingarinnar í stuttu máli en gögn málsins sýna að innan bankans var unnið að henni í nokkra mánuði áður en lánið var veitt í júlí 2008. „Stutta sagan er sú að á þeim tíma þá lýsti bankinn áhuga á því að fá þessi bréf til sín. Við tókum marga fundi um þetta mál og niðurstaðan var þessi samningur sem var gerður og báðir sáttir eða ósáttir,“ sagði Pálmi. Neitaði að Jón Ásgeir hafði haft umboð innan bankansHann treysti sér ekki til að svara því hver hefði haft frumkvæði að málinu en taldi þó líklegra að það hefði verið hann sjálfur. Pálmi sagði að hann sjálfur hefði þrýst á málið innan Glitnis fyrir hönd Fons, neitaði því að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði haft umboð innan bankans til að koma fram fyrir hönd Fons og neitaði því oftar en einu sinni að Jón Ásgeir hefði ýtt á eftir málinu fyrir Fons innan bankans. „Aðkoma mín að ferli málsins var að semja fyrir hönd félagsins við bankamennina. Við tókum marga slagi um þetta, þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest eins og gengur og gerist á eyrinni,“ sagði Pálmi. Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis og Magnúsar Arnars Arngrímssonar sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans vegna lánsins til FS38. Þá er Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni einnig ákærður fyrir hlutdeild. Fons gekk í sjálfskuldarábyrgð fyrir 1,75 milljarði af lánveitingunni og í því samhengi sagði Pálmi að mikilvægt væri að hafa í huga að eigið fé Fons um áramótin 2007/2008 hefði verið 40 milljarðar.Lagst gegn sölu hlutabréfaEitt það umdeildasta í málinu er verðmæti Aurum en ákæruvaldið telur það hafa verið minna virði en fjórir milljarðar króna sem var sú upphæð sem miðað var við vegna lánveitingarinnar. Verðmæti félagsins bar á góma í vitnisburði Pálma en þar rakti hann hvernig starfsmaður Fons, Pétur Már Halldórsson, hefði lagst gegn því að selja hlutabréfin í Aurum út úr félaginu. „Starfsmaður minn taldi að ég væri ekki að gera samning sem væri sérstaklega hagstæður fyrir Fons. Félagið ætti að halda á þessum bréfum,“ sagði Pálmi. Spurður nánar út í þetta af Óttari Pálssyni verjanda Lárusar Welding sagði Pálmi að Pétur Már hefði talið að Aurum ætti meira inni og það væri í raun meira virði en lagt var til grundvallar við lánveitinguna. Pétur Már sat í stjórn Aurum í Bretlandi fyrir hönd Fons frá árinu 2006 og til ársins 2008. Hann kom fyrir dóminn á eftir Pálma að ósk Gests Jónssonar verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.Rekstrarárið 2007 dapurtGestur spurði Pétur ítarlega út í rekstarstöðu Aurum og kom fram í máli Péturs að rekstrarárið 2007 hefði verið dapurt. Hins vegar hefði orðið viðsnúningur í rekstrinum strax á fyrstu þremur mánuðum ársins 2008 og sterkur bati frá því sem menn hefðu séð árið áður. Sagði Pétur að samkvæmt fimm ára áætlun Aurum væri gert ráð fyrir vexti hjá félaginu. Aðspurður kvaðst Pétur svo hafa lagst mjög gegn því að Fons seldi hlut sinn í Aurum. „Ég lagðist mjög gegn því að Fons myndi selja þessi bréf. Ég sá hag Fons betur borgið í þessu verkefni,“ sagði Pétur og vísaði í áætlanir félagsins um vöxt á næstu árum. „Ég tilkynnti honum [Pálma] það en auðvitað voru þetta hans peningar en ekki mínir eða peningar eigenda Fons en ég gerði það sem í mínu valdi stóð.“ Aurum Holding málið Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu sem snýst um sex milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem einnig var í eigu Pálma. Lánið var notað til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited en fyrir dómi í dag sagði Pálmi að hann hefði í raun litið svo á að hann væri að selja eignina frá sér. Pálmi sagði að Glitnir hafi verið mjög ákafur í að fá hlutabréfin til sín til að bæta tryggingastöðu sína gagnvart Fons. Við upphaf skýrslutökunnar var Pálmi beðinn um að lýsa aðdraganda lánveitingarinnar í stuttu máli en gögn málsins sýna að innan bankans var unnið að henni í nokkra mánuði áður en lánið var veitt í júlí 2008. „Stutta sagan er sú að á þeim tíma þá lýsti bankinn áhuga á því að fá þessi bréf til sín. Við tókum marga fundi um þetta mál og niðurstaðan var þessi samningur sem var gerður og báðir sáttir eða ósáttir,“ sagði Pálmi. Neitaði að Jón Ásgeir hafði haft umboð innan bankansHann treysti sér ekki til að svara því hver hefði haft frumkvæði að málinu en taldi þó líklegra að það hefði verið hann sjálfur. Pálmi sagði að hann sjálfur hefði þrýst á málið innan Glitnis fyrir hönd Fons, neitaði því að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði haft umboð innan bankans til að koma fram fyrir hönd Fons og neitaði því oftar en einu sinni að Jón Ásgeir hefði ýtt á eftir málinu fyrir Fons innan bankans. „Aðkoma mín að ferli málsins var að semja fyrir hönd félagsins við bankamennina. Við tókum marga slagi um þetta, þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest eins og gengur og gerist á eyrinni,“ sagði Pálmi. Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis og Magnúsar Arnars Arngrímssonar sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans vegna lánsins til FS38. Þá er Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni einnig ákærður fyrir hlutdeild. Fons gekk í sjálfskuldarábyrgð fyrir 1,75 milljarði af lánveitingunni og í því samhengi sagði Pálmi að mikilvægt væri að hafa í huga að eigið fé Fons um áramótin 2007/2008 hefði verið 40 milljarðar.Lagst gegn sölu hlutabréfaEitt það umdeildasta í málinu er verðmæti Aurum en ákæruvaldið telur það hafa verið minna virði en fjórir milljarðar króna sem var sú upphæð sem miðað var við vegna lánveitingarinnar. Verðmæti félagsins bar á góma í vitnisburði Pálma en þar rakti hann hvernig starfsmaður Fons, Pétur Már Halldórsson, hefði lagst gegn því að selja hlutabréfin í Aurum út úr félaginu. „Starfsmaður minn taldi að ég væri ekki að gera samning sem væri sérstaklega hagstæður fyrir Fons. Félagið ætti að halda á þessum bréfum,“ sagði Pálmi. Spurður nánar út í þetta af Óttari Pálssyni verjanda Lárusar Welding sagði Pálmi að Pétur Már hefði talið að Aurum ætti meira inni og það væri í raun meira virði en lagt var til grundvallar við lánveitinguna. Pétur Már sat í stjórn Aurum í Bretlandi fyrir hönd Fons frá árinu 2006 og til ársins 2008. Hann kom fyrir dóminn á eftir Pálma að ósk Gests Jónssonar verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.Rekstrarárið 2007 dapurtGestur spurði Pétur ítarlega út í rekstarstöðu Aurum og kom fram í máli Péturs að rekstrarárið 2007 hefði verið dapurt. Hins vegar hefði orðið viðsnúningur í rekstrinum strax á fyrstu þremur mánuðum ársins 2008 og sterkur bati frá því sem menn hefðu séð árið áður. Sagði Pétur að samkvæmt fimm ára áætlun Aurum væri gert ráð fyrir vexti hjá félaginu. Aðspurður kvaðst Pétur svo hafa lagst mjög gegn því að Fons seldi hlut sinn í Aurum. „Ég lagðist mjög gegn því að Fons myndi selja þessi bréf. Ég sá hag Fons betur borgið í þessu verkefni,“ sagði Pétur og vísaði í áætlanir félagsins um vöxt á næstu árum. „Ég tilkynnti honum [Pálma] það en auðvitað voru þetta hans peningar en ekki mínir eða peningar eigenda Fons en ég gerði það sem í mínu valdi stóð.“
Aurum Holding málið Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira