Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2016 13:34 Katrín Ásbjörnsdóttir, lengst til vinstri, skoraði jöfnunarmark Íslands. Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en lenti 2-1 undir í seinni hálfleik. Varamaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði íslenska liðinu jafntefli. Fanndís Friðriksdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 strax á sjöundu mínútu eftir langa sendingu frá fyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Íslenska liðið var yfir í hálfleik og fékk tækifæri til að bæta við marki en skalli Fanndísar fór þá í slána og niður. Wang Shuang jafnaði metin á 53. mínútu og Yang Li kom Kína í 2-1 átta mínútum fyrir leikslok. Íslensku stelpurnar voru hinsvegar ekki á því að tapa þessum leik. Katrín Ásbjörnsdóttir hafði komið inná sem varamaður á 68. mínútu og hún skoraði jöfnunarmarkið á 86. mínútu. Katrín fékk þá sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttur og skoraði laglega rétt utan markteigs. Þetta var fyrsta landsliðsmark Katrínar en hún var aðeins að spila sinn þriðja landsleik þar sem hún hefur verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Það er hægt að sjá mörkin úr leiknum á Twitter-síðu kínverska kvennalandsliðsins eða hér fyrir neðan. Fyrst eru íslensku mörkin og svo þau kínversku.Iceland took the lead in the fifth minute with Fanndis Fridriksdottir following a mistake of China defence. 0-1 #SteelRoses pic.twitter.com/Bz8om6UeLQ— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Katrin Asbjornsdottir leveled the score for the Icelandics. 2-2 #SteelRoses pic.twitter.com/IbUDFJg0m2— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Great control and a still better finish from the Dalian's midfielder Wang Shuang! #SteelRoses pic.twitter.com/s9fuS9cILD— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Cross from Tang Jiali and the Jiangsu's striker heads to goal! #SteelRoses pic.twitter.com/gaQq5FILoh— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Sjá meira
Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en lenti 2-1 undir í seinni hálfleik. Varamaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði íslenska liðinu jafntefli. Fanndís Friðriksdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 strax á sjöundu mínútu eftir langa sendingu frá fyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Íslenska liðið var yfir í hálfleik og fékk tækifæri til að bæta við marki en skalli Fanndísar fór þá í slána og niður. Wang Shuang jafnaði metin á 53. mínútu og Yang Li kom Kína í 2-1 átta mínútum fyrir leikslok. Íslensku stelpurnar voru hinsvegar ekki á því að tapa þessum leik. Katrín Ásbjörnsdóttir hafði komið inná sem varamaður á 68. mínútu og hún skoraði jöfnunarmarkið á 86. mínútu. Katrín fékk þá sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttur og skoraði laglega rétt utan markteigs. Þetta var fyrsta landsliðsmark Katrínar en hún var aðeins að spila sinn þriðja landsleik þar sem hún hefur verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Það er hægt að sjá mörkin úr leiknum á Twitter-síðu kínverska kvennalandsliðsins eða hér fyrir neðan. Fyrst eru íslensku mörkin og svo þau kínversku.Iceland took the lead in the fifth minute with Fanndis Fridriksdottir following a mistake of China defence. 0-1 #SteelRoses pic.twitter.com/Bz8om6UeLQ— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Katrin Asbjornsdottir leveled the score for the Icelandics. 2-2 #SteelRoses pic.twitter.com/IbUDFJg0m2— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Great control and a still better finish from the Dalian's midfielder Wang Shuang! #SteelRoses pic.twitter.com/s9fuS9cILD— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Cross from Tang Jiali and the Jiangsu's striker heads to goal! #SteelRoses pic.twitter.com/gaQq5FILoh— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Sjá meira
Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52
Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18
Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00