Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2016 13:34 Katrín Ásbjörnsdóttir, lengst til vinstri, skoraði jöfnunarmark Íslands. Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en lenti 2-1 undir í seinni hálfleik. Varamaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði íslenska liðinu jafntefli. Fanndís Friðriksdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 strax á sjöundu mínútu eftir langa sendingu frá fyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Íslenska liðið var yfir í hálfleik og fékk tækifæri til að bæta við marki en skalli Fanndísar fór þá í slána og niður. Wang Shuang jafnaði metin á 53. mínútu og Yang Li kom Kína í 2-1 átta mínútum fyrir leikslok. Íslensku stelpurnar voru hinsvegar ekki á því að tapa þessum leik. Katrín Ásbjörnsdóttir hafði komið inná sem varamaður á 68. mínútu og hún skoraði jöfnunarmarkið á 86. mínútu. Katrín fékk þá sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttur og skoraði laglega rétt utan markteigs. Þetta var fyrsta landsliðsmark Katrínar en hún var aðeins að spila sinn þriðja landsleik þar sem hún hefur verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Það er hægt að sjá mörkin úr leiknum á Twitter-síðu kínverska kvennalandsliðsins eða hér fyrir neðan. Fyrst eru íslensku mörkin og svo þau kínversku.Iceland took the lead in the fifth minute with Fanndis Fridriksdottir following a mistake of China defence. 0-1 #SteelRoses pic.twitter.com/Bz8om6UeLQ— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Katrin Asbjornsdottir leveled the score for the Icelandics. 2-2 #SteelRoses pic.twitter.com/IbUDFJg0m2— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Great control and a still better finish from the Dalian's midfielder Wang Shuang! #SteelRoses pic.twitter.com/s9fuS9cILD— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Cross from Tang Jiali and the Jiangsu's striker heads to goal! #SteelRoses pic.twitter.com/gaQq5FILoh— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00 Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en lenti 2-1 undir í seinni hálfleik. Varamaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði íslenska liðinu jafntefli. Fanndís Friðriksdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 strax á sjöundu mínútu eftir langa sendingu frá fyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Íslenska liðið var yfir í hálfleik og fékk tækifæri til að bæta við marki en skalli Fanndísar fór þá í slána og niður. Wang Shuang jafnaði metin á 53. mínútu og Yang Li kom Kína í 2-1 átta mínútum fyrir leikslok. Íslensku stelpurnar voru hinsvegar ekki á því að tapa þessum leik. Katrín Ásbjörnsdóttir hafði komið inná sem varamaður á 68. mínútu og hún skoraði jöfnunarmarkið á 86. mínútu. Katrín fékk þá sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttur og skoraði laglega rétt utan markteigs. Þetta var fyrsta landsliðsmark Katrínar en hún var aðeins að spila sinn þriðja landsleik þar sem hún hefur verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Það er hægt að sjá mörkin úr leiknum á Twitter-síðu kínverska kvennalandsliðsins eða hér fyrir neðan. Fyrst eru íslensku mörkin og svo þau kínversku.Iceland took the lead in the fifth minute with Fanndis Fridriksdottir following a mistake of China defence. 0-1 #SteelRoses pic.twitter.com/Bz8om6UeLQ— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Katrin Asbjornsdottir leveled the score for the Icelandics. 2-2 #SteelRoses pic.twitter.com/IbUDFJg0m2— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Great control and a still better finish from the Dalian's midfielder Wang Shuang! #SteelRoses pic.twitter.com/s9fuS9cILD— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Cross from Tang Jiali and the Jiangsu's striker heads to goal! #SteelRoses pic.twitter.com/gaQq5FILoh— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00 Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52
Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18
Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00