Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2016 12:43 Úr dómssal í gærmorgun. Vísir/GVA Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. Þá hafi hann heldur ekki verið í aðstöðu til að hafa áhrif á gang einstakra mála innan bankans, og þar með talið væri Aurum-málið en aðalmeðferð þess fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi Glitnis á árinu 2008 þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum sem eiga að hafa átt sér stað í kringum sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS38 vegna kaupa þess á 25,7 prósent hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.Verðmæti Aurum umdeilt Saksóknari spurði Jón Ásgeir hvort hann myndi eftir því hvenær undirbúningur vegna lánveitingarinnar hófst. Sagðist Jón Ásgeir ekki muna eftir því en aðspurður um aðkomu sína að málinu sagði hann að hún hefði falist í því að aðstoða félagið Damas LLC til þess að eignast hlut Fons í Aurum.Damas hafði í apríl leitast eftir því með bréfi til Baugs lýst yfir áhuga á að kaupa hlutabréfin í Aurum, en félagið taldi hlutinn vera 100 milljón punda virði, sem er mun meira virði en saksóknari telur. Verðmæti Aurum er einmitt eitt það umdeildasta í málinu þar sem sakborningar segja samtímagögn sem saksóknari lagði ekki fram upphaflega í málinu sýna að virði Aurum var sannarlega í samræmi við lánveitingu Glitnis. Gögnin sanni því sakleysi þeirra þar sem fé bankans hafi ekki verið stefnt í hættu líkt og ákæruvaldið vill meina. Um mikil verðmæti hafi verið að ræða og sýna gögn málsins meðal annars að allt fram í byrjun september 2008 taldi Jón Ásgeir að Glitnir myndi stórgræða á viðskiptunum með bréfin við Damas.Var ekki að keyra málið innan bankansAðspurður hvort að hann hefði þrýst á að lánið til FS38 yrði veitt sagði Jón Ásgeir: „Það er þarna ákveðinn hluti af Damas-málinu, að klára þennan þátt varðandi Aurum en annars kom ég ekki að því, og ég var ekki að keyra málið innan bankans.“ Jón Ásgeir neitaði því síðan að hafa getað sagt Lárusi Welding fyrir verkum. Þá hafi hann ekki getað komið því til leiðar að Lárus yrði látinn víkja úr forstjórastólnum. Þá sagði hann að Lárus hefði ekki haft neina ástæðu til að óttast um stöðu sína hjá Glitni. Í ýmsum tölvupóstum sem saksóknari lagði fram og spurði Jón Ásgeir út í sést að hann á samskiptum við Lárus og Bjarna Jóhannesson, sem einnig er ákærður í málinu, um hin ýmsu mál. Jón Ásgeir sagði gögnin einmitt sýna að hann hafi ekki haft neitt boðvald í Glitni. „Þessi skjöl sýna svart á hvítu að það er ekki þannig og það er bara sagt nei,“ sagði Jón Ásgeir. Allir ákærðu hafa nú lokið við að gefa skýrslu í málinu en því er þó hvergi nærri lokið þar sem tæplega fimmtíu manns munu á næstu dögum koma fyrir dóminn og bera vitni. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. Þá hafi hann heldur ekki verið í aðstöðu til að hafa áhrif á gang einstakra mála innan bankans, og þar með talið væri Aurum-málið en aðalmeðferð þess fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi Glitnis á árinu 2008 þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum sem eiga að hafa átt sér stað í kringum sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS38 vegna kaupa þess á 25,7 prósent hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.Verðmæti Aurum umdeilt Saksóknari spurði Jón Ásgeir hvort hann myndi eftir því hvenær undirbúningur vegna lánveitingarinnar hófst. Sagðist Jón Ásgeir ekki muna eftir því en aðspurður um aðkomu sína að málinu sagði hann að hún hefði falist í því að aðstoða félagið Damas LLC til þess að eignast hlut Fons í Aurum.Damas hafði í apríl leitast eftir því með bréfi til Baugs lýst yfir áhuga á að kaupa hlutabréfin í Aurum, en félagið taldi hlutinn vera 100 milljón punda virði, sem er mun meira virði en saksóknari telur. Verðmæti Aurum er einmitt eitt það umdeildasta í málinu þar sem sakborningar segja samtímagögn sem saksóknari lagði ekki fram upphaflega í málinu sýna að virði Aurum var sannarlega í samræmi við lánveitingu Glitnis. Gögnin sanni því sakleysi þeirra þar sem fé bankans hafi ekki verið stefnt í hættu líkt og ákæruvaldið vill meina. Um mikil verðmæti hafi verið að ræða og sýna gögn málsins meðal annars að allt fram í byrjun september 2008 taldi Jón Ásgeir að Glitnir myndi stórgræða á viðskiptunum með bréfin við Damas.Var ekki að keyra málið innan bankansAðspurður hvort að hann hefði þrýst á að lánið til FS38 yrði veitt sagði Jón Ásgeir: „Það er þarna ákveðinn hluti af Damas-málinu, að klára þennan þátt varðandi Aurum en annars kom ég ekki að því, og ég var ekki að keyra málið innan bankans.“ Jón Ásgeir neitaði því síðan að hafa getað sagt Lárusi Welding fyrir verkum. Þá hafi hann ekki getað komið því til leiðar að Lárus yrði látinn víkja úr forstjórastólnum. Þá sagði hann að Lárus hefði ekki haft neina ástæðu til að óttast um stöðu sína hjá Glitni. Í ýmsum tölvupóstum sem saksóknari lagði fram og spurði Jón Ásgeir út í sést að hann á samskiptum við Lárus og Bjarna Jóhannesson, sem einnig er ákærður í málinu, um hin ýmsu mál. Jón Ásgeir sagði gögnin einmitt sýna að hann hafi ekki haft neitt boðvald í Glitni. „Þessi skjöl sýna svart á hvítu að það er ekki þannig og það er bara sagt nei,“ sagði Jón Ásgeir. Allir ákærðu hafa nú lokið við að gefa skýrslu í málinu en því er þó hvergi nærri lokið þar sem tæplega fimmtíu manns munu á næstu dögum koma fyrir dóminn og bera vitni.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33
Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38