Nordic Playlist á Iceland Airwaves Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2016 14:00 Iceland Airwaves hefst á miðvikudaginn. Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. Þeir listamenn eru Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison. Nordic Playlist kappkostar að sýna þá fjölbreytilegu flóru sem Ísland hefur upp á að bjóða í tónlist. Þórunn Antonía mun vinna að video dagbók með Nordic Playlist vefsíðunni þar sem hún greinir frá því helsta sem vekur athygli og rýnir sérstaklega í hvaða norrænu tónlistarmenn koma fram á Iceland Airwaves. Nordic Playlist er fyrsta tónlistarvefsíðan sem einblínir á að segja frá norrænum tónlistarmönnum og útgáfum þeirra. Síðan var sett á laggirnar í janúar 2014 með stuðningi formennskuverkefnisins hjá Norrænu ráðherranefndinni sem Íslendingar voru þá í forvari fyrir. Nordic Playlist hefur laðað til sín margt af þekktasta tónlistarfólki Norðurlanda sem hefur sett saman spilunarlista þar sem þeir beina athygli sinni að uppáhalds tónlistinni sinni. Síðan þykir nú á meðal þeirra tónlistarfjölmiðla sem bókarar á hátíðum eins og Hróaskeldu og ritstjórar stórra spilunarlista horfa einna helst á til að fylgjast með straumum og stefnum í norrænni tónlist. Þar fyrir utan birtist vikulega uppfærður topp 10 listi frá hverju landi og fréttir af því sem er að gerast í norrænni tónlist. Vefsíðan, www.nordicplaylist.com, var sett á laggirnar í janúar 2014 til að vinna að útbreiðslu norrænnar tónlistar í stafrænu umhverfi. Verkefnið er stutt af Norrænu ráðherranefndinni og var eitt af formennskuverkefnum Íslendinga árið 2014. Spilunarlistinn er þróaður af NOMEX sem er norrænn samstarfsvettvangur ÚTÓN og systurskrifstofanna fjögurra á Norðurlöndum. Vefsíðan hefur að leiðarljósi að skapa aðgang að því sem er helst að gerast svo auðvelt sé að finna upplýsingar á einum stað. „Norðurlöndin eru þekkt fyrir mikið og gott tónlistarlíf og margir af listamönnum okkar skara framúr á heimsvísu. Nordic Playlist er fyrsta síðan sem hefur það hlutverk að kynna þessa listamenn og um leið að varpa ljósi á þá sem eru að byrja að geta sér gott orð. Þetta er fyrsta vefsíða sinnar tegundar og gagngert sett upp til að auðvelda aðgang Norðurlandabúa að tónlist nágranna sinna og um leið að sinna þeim áhuga sem er alþjóðlega á Norrænni tónlist,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri NOMEX, sem þróað hefur Nordic Playlist síðuna. Airwaves Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. Þeir listamenn eru Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison. Nordic Playlist kappkostar að sýna þá fjölbreytilegu flóru sem Ísland hefur upp á að bjóða í tónlist. Þórunn Antonía mun vinna að video dagbók með Nordic Playlist vefsíðunni þar sem hún greinir frá því helsta sem vekur athygli og rýnir sérstaklega í hvaða norrænu tónlistarmenn koma fram á Iceland Airwaves. Nordic Playlist er fyrsta tónlistarvefsíðan sem einblínir á að segja frá norrænum tónlistarmönnum og útgáfum þeirra. Síðan var sett á laggirnar í janúar 2014 með stuðningi formennskuverkefnisins hjá Norrænu ráðherranefndinni sem Íslendingar voru þá í forvari fyrir. Nordic Playlist hefur laðað til sín margt af þekktasta tónlistarfólki Norðurlanda sem hefur sett saman spilunarlista þar sem þeir beina athygli sinni að uppáhalds tónlistinni sinni. Síðan þykir nú á meðal þeirra tónlistarfjölmiðla sem bókarar á hátíðum eins og Hróaskeldu og ritstjórar stórra spilunarlista horfa einna helst á til að fylgjast með straumum og stefnum í norrænni tónlist. Þar fyrir utan birtist vikulega uppfærður topp 10 listi frá hverju landi og fréttir af því sem er að gerast í norrænni tónlist. Vefsíðan, www.nordicplaylist.com, var sett á laggirnar í janúar 2014 til að vinna að útbreiðslu norrænnar tónlistar í stafrænu umhverfi. Verkefnið er stutt af Norrænu ráðherranefndinni og var eitt af formennskuverkefnum Íslendinga árið 2014. Spilunarlistinn er þróaður af NOMEX sem er norrænn samstarfsvettvangur ÚTÓN og systurskrifstofanna fjögurra á Norðurlöndum. Vefsíðan hefur að leiðarljósi að skapa aðgang að því sem er helst að gerast svo auðvelt sé að finna upplýsingar á einum stað. „Norðurlöndin eru þekkt fyrir mikið og gott tónlistarlíf og margir af listamönnum okkar skara framúr á heimsvísu. Nordic Playlist er fyrsta síðan sem hefur það hlutverk að kynna þessa listamenn og um leið að varpa ljósi á þá sem eru að byrja að geta sér gott orð. Þetta er fyrsta vefsíða sinnar tegundar og gagngert sett upp til að auðvelda aðgang Norðurlandabúa að tónlist nágranna sinna og um leið að sinna þeim áhuga sem er alþjóðlega á Norrænni tónlist,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri NOMEX, sem þróað hefur Nordic Playlist síðuna.
Airwaves Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira