Nýir flokkar senuþjófar í kosningunum nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. október 2016 12:00 „Þetta eru líklegast einhverjar merkilegustu kosningar sem við höfum farið í gegnum," sagði Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þórður Snær, ásamt Grétari Þór Eyþórssyni prófessor í stjórnmálafræði í Háskólanum á Akureyri voru viðmælendur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum sem er enn í loftinu.Nýir flokkar sækja í sig veðriðÞórður og Grétar telja niðurstöður þingkosninganna merkilegar fyrir margar sakir. Nýir flokkar hafa sótt í sig veðrið á meðan hinir rótgrónu flokkar Samfylkingar og Framsóknar hlutu sögulega lága kosningu. „Nýju flokkarnir eru umbótaflokkar og vilja fara aðrar leiðir en gömlu flokkarnir,“ sagði Þórður Snær og bætti við að sér þyki athyglisvert að þessir nýju flokkar boði jákvæðni og umbætur, ólíkt nýjum flokkum víða í Evrópu sem margir hverjir ala á ótta og útlendingahatri. Grétar nefnir í þessu samhengi gott gengi glænýs flokks, Viðreisnar, sem náði 10,5 prósenta fylgis á landsvísu og fær sjö þingmenn. Fáir flokkar hafa náð svo góðum árangri í fyrstu kosningum sínum en Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar náði einnig sjö þingmönnum þegar hann bauð fram í Alþingiskosningunum 1987.Allir þingmenn Samfylkingarinnar af landsbyggðinniÞórður Snær bendir á að mikill munur sé á fylgi flokkanna á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar. Stuðningur við Vinstri græn var mikill á höfuðborgarsvæðinu á meðan Samfylkingin náði ekki inn neinum þingmanni í kjördæmum Reykjavíkur og Kraganum. Að mati Grétars eru þessar niðurstöður merkilegar enda hefur Samfylkingin hingað til átt sitt höfuðvígi á Stór-Reykjavíkursvæðinu.Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Mikið fylgi Pírata í könnunum óánægjufylgi Píratar mældust með mikið fylgi í skoðanakönnunum í vor og sumar og útlit var fyrir að flokkurinn ynni stórsigur í kosningunum. Á tímabili mældust Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar svipaðir að stærð en Sjálfstæðisflokkurinn jók við fylgi sitt í aðdraganda kosninga. Að lokum fór svo að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða en Píratar einungis 14,5. Aðspurðir að því hvers vegna dró úr stuðningi við Pírata vilja þeir Grétar og Þórður meina að ýmsir þættir hafi haft áhrif. Í fyrsta lagi nefna þeir þá staðreynd að ungt fólk mæti síður á kjörstað en markhópur Pírata hafi verið í yngra lagi. Þórður nefnir einnig að líkur hafi verið á að fylgi Pírata í kjölfar viðburða vorsins hafi verið óánægjufylgi. „Þetta fylgi dreifðist síðan á aðra flokka,“ segir Þórður en að hans mati hafi alltaf verið viðbúið að Píratar myndu ekki ná yfir þrjátíu prósenta fylgi.Flokkur fólksins sigurvegari B-deildarGrétar og Þórður eru sammála um að persónufylgi hafi verið áberandi í kosningunum. Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafi styrkt stöðu flokkanna á meðan forysta Oddnýjar G. Harðardóttur hafi ekki skilað Samfylkingunni tilætluðum árangri. Að mati Þórðar Snæs var árangur Flokks fólksins, með Ingu Sæland í forystu, athyglisverður. „Þeir eru breyta sem skiptir miklu máli í þessari niðurstöðu.“ Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Aldrei fleiri konur á þingi 30 konur munu sitja á Alþingi á næsta kjörtímabili. 30. október 2016 09:23 Fyrstu viðbrögð Pírata: „Við vinnum næst ef við vinnum ekki núna“ Flokkurinn er með um 12,4 prósenta fylgi þegar þetta er ritað. 29. október 2016 23:15 Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Þetta eru líklegast einhverjar merkilegustu kosningar sem við höfum farið í gegnum," sagði Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þórður Snær, ásamt Grétari Þór Eyþórssyni prófessor í stjórnmálafræði í Háskólanum á Akureyri voru viðmælendur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum sem er enn í loftinu.Nýir flokkar sækja í sig veðriðÞórður og Grétar telja niðurstöður þingkosninganna merkilegar fyrir margar sakir. Nýir flokkar hafa sótt í sig veðrið á meðan hinir rótgrónu flokkar Samfylkingar og Framsóknar hlutu sögulega lága kosningu. „Nýju flokkarnir eru umbótaflokkar og vilja fara aðrar leiðir en gömlu flokkarnir,“ sagði Þórður Snær og bætti við að sér þyki athyglisvert að þessir nýju flokkar boði jákvæðni og umbætur, ólíkt nýjum flokkum víða í Evrópu sem margir hverjir ala á ótta og útlendingahatri. Grétar nefnir í þessu samhengi gott gengi glænýs flokks, Viðreisnar, sem náði 10,5 prósenta fylgis á landsvísu og fær sjö þingmenn. Fáir flokkar hafa náð svo góðum árangri í fyrstu kosningum sínum en Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar náði einnig sjö þingmönnum þegar hann bauð fram í Alþingiskosningunum 1987.Allir þingmenn Samfylkingarinnar af landsbyggðinniÞórður Snær bendir á að mikill munur sé á fylgi flokkanna á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar. Stuðningur við Vinstri græn var mikill á höfuðborgarsvæðinu á meðan Samfylkingin náði ekki inn neinum þingmanni í kjördæmum Reykjavíkur og Kraganum. Að mati Grétars eru þessar niðurstöður merkilegar enda hefur Samfylkingin hingað til átt sitt höfuðvígi á Stór-Reykjavíkursvæðinu.Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Mikið fylgi Pírata í könnunum óánægjufylgi Píratar mældust með mikið fylgi í skoðanakönnunum í vor og sumar og útlit var fyrir að flokkurinn ynni stórsigur í kosningunum. Á tímabili mældust Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar svipaðir að stærð en Sjálfstæðisflokkurinn jók við fylgi sitt í aðdraganda kosninga. Að lokum fór svo að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða en Píratar einungis 14,5. Aðspurðir að því hvers vegna dró úr stuðningi við Pírata vilja þeir Grétar og Þórður meina að ýmsir þættir hafi haft áhrif. Í fyrsta lagi nefna þeir þá staðreynd að ungt fólk mæti síður á kjörstað en markhópur Pírata hafi verið í yngra lagi. Þórður nefnir einnig að líkur hafi verið á að fylgi Pírata í kjölfar viðburða vorsins hafi verið óánægjufylgi. „Þetta fylgi dreifðist síðan á aðra flokka,“ segir Þórður en að hans mati hafi alltaf verið viðbúið að Píratar myndu ekki ná yfir þrjátíu prósenta fylgi.Flokkur fólksins sigurvegari B-deildarGrétar og Þórður eru sammála um að persónufylgi hafi verið áberandi í kosningunum. Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafi styrkt stöðu flokkanna á meðan forysta Oddnýjar G. Harðardóttur hafi ekki skilað Samfylkingunni tilætluðum árangri. Að mati Þórðar Snæs var árangur Flokks fólksins, með Ingu Sæland í forystu, athyglisverður. „Þeir eru breyta sem skiptir miklu máli í þessari niðurstöðu.“
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Aldrei fleiri konur á þingi 30 konur munu sitja á Alþingi á næsta kjörtímabili. 30. október 2016 09:23 Fyrstu viðbrögð Pírata: „Við vinnum næst ef við vinnum ekki núna“ Flokkurinn er með um 12,4 prósenta fylgi þegar þetta er ritað. 29. október 2016 23:15 Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28
Aldrei fleiri konur á þingi 30 konur munu sitja á Alþingi á næsta kjörtímabili. 30. október 2016 09:23
Fyrstu viðbrögð Pírata: „Við vinnum næst ef við vinnum ekki núna“ Flokkurinn er með um 12,4 prósenta fylgi þegar þetta er ritað. 29. október 2016 23:15
Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37