Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 23:09 Hillary Clinton ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og meðframbjóðanda Tim Kaine þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í dag. vísir/getty Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. Þá var eiginmaður hennar, Bill Clinton, með fjólublátt bindi í stíl við konu sína. Ýmsir hafa velt fyrir sér merkingu fjólubláa litarins og er fjallað um hana á vef Vanity Fair. Þar kemur meðal annars fram að sveifluríkin svokölluðu eru gjarnan kölluð „fjólubláu ríkin“ þar sem það er jú erfitt að spá fyrir um það hvort þau verði rauð, fyrir Repúblikana, eða blá, fyrir Demókrata, en fjólublár er einmitt búinn til með rauðum og bláum. Í ræðu sinni í dag var Clinton tíðrætt um mikilvægi þess að bandaríska þjóðin stæði saman og horfði til framtíðar en fjólublár táknar einmitt samstöðu og framþróun.I love that @HillaryClinton was wearing purple for unity. That, paired with her message showed a whole, whole lot of grace.— Hayley Waring (@haywaring) November 9, 2016 „Við sjáum þjóðina okkar mun klofnari en við töldum að hún væri. En ég trúi enn á Bandaríkin og ég mun alltaf trúa á Bandaríkin. Ef að þið gerið slíkt hið sama þá verðum við að sætta okkur við þessi úrslit og horfa til framtíðar,“ sagði Clinton. Aðrir sáu lit súffragettanna í litavali Clinton en hvítur, grænn og fjólublár eru litir fána súffragettanna..@HillaryClinton & Bill wearing purple women's suffrage colors at concession speech. #election2016— Scott Shafer (@scottshafer) November 9, 2016 Enn aðrir sáu lit meþódista þar sem Clinton er meþódisti en hjá þeim táknar fjólublár bæði göfga og yfirbót. Síðan er fjólublár litur sem notaður er í baráttunni gegn einelti í samfélagi hinsegin fólks í Bandaríkjunum.Ræðu Clinton má sjá hér að neðan en hún byrjar þegar um sex mínútur eru liðnar af myndbandinu. Donald Trump Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 16:00 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. Þá var eiginmaður hennar, Bill Clinton, með fjólublátt bindi í stíl við konu sína. Ýmsir hafa velt fyrir sér merkingu fjólubláa litarins og er fjallað um hana á vef Vanity Fair. Þar kemur meðal annars fram að sveifluríkin svokölluðu eru gjarnan kölluð „fjólubláu ríkin“ þar sem það er jú erfitt að spá fyrir um það hvort þau verði rauð, fyrir Repúblikana, eða blá, fyrir Demókrata, en fjólublár er einmitt búinn til með rauðum og bláum. Í ræðu sinni í dag var Clinton tíðrætt um mikilvægi þess að bandaríska þjóðin stæði saman og horfði til framtíðar en fjólublár táknar einmitt samstöðu og framþróun.I love that @HillaryClinton was wearing purple for unity. That, paired with her message showed a whole, whole lot of grace.— Hayley Waring (@haywaring) November 9, 2016 „Við sjáum þjóðina okkar mun klofnari en við töldum að hún væri. En ég trúi enn á Bandaríkin og ég mun alltaf trúa á Bandaríkin. Ef að þið gerið slíkt hið sama þá verðum við að sætta okkur við þessi úrslit og horfa til framtíðar,“ sagði Clinton. Aðrir sáu lit súffragettanna í litavali Clinton en hvítur, grænn og fjólublár eru litir fána súffragettanna..@HillaryClinton & Bill wearing purple women's suffrage colors at concession speech. #election2016— Scott Shafer (@scottshafer) November 9, 2016 Enn aðrir sáu lit meþódista þar sem Clinton er meþódisti en hjá þeim táknar fjólublár bæði göfga og yfirbót. Síðan er fjólublár litur sem notaður er í baráttunni gegn einelti í samfélagi hinsegin fólks í Bandaríkjunum.Ræðu Clinton má sjá hér að neðan en hún byrjar þegar um sex mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Donald Trump Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 16:00 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24
Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 16:00