Gazza biðst afsökunar á því að hafa fíflað Colin Henry fyrir 20 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 21:15 Markið eftirminnilega hjá Paul Gascoigne. Vísir/Getty Nágrannarnir Englendingar og Skotar mætast í undankeppni HM 2018 á Wembley á föstudagskvöldið en liðin eru saman í F-riðlinum. Það er ekki á hverjum degi sem stærstu knattspyrnusambönd Breta mætast innbyrðis á fótboltavellinum og að sjálfsögðu hafa breskir fjölmiðlar verið að rifja upp gamlar rimmur liðanna. Ein af þeim er þegar England og Skotland mættust á EM í Englandi fyrir rétt rúmum tuttugu árum síðan. Leikurinn var í riðlakeppninni fór fram á Wembley-leikvanginum. Enska liðið vann leikinn 2-0. Alan Shearer skoraði fyrri markið á 53. mínútu en Paul Gascoigne skoraði það síðara og innsiglaði með því sigurinn á 79. mínútu. Englendingar og Hollendingar fóru upp úr riðlinum en Skotar sátu eftir með sárt ennið á færri mörkum skoruðum. Markið hjá Paul Gascoigne var eitt af mörkum keppninnar og er eitt eftirminnilegasta markið sem hann skoraði á ferlinum. Gascoigne var þarna nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir ævintýri sitt með Lazio á Ítalíu en hann hafði unnið tvöfalt með Rangers fyrr um vorið. Leikurinn var því sérstakur fyrir þennan vandræðagemling sem kom sér í meiri vandræði með fagnaðarlátum sínum eftir markið þar sem hann apaði eftir drykkjulæti sín sem höfðu komist á síður blaðanna í aðdraganda leiksins. Markið sjálft var algjört augnakonfekt þar sem hann sýndi hversu frábær fótboltamaður hann var. Gascoigne lyfti boltanum á stórkostlegan hátt fyrir varnarmanninn Colin Hendry og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. Colin Hendry leit vægast illa út í þessu marki og nú tuttugu árum síðar ákvað Paul Gascoigne að biðja Hendry afsökunar á því að hafa farið svona illa með hann á Wembley-leikvanginum fyrir tuttugu árum síðan. Það má sjá Twitter-færslu Gazza hér fyrir neðan.Hi hope alls well I'm looking forward 2 the match sorry2the scots and to Colin Henry for me it was play ground stuff pic.twitter.com/t6d5naKUaz— Paul Gascoigne (@gazza8gascoigne) November 9, 2016 Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Nágrannarnir Englendingar og Skotar mætast í undankeppni HM 2018 á Wembley á föstudagskvöldið en liðin eru saman í F-riðlinum. Það er ekki á hverjum degi sem stærstu knattspyrnusambönd Breta mætast innbyrðis á fótboltavellinum og að sjálfsögðu hafa breskir fjölmiðlar verið að rifja upp gamlar rimmur liðanna. Ein af þeim er þegar England og Skotland mættust á EM í Englandi fyrir rétt rúmum tuttugu árum síðan. Leikurinn var í riðlakeppninni fór fram á Wembley-leikvanginum. Enska liðið vann leikinn 2-0. Alan Shearer skoraði fyrri markið á 53. mínútu en Paul Gascoigne skoraði það síðara og innsiglaði með því sigurinn á 79. mínútu. Englendingar og Hollendingar fóru upp úr riðlinum en Skotar sátu eftir með sárt ennið á færri mörkum skoruðum. Markið hjá Paul Gascoigne var eitt af mörkum keppninnar og er eitt eftirminnilegasta markið sem hann skoraði á ferlinum. Gascoigne var þarna nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir ævintýri sitt með Lazio á Ítalíu en hann hafði unnið tvöfalt með Rangers fyrr um vorið. Leikurinn var því sérstakur fyrir þennan vandræðagemling sem kom sér í meiri vandræði með fagnaðarlátum sínum eftir markið þar sem hann apaði eftir drykkjulæti sín sem höfðu komist á síður blaðanna í aðdraganda leiksins. Markið sjálft var algjört augnakonfekt þar sem hann sýndi hversu frábær fótboltamaður hann var. Gascoigne lyfti boltanum á stórkostlegan hátt fyrir varnarmanninn Colin Hendry og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. Colin Hendry leit vægast illa út í þessu marki og nú tuttugu árum síðar ákvað Paul Gascoigne að biðja Hendry afsökunar á því að hafa farið svona illa með hann á Wembley-leikvanginum fyrir tuttugu árum síðan. Það má sjá Twitter-færslu Gazza hér fyrir neðan.Hi hope alls well I'm looking forward 2 the match sorry2the scots and to Colin Henry for me it was play ground stuff pic.twitter.com/t6d5naKUaz— Paul Gascoigne (@gazza8gascoigne) November 9, 2016
Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira