Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 11:30 Ísak Ernir Kristinsson er einn besti dómarinn í Domino's-deildinni. vísir/anton brink Ísak Ernir Kristinsson, einn af bestu dómurum Domino's-deildar karla í körfubolta, hefur verið færður af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á föstudagskvöldið. Ísak Ernir var einn þriggja dómara í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunndagskvöldið þar sem hann fór illa að ráði sínu á lokasekúndunum. Þrátt fyrir að vera mjög vel staðsettur dæmdi hann ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, þegar hann steig á hliðarlínuna er hann gaf stoðsendinguna á Lewis Clinch sem skoraði sigurkörfu leiksins. Stjörnumenn trylltust og fékk Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins, tæknivillu fyrir að mótmæla ákvörðun Ísaks um að dæma ekki innkast sem Stjarnan hefði þá fengið.„Við erum alltaf að færa dómara til. Það er hreyfing á mönnum í hverri viku. Það var meira að segja meiri hreyfing á mönnum fyrir síðustu leikviku,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, við Vísi aðspurður um ástæðu þess að Ísak var tekinn af leiknum. Í staðinn fyrir að dæma leik Þórs Þ. og Stjörnunnar verður Ísak í frábæru þriggja manna teymi með Sigmundi Má Herbertssyni og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í leik Hauka og ÍR sem er hinn leikurinn á föstudaginn. „Það geta verið allskonar ástæður fyrir því að við þurfum að hreyfa menn til þó það sé búið að bóka menn að leiki. Það geta komið upp meiðsli og annað,“ segir Rúnar Birgir. Aðspurður beint hvort ástæðan sé ekki að ótækt hafi verið að láta Ísak Erni dæma leik hjá Stjörnunni aðeins fimm dögum eftir bikarklúðrið segir dómarastjórinn: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45 á föstudagskvöldið en sjötta umferðin verður svo gerð upp í Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leik eða klukkan 22.00. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband Karfan sem kom Grindavík áfram í Maltbikarnum átti ekki að standa. 7. nóvember 2016 12:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Ísak Ernir Kristinsson, einn af bestu dómurum Domino's-deildar karla í körfubolta, hefur verið færður af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á föstudagskvöldið. Ísak Ernir var einn þriggja dómara í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunndagskvöldið þar sem hann fór illa að ráði sínu á lokasekúndunum. Þrátt fyrir að vera mjög vel staðsettur dæmdi hann ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, þegar hann steig á hliðarlínuna er hann gaf stoðsendinguna á Lewis Clinch sem skoraði sigurkörfu leiksins. Stjörnumenn trylltust og fékk Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins, tæknivillu fyrir að mótmæla ákvörðun Ísaks um að dæma ekki innkast sem Stjarnan hefði þá fengið.„Við erum alltaf að færa dómara til. Það er hreyfing á mönnum í hverri viku. Það var meira að segja meiri hreyfing á mönnum fyrir síðustu leikviku,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, við Vísi aðspurður um ástæðu þess að Ísak var tekinn af leiknum. Í staðinn fyrir að dæma leik Þórs Þ. og Stjörnunnar verður Ísak í frábæru þriggja manna teymi með Sigmundi Má Herbertssyni og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í leik Hauka og ÍR sem er hinn leikurinn á föstudaginn. „Það geta verið allskonar ástæður fyrir því að við þurfum að hreyfa menn til þó það sé búið að bóka menn að leiki. Það geta komið upp meiðsli og annað,“ segir Rúnar Birgir. Aðspurður beint hvort ástæðan sé ekki að ótækt hafi verið að láta Ísak Erni dæma leik hjá Stjörnunni aðeins fimm dögum eftir bikarklúðrið segir dómarastjórinn: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45 á föstudagskvöldið en sjötta umferðin verður svo gerð upp í Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leik eða klukkan 22.00.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband Karfan sem kom Grindavík áfram í Maltbikarnum átti ekki að standa. 7. nóvember 2016 12:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband Karfan sem kom Grindavík áfram í Maltbikarnum átti ekki að standa. 7. nóvember 2016 12:15