Fyrirheit stjórnvalda reyndust orðin tóm Svavar Hávarðsson skrifar 8. nóvember 2016 11:00 Nemendur Háskóla Íslands á haustmisseri eru skráðir 13.000. Vísir/Ernir Stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit um að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD á þessu ári og Norðurlandanna árið 2020. Ekkert er minnst á þessi fyrirheit í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017 til 2021. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi búið við skertar fjárveitingar árum saman um leið og nemendum hefur fjölgað mikið og kröfur til skólans stóraukist. „Háskólinn hefur gætt ýtrasta aðhalds í öllum rekstri, en lengra verður ekki gengið án þess að gæðum náms og kennslu sé stefnt í voða og stöðu og orðspori skólans á alþjóðavettvangi ógnað. Fyrir liggur að skólinn verður að óbreyttu rekinn með um 300 milljóna króna halla á þessu ári sem er fordæmalaust og óvissa er um framhaldið,“ segir Jón Atli í viðtali við Fréttablaðið.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli gerir að umtalsefni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit sín um framlög til skólans. Aðspurður segir hann að í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar sé kveðið á um að standa við framlög til Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands sem þýðir að framlög til Háskóla Íslands skuli aukast í áföngum uns meðalfjárveitingum til háskóla á hinum Norðurlöndunum verði náð árið 2020. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sé þetta markmið ítrekað. „Þetta fyrirheit hefur ekki verið efnt og eru því gífurleg vonbrigði að í nýlega samþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021, þar sem gert ráð fyrir verulegri útgjaldaaukningu til ýmissa innviða af hálfu ríkisins, er háskólastigið skilið eftir,“ segir Jón Atli og bætir við að til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þurfi skólinn um 1,5 milljarða króna strax árið 2017. Núverandi staða hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við háskólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft hefur að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum á undanförnum árum. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Augljóst er að langvarandi undirfjármögnun Háskólans mun hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi,“ segir rektor. Jón Atli segir í grein sinni í Læknablaðinu að áhrifa þessarar alvarlegu stöðu muni að óbreyttu ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu, enda starfi Háskóli Íslands og Landspítalinn sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði. Ríflega 2.000 nemendur leggja nú stund á nám á fjölmörgum fræðisviðum sem tengjast heilbrigðiskerfinu. Kosningar 2016 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit um að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD á þessu ári og Norðurlandanna árið 2020. Ekkert er minnst á þessi fyrirheit í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017 til 2021. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi búið við skertar fjárveitingar árum saman um leið og nemendum hefur fjölgað mikið og kröfur til skólans stóraukist. „Háskólinn hefur gætt ýtrasta aðhalds í öllum rekstri, en lengra verður ekki gengið án þess að gæðum náms og kennslu sé stefnt í voða og stöðu og orðspori skólans á alþjóðavettvangi ógnað. Fyrir liggur að skólinn verður að óbreyttu rekinn með um 300 milljóna króna halla á þessu ári sem er fordæmalaust og óvissa er um framhaldið,“ segir Jón Atli í viðtali við Fréttablaðið.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli gerir að umtalsefni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit sín um framlög til skólans. Aðspurður segir hann að í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar sé kveðið á um að standa við framlög til Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands sem þýðir að framlög til Háskóla Íslands skuli aukast í áföngum uns meðalfjárveitingum til háskóla á hinum Norðurlöndunum verði náð árið 2020. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sé þetta markmið ítrekað. „Þetta fyrirheit hefur ekki verið efnt og eru því gífurleg vonbrigði að í nýlega samþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021, þar sem gert ráð fyrir verulegri útgjaldaaukningu til ýmissa innviða af hálfu ríkisins, er háskólastigið skilið eftir,“ segir Jón Atli og bætir við að til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þurfi skólinn um 1,5 milljarða króna strax árið 2017. Núverandi staða hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við háskólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft hefur að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum á undanförnum árum. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Augljóst er að langvarandi undirfjármögnun Háskólans mun hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi,“ segir rektor. Jón Atli segir í grein sinni í Læknablaðinu að áhrifa þessarar alvarlegu stöðu muni að óbreyttu ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu, enda starfi Háskóli Íslands og Landspítalinn sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði. Ríflega 2.000 nemendur leggja nú stund á nám á fjölmörgum fræðisviðum sem tengjast heilbrigðiskerfinu.
Kosningar 2016 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira