Hjörvar vill að Viðar Örn fái tækifærið á móti Króötum | Möguleikarnir í stöðunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2016 19:09 Menn velta því fyrir sér hvort Viðar Örn Kjartansson fái loksins tækifæri í framlínu íslenska landsliðsins í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 um næstu helgi. Mikill forföll eru meðal framlínumanna íslenska liðsins en hvorki Kolbeinn Sigþórsson eða Alfreð Finnbogason geta tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og þá varð Björn Bergmann Sigurðarson einnig að draga sig út úr íslenska hópnum. Viðar Örn Kjartansson ætti að vera næstur í röðinni en þessi leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael hefur þurft að verja varamannabekkinn hjá íslenska landsliðinu í undankeppninni til þessa. „Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert verið með í þessari undankeppni og nú er liðið án Alfreðs Finnbogasonar sem hefur skorað í fyrstu þremur leikjunum í þessari undankeppni. Eðlilegast væri að Viðar myndi byrja,“ sagði Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur 365 miðla aðspurður um framherjastöðu íslenska landsliðsins í sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Öll varnarlínan okkar virðist vera heil og miðjan sömuleiðis. Það væri því eðlilegast að Viðar kæmi inn fyrir Alfreð,“ sagði Hjörvar. „Það er kominn tími til að Viðar fái tækifærið en það eru líka til aðrar útfærslur á þessu. Það er hægt að setja Jóhann Berg Guðmundsson fram og þá færi Theódór Elmar Bjarnason út á hægri væng. Theódór Elmar hefur verið fyrsti maður af bekk hjá Heimi,“ sagði Hjörvar. „Menn hafa sömuleiðis rætt það að færa Gylfa Þór Sigurðsson fram i og setja Birki Bjarnason inn á miðjuna með Aroni Einari Gunnarssyni. Annaðhvort Theódór Elmar Bjarnason eða Arnór Ingvi Traustson yrðu þá úti vinstra megin,“ sagði Hjörvar. „Það myndi líklega veikja liðið ef Gylfi færi fram því hann var mjög góður í síðustu landsleikjum og þá sérstaklega í leiknum á móti Finnum,“ sagði Hjörvar. „Við erum alltaf að tala um hver eigi að vera frammi með Jóni Daða Böðvarssyni. Við megum ekki gleyma því að Jóni Daða hefur gengið afleitlega að skora að undanförnu. Ég man varla eftir því hvenær hann skoraði síðast með Úlfunum. Hann byrjar en við þurfum að hafa markaskorara frammi með honum og ég held að vinur hans frá Selfossi væri kjörinn í það. Það væri gaman að sjá Viðar fá tækifærið,“ sagði Hjörvar. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Menn velta því fyrir sér hvort Viðar Örn Kjartansson fái loksins tækifæri í framlínu íslenska landsliðsins í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 um næstu helgi. Mikill forföll eru meðal framlínumanna íslenska liðsins en hvorki Kolbeinn Sigþórsson eða Alfreð Finnbogason geta tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og þá varð Björn Bergmann Sigurðarson einnig að draga sig út úr íslenska hópnum. Viðar Örn Kjartansson ætti að vera næstur í röðinni en þessi leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael hefur þurft að verja varamannabekkinn hjá íslenska landsliðinu í undankeppninni til þessa. „Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert verið með í þessari undankeppni og nú er liðið án Alfreðs Finnbogasonar sem hefur skorað í fyrstu þremur leikjunum í þessari undankeppni. Eðlilegast væri að Viðar myndi byrja,“ sagði Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur 365 miðla aðspurður um framherjastöðu íslenska landsliðsins í sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Öll varnarlínan okkar virðist vera heil og miðjan sömuleiðis. Það væri því eðlilegast að Viðar kæmi inn fyrir Alfreð,“ sagði Hjörvar. „Það er kominn tími til að Viðar fái tækifærið en það eru líka til aðrar útfærslur á þessu. Það er hægt að setja Jóhann Berg Guðmundsson fram og þá færi Theódór Elmar Bjarnason út á hægri væng. Theódór Elmar hefur verið fyrsti maður af bekk hjá Heimi,“ sagði Hjörvar. „Menn hafa sömuleiðis rætt það að færa Gylfa Þór Sigurðsson fram i og setja Birki Bjarnason inn á miðjuna með Aroni Einari Gunnarssyni. Annaðhvort Theódór Elmar Bjarnason eða Arnór Ingvi Traustson yrðu þá úti vinstra megin,“ sagði Hjörvar. „Það myndi líklega veikja liðið ef Gylfi færi fram því hann var mjög góður í síðustu landsleikjum og þá sérstaklega í leiknum á móti Finnum,“ sagði Hjörvar. „Við erum alltaf að tala um hver eigi að vera frammi með Jóni Daða Böðvarssyni. Við megum ekki gleyma því að Jóni Daða hefur gengið afleitlega að skora að undanförnu. Ég man varla eftir því hvenær hann skoraði síðast með Úlfunum. Hann byrjar en við þurfum að hafa markaskorara frammi með honum og ég held að vinur hans frá Selfossi væri kjörinn í það. Það væri gaman að sjá Viðar fá tækifærið,“ sagði Hjörvar. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira