Erum við reiðubúin? Siv Friðleifsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 07:00 Eru velferðarsamfélög Norðurlandanna viðbúin áföllum? Er félagsþjónusta sveitarfélaganna tilbúin að takast á við vá? Hafa konur sérstöku hlutverki að gegna í kjölfar hamfara? Er unnt að sameinast um 30 velferðarvísa á Norðurlöndunum sem hjálpa okkur að greina hættur sem ógna velferð íbúanna? Hvernig er best að takast á við kreppur, hvort sem þær eru af mannavöldum eða sökum náttúruhamfara, þannig að velferð íbúanna verði ógnað sem minnst? Hvort er þá betra að beita úrræðum velferðarkerfisins eða láta lögmál frumskógarins gilda, hver sé sjálfum sér næstur? Hvað má læra af rannsóknum félagsvísinda um hvernig velferðarkerfi Norðurlandanna hafa tekist á við efnahagskreppur? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleirum af sama toga á opinni lokaráðstefnu Norrænu velferðarvaktarinnar, sem haldin verður fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 9-16 á hótel Hilton í Reykjavík. Náttúrvá og efnahagsáföll Norræna velferðarvaktin er þriggja ára rannsóknarverkefni sem stendur yfir árin 2014-2016 og er eitt verkefnanna í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi. Verkefnið miðar að því að undirbúa velferðarkerfin á Norðurlöndunum til að takast á við nýjar áskoranir og vá hvort sem hún er af völdum náttúruhamfara s.s. flóða, eldgosa eða jarðskjálfta, eða af mannavöldum, s.s. efnahagsáföll eða vegna flóttamannastraums, svo ný og nærtæk dæmi séu tekin. Verkefnið miðar einnig að því að ná samstöðu Norðurlandanna um val á 30 velferðarvísum, sem sýna tölulegar upplýsingar um þróun velferðar á Norðurlöndunum. Á ráðstefnunni verða eftirsóttir gestafyrirlesarar. Einnig munu forsvarsmenn einstakra verkefna Norrænu velferðarvaktarinnar kynna niðurstöður verkefna sinna. Verkefnin hafa verið leidd af Íslendingum, en innan þeirra allra eru starfandi stýrihópar skipaðir færustu fulltrúum Norðurlandanna á viðkomandi sviði. Í viðbót við fyrirlestra geta þátttakendur valið á milli stuttra kynninga á verkefnum svo þeir geti nýtt tímann sem best miðað við þeirra áhugasvið. Velferðarvísar og viðbúnaðargeta Fyrir utan þá þekkingu og auknu norrænu samlegð sem rannsóknarverkefnin færa okkur mun Norræna velferðarvaktin leggja fram tvær tillögur til Norræna ráðherraráðsins til áframhaldandi úrvinnslu. Önnur snýr að nýjum norrænum velferðarvettvangi sem koma mun saman annað hvort ár og ræða framtíðaráskoranir og úrræði velferðarkerfa Norðurlandanna. Hin snýr að smíði 30 sameiginlegra norrænna velferðarvísa. Allt miðar þetta að því að auka viðbúnaðargetu norrænu velferðarríkjanna, draga úr tjónnæmi og efla viðnámsþrótt almennings. Sem verkefnastjóri Norrænu velferðarvaktarinnar hef ég fengið tækifæri til að fylgjast með því öfluga rannsóknarstarfi sem hefur farið fram innan hennar og er ég fullviss um að verkefnið verði glæsileg fjöður í hatt Íslendinga í norrænu samstarfi þegar fram í sækir. Unnt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig til þátttöku á vefsíðunni www.nvv.is. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Eru velferðarsamfélög Norðurlandanna viðbúin áföllum? Er félagsþjónusta sveitarfélaganna tilbúin að takast á við vá? Hafa konur sérstöku hlutverki að gegna í kjölfar hamfara? Er unnt að sameinast um 30 velferðarvísa á Norðurlöndunum sem hjálpa okkur að greina hættur sem ógna velferð íbúanna? Hvernig er best að takast á við kreppur, hvort sem þær eru af mannavöldum eða sökum náttúruhamfara, þannig að velferð íbúanna verði ógnað sem minnst? Hvort er þá betra að beita úrræðum velferðarkerfisins eða láta lögmál frumskógarins gilda, hver sé sjálfum sér næstur? Hvað má læra af rannsóknum félagsvísinda um hvernig velferðarkerfi Norðurlandanna hafa tekist á við efnahagskreppur? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleirum af sama toga á opinni lokaráðstefnu Norrænu velferðarvaktarinnar, sem haldin verður fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 9-16 á hótel Hilton í Reykjavík. Náttúrvá og efnahagsáföll Norræna velferðarvaktin er þriggja ára rannsóknarverkefni sem stendur yfir árin 2014-2016 og er eitt verkefnanna í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi. Verkefnið miðar að því að undirbúa velferðarkerfin á Norðurlöndunum til að takast á við nýjar áskoranir og vá hvort sem hún er af völdum náttúruhamfara s.s. flóða, eldgosa eða jarðskjálfta, eða af mannavöldum, s.s. efnahagsáföll eða vegna flóttamannastraums, svo ný og nærtæk dæmi séu tekin. Verkefnið miðar einnig að því að ná samstöðu Norðurlandanna um val á 30 velferðarvísum, sem sýna tölulegar upplýsingar um þróun velferðar á Norðurlöndunum. Á ráðstefnunni verða eftirsóttir gestafyrirlesarar. Einnig munu forsvarsmenn einstakra verkefna Norrænu velferðarvaktarinnar kynna niðurstöður verkefna sinna. Verkefnin hafa verið leidd af Íslendingum, en innan þeirra allra eru starfandi stýrihópar skipaðir færustu fulltrúum Norðurlandanna á viðkomandi sviði. Í viðbót við fyrirlestra geta þátttakendur valið á milli stuttra kynninga á verkefnum svo þeir geti nýtt tímann sem best miðað við þeirra áhugasvið. Velferðarvísar og viðbúnaðargeta Fyrir utan þá þekkingu og auknu norrænu samlegð sem rannsóknarverkefnin færa okkur mun Norræna velferðarvaktin leggja fram tvær tillögur til Norræna ráðherraráðsins til áframhaldandi úrvinnslu. Önnur snýr að nýjum norrænum velferðarvettvangi sem koma mun saman annað hvort ár og ræða framtíðaráskoranir og úrræði velferðarkerfa Norðurlandanna. Hin snýr að smíði 30 sameiginlegra norrænna velferðarvísa. Allt miðar þetta að því að auka viðbúnaðargetu norrænu velferðarríkjanna, draga úr tjónnæmi og efla viðnámsþrótt almennings. Sem verkefnastjóri Norrænu velferðarvaktarinnar hef ég fengið tækifæri til að fylgjast með því öfluga rannsóknarstarfi sem hefur farið fram innan hennar og er ég fullviss um að verkefnið verði glæsileg fjöður í hatt Íslendinga í norrænu samstarfi þegar fram í sækir. Unnt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig til þátttöku á vefsíðunni www.nvv.is. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar