Jón Þór kominn með lögfræðing og mun kæra ákvörðun kjararáðs ef ekkert verður gert Birgir Olgeirsson skrifar 8. nóvember 2016 10:16 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Vísir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að kæra ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna og æðstu embættismanna landsins til dómstóla og hefur fengið til þess lögfræðing, það er að segja ef hvorki kjararáð, forseti Íslands né alþingi nái að gera eitthvað í málinu.Þetta segir Jón Þór í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hann segir ákvörðun kjararáðs um miklar hækkanir launa ráðamanna umfram almenna launaþróun ganga í besta falli gegn tilgangi laga um kjararáð en í versta falli sé um beint lögbrot að ræða. Hann vitnar í lögin um kjararáð þar sem segir að ráðið skuli ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði og að ekki sé hætta á að úrskurðir ráðsins raski kjarasamningum þorra launafólks og stefni þar með stöðugleika í efnahagslífinu í hættu. Hann segir þrjá aðila geta aftengt þessa sprengju sem ákvörðun kjararáðs sé. „Kjararáð getur gefið út annan úrskurð sem lækkar laun ráðherra og þingmanna (stjórnarskráin bannar launalækkanir Forseta Íslands). Forseti Íslands sem hefur sagt að hann: „vænti þess að þingið vindi ofan af þessari ákvörðun [Kjararáðs]“ getur gefið út að hann muni setja bráðabirgðalög áður en þing komi saman nema Kjararáð lækki launin eða hann fái það staðfest frá formönnum allra flokka að Alþingi muni vindi ofan af ákvörðuninni. Ef þessir þrír aðilar bregðast allir þá mun ég kæra ákvörðun Kjararáðs til dómstóla og hef nú þegar fengið til þess lögfræðing.“ Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 „Nei takk“ Guðna við launahækkun vekur heimsathygli Þúsundir hafa sagt skoðun sína á ákvörðun forseta Íslands á hinni vinsælu spjallsíðu Reddit. 5. nóvember 2016 22:38 RSÍ: Úrskurðir kjararáðs til þess fallnir að gjöreyða sáttinni Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðnaðarsambands Íslands krefst þess að kjararáð dragi úrskurði sína til baka. 4. nóvember 2016 15:33 Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að kæra ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna og æðstu embættismanna landsins til dómstóla og hefur fengið til þess lögfræðing, það er að segja ef hvorki kjararáð, forseti Íslands né alþingi nái að gera eitthvað í málinu.Þetta segir Jón Þór í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hann segir ákvörðun kjararáðs um miklar hækkanir launa ráðamanna umfram almenna launaþróun ganga í besta falli gegn tilgangi laga um kjararáð en í versta falli sé um beint lögbrot að ræða. Hann vitnar í lögin um kjararáð þar sem segir að ráðið skuli ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði og að ekki sé hætta á að úrskurðir ráðsins raski kjarasamningum þorra launafólks og stefni þar með stöðugleika í efnahagslífinu í hættu. Hann segir þrjá aðila geta aftengt þessa sprengju sem ákvörðun kjararáðs sé. „Kjararáð getur gefið út annan úrskurð sem lækkar laun ráðherra og þingmanna (stjórnarskráin bannar launalækkanir Forseta Íslands). Forseti Íslands sem hefur sagt að hann: „vænti þess að þingið vindi ofan af þessari ákvörðun [Kjararáðs]“ getur gefið út að hann muni setja bráðabirgðalög áður en þing komi saman nema Kjararáð lækki launin eða hann fái það staðfest frá formönnum allra flokka að Alþingi muni vindi ofan af ákvörðuninni. Ef þessir þrír aðilar bregðast allir þá mun ég kæra ákvörðun Kjararáðs til dómstóla og hef nú þegar fengið til þess lögfræðing.“
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 „Nei takk“ Guðna við launahækkun vekur heimsathygli Þúsundir hafa sagt skoðun sína á ákvörðun forseta Íslands á hinni vinsælu spjallsíðu Reddit. 5. nóvember 2016 22:38 RSÍ: Úrskurðir kjararáðs til þess fallnir að gjöreyða sáttinni Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðnaðarsambands Íslands krefst þess að kjararáð dragi úrskurði sína til baka. 4. nóvember 2016 15:33 Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00
„Nei takk“ Guðna við launahækkun vekur heimsathygli Þúsundir hafa sagt skoðun sína á ákvörðun forseta Íslands á hinni vinsælu spjallsíðu Reddit. 5. nóvember 2016 22:38
RSÍ: Úrskurðir kjararáðs til þess fallnir að gjöreyða sáttinni Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðnaðarsambands Íslands krefst þess að kjararáð dragi úrskurði sína til baka. 4. nóvember 2016 15:33
Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi. 5. nóvember 2016 07:00