Valsmenn slógu Dominos-deildarlið Snæfells út úr bikarnum | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 21:20 Urald King treður með tilþrifum í körfuna í kvöld. Vísir/Eyþór 1. deildarlið Valsmanna er komið áfram í 16 liða úrslit Maltbikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Domino´s deildarliði Snæfells, 74-63, á Hlíðarenda í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var leik Vals og Snæfells á Hlíðarenda og á leik Breiðbliks og Skallagríms í Smáranum. Það er hægt að sjá myndir hans hér fyrir ofan. Snæfellsliðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í Domino´s deildinni og ekki kom fyrsti sigur tímabilsins í kvöld þrátt fyrir að þeir væru að mæta 1. deildarliði. Valsmenn hafa unnið 4 af 6 leikjum sínum í 1.deildinni kanalausir en Urald King var með liðinu í kvöld í fyrsta sinn á tímabilinu. Valsliðið vann fyrsta leikhlutann 18-13 og var síðan fjórum stigum yfir í hálfleik, 40-36. Góður þriðji leikhluti kom Valsliðinu ellefu stigum yfir, 58-47, fyrir lokaleikhlutann. Valsmenn héldu síðan góðum tökum á leiknum út leikinn og fögnuðu sigri á úrvalsdeildarliðinu. Urald King var með 16 stig og 16 fráköst hjá Val og þeir Benedikt Blöndal og Austin Magnus Bracey skoruðu báðir 10 stig. Sefton Barrett var atkvæðamestur hjá Snæfelli með 19 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar en Viktor Marínó Alexandersson skoraði 16 stig. Skallagrímur vann fimmtán stiga sigur á 1. deildarliði Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi, 94-79. Borgnesingar voru skrefinu á undan allan tímann en Blikar gáfust aldrei upp. Flenard Whitfield var með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Skallagrími. Sigtryggur Arnar Björnsson bætti við 17 stigum, 6 fráköstum og 7 stoðsendingum og Magnús Þór Gunnarsson skoraði 14 stig. Tyrone Wayne Garland skoraði 37 stig fyrir Blika en það dugði ekki. ÍR-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Reyni í Sandgerði. ÍR vann leikinn 79-34 þar sem átta ÍR-ingar skoruðu á bilinu sjö til tíu stig. Matthew Hunter og Hjalti Friðriksson voru stigahæstir með 10 stig hvor. Haukar eru einnig komnir áfram eftir 41 stigs sigur á Vestra á Ísafirði, 109-68. Haukar voru reyndar bara einu stigi yfir í hálfleik, 48-47, en unnu þriðja leikhlutann 35-7. Sherrod Nigel Wright skoraði 32 stig fyrir Hauka og þeir Finnur Atli Magnússon og Breki Gylfason voru með 14 stig hvor. Höttur vann sjö stiga sigur á Hamar í Hveragerði, 91-84, í uppgjöri tveggja 1. deildarliða. Aaron Moss var með 35 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar hjá Hetti og þeir Ragnar Gerald Albertsson og Hreinn Gunnar Birgisson skoruðu báðir 16 stig. Christopher Woods var með 23 stig og 18 fráköst fyrir Hamar.Úrslit úr öllum leikjum kvöldsins:Keflavík-Njarðvík 97-91 (20-22, 24-35, 29-12, 24-22)Keflavík: Reggie Dupree 28/11 fráköst, Amin Khalil Stevens 19/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 13/10 fráköst, Magnús Már Traustason 11/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 11, Davíð Páll Hermannsson 8/7 fráköst, Ágúst Orrason 4, Andrés Kristleifsson 2, Andri Daníelsson 1.Njarðvík: Stefan Bonneau 27/6 fráköst, Logi Gunnarsson 20/6 fráköst, Johann Arni Olafsson 13/9 fráköst, Björn Kristjánsson 12, Páll Kristinsson 6/4 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 6, Jón Arnór Sverrisson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Reynir S.-ÍR 34-79 (14-12, 6-26, 2-20, 12-21)Reynir S.: Almar Stefán Guðbrandsson 11/11 fráköst, Birgir Þór Sverrisson 8, Eðvald Freyr Ómarsson 7/5 fráköst, Garðar Gíslason 4, Brynjar Þór Guðnason 2, Sigurður Sigurbjörnsson 2.ÍR: Hjalti Friðriksson 10/4 fráköst, Matthew Hunter 10/8 fráköst, Dovydas Strasunskas 9, Sveinbjörn Claessen 9, Matthías Orri Sigurðarson 8, Trausti Eiríksson 7, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 7, Hákon Örn Hjálmarsson 7, Sæþór Elmar Kristjánsson 6, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4, Kristinn Marinósson 2.Hamar -Höttur 84-91 (18-23, 30-31, 17-18, 19-19)Hamar : Christopher Woods 23/18 fráköst, Smári Hrafnsson 15, Örn Sigurðarson 12/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Oddur Ólafsson 10/6 fráköst, Snorri Þorvaldsson 9, Ísak Sigurðarson 4.Höttur: Aaron Moss 35/12 fráköst/9 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 16, Ragnar Gerald Albertsson 16, Mirko Stefan Virijevic 14/15 fráköst/5 stoðsendingar, Vidar Orn Hafsteinsson 6/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 2, Gísli Þórarinn Hallsson 2.Valur-Snæfell 74-63 (18-13, 22-23, 18-11, 16-16)Valur: Urald King 16/16 fráköst/5 varin skot, Benedikt Blöndal 10, Austin Magnus Bracey 10/4 fráköst, Birgir Björn Pétursson 9/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8, Illugi Steingrímsson 7, Illugi Auðunsson 5/10 fráköst, Elías Kristjánsson 5, Sigurður Páll Stefánsson 3, Ingimar Aron Baldursson 1.Snæfell: Sefton Barrett 19/10 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 16, Þorbergur Helgi Sæþórsson 7, Árni Elmar Hrafnsson 7/6 fráköst, Andrée Fares Michelsson 4, Maciej Klimaszewski 4, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Jón Páll Gunnarsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1/5 fráköst.Vestri-Haukar 68-109 (19-26, 28-22, 7-35, 14-26)Vestri: Yima Chia-Kur 17, Hinrik Guðbjartsson 15, Magnús Breki Þórðason 14, Nebojsa Knezevic 13/4 fráköst, Adam Smári Ólafsson 5, Gunnlaugur Gunnlaugsson 4.Haukar: Sherrod Nigel Wright 32/6 fráköst/3 varin skot, Finnur Atli Magnússon 14/6 fráköst, Breki Gylfason 14/5 fráköst, Haukur Óskarsson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 9/5 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 7, Emil Barja 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Steinar Aronsson 5, Jón Ólafur Magnússon 4, Ívar Barja 2/5 fráköst, Snjólfur Björnsson 2, Björn Ágúst Jónsson 2.Breiðablik-Skallagrímur 77-88 (19-28, 21-20, 16-21, 21-19)Breiðablik: Tyrone Wayne Garland 35, Halldór Halldórsson 11/7 fráköst, Birkir Víðisson 9, Egill Vignisson 7, Sveinbjörn Jóhannesson 7/9 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 5/4 fráköst, Snorri Vignisson 3/5 fráköst.Skallagrímur: Flenard Whitfield 20/9 fráköst/6 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 15/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 14/5 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 10/7 fráköst, Davíð Guðmundsson 9/4 fráköst, Darrell Flake 9, Kristófer Gíslason 5/8 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
1. deildarlið Valsmanna er komið áfram í 16 liða úrslit Maltbikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Domino´s deildarliði Snæfells, 74-63, á Hlíðarenda í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var leik Vals og Snæfells á Hlíðarenda og á leik Breiðbliks og Skallagríms í Smáranum. Það er hægt að sjá myndir hans hér fyrir ofan. Snæfellsliðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í Domino´s deildinni og ekki kom fyrsti sigur tímabilsins í kvöld þrátt fyrir að þeir væru að mæta 1. deildarliði. Valsmenn hafa unnið 4 af 6 leikjum sínum í 1.deildinni kanalausir en Urald King var með liðinu í kvöld í fyrsta sinn á tímabilinu. Valsliðið vann fyrsta leikhlutann 18-13 og var síðan fjórum stigum yfir í hálfleik, 40-36. Góður þriðji leikhluti kom Valsliðinu ellefu stigum yfir, 58-47, fyrir lokaleikhlutann. Valsmenn héldu síðan góðum tökum á leiknum út leikinn og fögnuðu sigri á úrvalsdeildarliðinu. Urald King var með 16 stig og 16 fráköst hjá Val og þeir Benedikt Blöndal og Austin Magnus Bracey skoruðu báðir 10 stig. Sefton Barrett var atkvæðamestur hjá Snæfelli með 19 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar en Viktor Marínó Alexandersson skoraði 16 stig. Skallagrímur vann fimmtán stiga sigur á 1. deildarliði Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi, 94-79. Borgnesingar voru skrefinu á undan allan tímann en Blikar gáfust aldrei upp. Flenard Whitfield var með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Skallagrími. Sigtryggur Arnar Björnsson bætti við 17 stigum, 6 fráköstum og 7 stoðsendingum og Magnús Þór Gunnarsson skoraði 14 stig. Tyrone Wayne Garland skoraði 37 stig fyrir Blika en það dugði ekki. ÍR-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Reyni í Sandgerði. ÍR vann leikinn 79-34 þar sem átta ÍR-ingar skoruðu á bilinu sjö til tíu stig. Matthew Hunter og Hjalti Friðriksson voru stigahæstir með 10 stig hvor. Haukar eru einnig komnir áfram eftir 41 stigs sigur á Vestra á Ísafirði, 109-68. Haukar voru reyndar bara einu stigi yfir í hálfleik, 48-47, en unnu þriðja leikhlutann 35-7. Sherrod Nigel Wright skoraði 32 stig fyrir Hauka og þeir Finnur Atli Magnússon og Breki Gylfason voru með 14 stig hvor. Höttur vann sjö stiga sigur á Hamar í Hveragerði, 91-84, í uppgjöri tveggja 1. deildarliða. Aaron Moss var með 35 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar hjá Hetti og þeir Ragnar Gerald Albertsson og Hreinn Gunnar Birgisson skoruðu báðir 16 stig. Christopher Woods var með 23 stig og 18 fráköst fyrir Hamar.Úrslit úr öllum leikjum kvöldsins:Keflavík-Njarðvík 97-91 (20-22, 24-35, 29-12, 24-22)Keflavík: Reggie Dupree 28/11 fráköst, Amin Khalil Stevens 19/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 13/10 fráköst, Magnús Már Traustason 11/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 11, Davíð Páll Hermannsson 8/7 fráköst, Ágúst Orrason 4, Andrés Kristleifsson 2, Andri Daníelsson 1.Njarðvík: Stefan Bonneau 27/6 fráköst, Logi Gunnarsson 20/6 fráköst, Johann Arni Olafsson 13/9 fráköst, Björn Kristjánsson 12, Páll Kristinsson 6/4 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 6, Jón Arnór Sverrisson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Reynir S.-ÍR 34-79 (14-12, 6-26, 2-20, 12-21)Reynir S.: Almar Stefán Guðbrandsson 11/11 fráköst, Birgir Þór Sverrisson 8, Eðvald Freyr Ómarsson 7/5 fráköst, Garðar Gíslason 4, Brynjar Þór Guðnason 2, Sigurður Sigurbjörnsson 2.ÍR: Hjalti Friðriksson 10/4 fráköst, Matthew Hunter 10/8 fráköst, Dovydas Strasunskas 9, Sveinbjörn Claessen 9, Matthías Orri Sigurðarson 8, Trausti Eiríksson 7, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 7, Hákon Örn Hjálmarsson 7, Sæþór Elmar Kristjánsson 6, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4, Kristinn Marinósson 2.Hamar -Höttur 84-91 (18-23, 30-31, 17-18, 19-19)Hamar : Christopher Woods 23/18 fráköst, Smári Hrafnsson 15, Örn Sigurðarson 12/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Oddur Ólafsson 10/6 fráköst, Snorri Þorvaldsson 9, Ísak Sigurðarson 4.Höttur: Aaron Moss 35/12 fráköst/9 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 16, Ragnar Gerald Albertsson 16, Mirko Stefan Virijevic 14/15 fráköst/5 stoðsendingar, Vidar Orn Hafsteinsson 6/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 2, Gísli Þórarinn Hallsson 2.Valur-Snæfell 74-63 (18-13, 22-23, 18-11, 16-16)Valur: Urald King 16/16 fráköst/5 varin skot, Benedikt Blöndal 10, Austin Magnus Bracey 10/4 fráköst, Birgir Björn Pétursson 9/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8, Illugi Steingrímsson 7, Illugi Auðunsson 5/10 fráköst, Elías Kristjánsson 5, Sigurður Páll Stefánsson 3, Ingimar Aron Baldursson 1.Snæfell: Sefton Barrett 19/10 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 16, Þorbergur Helgi Sæþórsson 7, Árni Elmar Hrafnsson 7/6 fráköst, Andrée Fares Michelsson 4, Maciej Klimaszewski 4, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Jón Páll Gunnarsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1/5 fráköst.Vestri-Haukar 68-109 (19-26, 28-22, 7-35, 14-26)Vestri: Yima Chia-Kur 17, Hinrik Guðbjartsson 15, Magnús Breki Þórðason 14, Nebojsa Knezevic 13/4 fráköst, Adam Smári Ólafsson 5, Gunnlaugur Gunnlaugsson 4.Haukar: Sherrod Nigel Wright 32/6 fráköst/3 varin skot, Finnur Atli Magnússon 14/6 fráköst, Breki Gylfason 14/5 fráköst, Haukur Óskarsson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 9/5 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 7, Emil Barja 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Steinar Aronsson 5, Jón Ólafur Magnússon 4, Ívar Barja 2/5 fráköst, Snjólfur Björnsson 2, Björn Ágúst Jónsson 2.Breiðablik-Skallagrímur 77-88 (19-28, 21-20, 16-21, 21-19)Breiðablik: Tyrone Wayne Garland 35, Halldór Halldórsson 11/7 fráköst, Birkir Víðisson 9, Egill Vignisson 7, Sveinbjörn Jóhannesson 7/9 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 5/4 fráköst, Snorri Vignisson 3/5 fráköst.Skallagrímur: Flenard Whitfield 20/9 fráköst/6 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 15/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 14/5 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 10/7 fráköst, Davíð Guðmundsson 9/4 fráköst, Darrell Flake 9, Kristófer Gíslason 5/8 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira