Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Höskuldur Kári Schram og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. nóvember 2016 20:05 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. Þetta staðfestir Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna í samtali við Vísi en fyrst var greint frá fundinum á vef RÚV. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar eftir því sem Vísir kemst næst. Bjarni upplýsti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í gær um stöðu mála. Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið á miðvikudag í síðustu viku og hefur síðan þá talað óformlega við forystumenn allra flokka á þingi. Bjarni sagðist á fimmtudag ætla að hugsa um málið yfir helgina og vonaðist til þess að hægt yrði að hefja formlegar viðræður fljótlega í þessari viku. Helst er horft til þess að sjálfstæðismenn myndi ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn og mögulega einum flokki til viðbótar. Viðreisn og Björt framtíð hafa hafnað að ganga inn í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknar, og það sama á við um Vinstri græn. Heimildir fréttastofa herma ennfremur að töluvert sé um þreifingar milli flokka en allt bendir þó til þess að Bjarni sé enn að hugsa málið og meta stöðuna. Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. Þetta staðfestir Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna í samtali við Vísi en fyrst var greint frá fundinum á vef RÚV. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar eftir því sem Vísir kemst næst. Bjarni upplýsti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í gær um stöðu mála. Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið á miðvikudag í síðustu viku og hefur síðan þá talað óformlega við forystumenn allra flokka á þingi. Bjarni sagðist á fimmtudag ætla að hugsa um málið yfir helgina og vonaðist til þess að hægt yrði að hefja formlegar viðræður fljótlega í þessari viku. Helst er horft til þess að sjálfstæðismenn myndi ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn og mögulega einum flokki til viðbótar. Viðreisn og Björt framtíð hafa hafnað að ganga inn í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknar, og það sama á við um Vinstri græn. Heimildir fréttastofa herma ennfremur að töluvert sé um þreifingar milli flokka en allt bendir þó til þess að Bjarni sé enn að hugsa málið og meta stöðuna. Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25